Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags fáanleg á heimasíðunni www.life. bio.sunysb.edu/morph/) var notað til þess að bera útlit einstakra fiska saman við útlit meðalfisksins í rann- sókninni. Útlit fiskanna var borið saman með rofgreiningu (e. disc- riminant analysis). Fiskarnir voru krufðir, kyn ákvarðað og kynþroski metinn og mat lagt á hvort fiskur hefði hrygnt áður og hve þrosk- aðir kynvefir fiskana væru á kvarð- anum 1 (óþroskaður kynvefur) til 5 (fiskur búinn að hrygna). Fiskar á kynþroskastigi 3 eða þaðan af hærra, og/eða fiskar sem höfðu hrygnt áður, voru skilgreindir sem kynþroska. Magar voru varðveittir í 5% formalíni og að tveimur vikum liðnum hið minnsta voru þeir flutt- ir í 70% etanól og magainnihald greint. Magafylli var metin á kvarð- anum 0 til 3 (0: tómur magi, 1: hálf- tómur magi, 2: hálffullur magi, 3: fullur magi). Fæðudýr voru talin og greind til hópa og/eða tegunda og voru kvarnir notaðar til aldurs- greiningar á fiskunum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru greindar með einþátta og fjölþátta tölfræðiprófum í forritinu Systat 11. NIÐURSTÖÐUR Munur var á útliti milli stofna fisk- anna (rofgreining, F(168 931) = 8,71, p < 0,01, 2. mynd). Rofgreiningin flokkaði 92% fiskanna rétt til stofns og þeir fiskar sem ekki flokkuðust rétt flokkuðust í langflestum til- fellum til stofns á sama svæði (1. tafla). Þetta endurspeglaðist í fjölþáttagreiningu þar sem mestur útlitsmunur kom fram á milli stofna við sjó og þeirra sem veiddir voru á hálendi (2. tafla). Munnstaða og líkamsdýpt fiskanna voru þeir útlitsþættir sem voru ólíkastir á milli svæða (3. mynd). Mýlirfur voru áberandi í fæðu fiska á öllum svæðum (4. mynd) og voru mýpúpur stór hluti af fæðu sumra einstaklinga. Grunnvatns- marflær fundust í maga nokkurra fiska. Sérstaka athygli vakti að mar- flóin Crymostygius thingvallensis fannst í maga fisks sem veiddur var í Herðubreiðarlindum, en áður höfðu aðeins veiðst fjórir einstakl- ingar marflóarinnar í Þingvalla- vatni.20 Fæða fiskanna reyndist einnig ólík eftir svæðum (rofgrein- ing, F80 436 = 2,44 p < 0,001), en þó náði greiningin aðeins að flokka rúman helming fiskanna rétt niður til stofna (3. tafla). Mestur munur í fæðu var milli fiska frá Presthólum og Klappará en mest fjölbreytni í fæðu var hjá fiskum sem veiðst höfðu við Presthóla (4. tafla). Aldursdreifing fiska úr þessum fimm stofnum var ólík (ANOVA, F(4,250) = 5,71 p < 0,001). Fiskar í Klappará voru eldri en í Grafar- löndum (p < 0,001) og Herðu- breiðarlindum (p < 0,001). Enginn munur var á milli stofna þegar lengd fiska var borin saman ein og 1. tafla. Flokkun samkvæmt rofgreiningu á útliti fiska úr fimm stofnum i'kringum Jökulsá á fjöllum. - Classification based on discriminant function analysis on the morphology of small benthic Arctic charr from five populations around Jökulsá á Fjöllum. Grafarlönd Herðubreiðar- lindir Jökulsár- gljúfur Klappará Presthólar Grafarlönd 94% 6% 0% 0% 0% Herðubreiðarlindir 6% 94% 0% 0% 0% Jökulsárgljúfur 0% 0% 100% 0% 0% Klappará 0% 0% 0% 92% 8% Presthólar 0% 2% 2% 12% 84% 2. tafla. F-gildi úr fjölpáttagreiningu á útliti dvergbleikja sem komnar eru úr fimm stofnum i kringum Jökulsá á Fjöllum. Há F-gildi gefa til kynna mikinn mun milli stofna. - F-values from multivariate analysis on the moiphology of stnall benthic Arctic cltarr from five populations around Jökulsá á Fjöllum. High F-values indicate larger difference between populations. Grafariönd Herðubreiðar- lindir Jökulsár- gljúfur Klappará Presthólar Grafariönd 0 Herðubreiðarlindir 7,56 0 Jökulsárgljúfur 6,79 7,65 0 Klappará 15,54 15,55 7,29 0 Presthólar 13,12 12,38 4,94 4,87 0 3. tafla. Fiokkun samkvæmt rofgreining eftirfæðuvali áfiskum úrfimm stofitum íkringum Jökulsá áfjöllum. Prósentur gefa til kynna ihvaða hlutfollum fiskar voru flokkaðir til stofna. - Classification based on discriminant function analysis on the diet of small benthic Arctic charr from five populations around Jökulsá á Fjöllum. Grafarlönd Herðubreiðar- lindir Jökulsár- gljúfur Klappará Presthólar Grafarlönd 54% 7% 31% 4% 4% Herðubreiðarlindir 11% 56% 30% 3% 0% Jökulsárgljúfur 10% 10% 80% 0% 0% Klappará 27% 6% 20% 47% 0% Presthólar 14% 24% 14% 3% 45% 4. tafla. F-gildi úr fjölpáttagreiningu áfæðufiska sem komnir eru úrfimm stofnum íkring um Jökulsá á Fjöllum. Há F-gildi gefa til kynna mikinn mun milli stofna. - F-values from multivariate analysis on the diet ofsmall benthic Arctic charr from five populations around Jökulsá á Fjöllum. High F-values indicate larger difference between populations. Grafariönd Herðubreiðar- lindir Jökulsár- gljúfur Klappará Presthólar Grafarlönd 0 Herðubreiðarlindir 1,38 0 Jökulsárgljúfur 1,10 1,36 Klappará 1,56 2,51 Presthólar 3,93 3,84 0 1,35 3,40 0 5,49 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.