Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
fáanleg á heimasíðunni www.life.
bio.sunysb.edu/morph/) var notað
til þess að bera útlit einstakra fiska
saman við útlit meðalfisksins í rann-
sókninni. Útlit fiskanna var borið
saman með rofgreiningu (e. disc-
riminant analysis). Fiskarnir voru
krufðir, kyn ákvarðað og kynþroski
metinn og mat lagt á hvort fiskur
hefði hrygnt áður og hve þrosk-
aðir kynvefir fiskana væru á kvarð-
anum 1 (óþroskaður kynvefur) til
5 (fiskur búinn að hrygna). Fiskar
á kynþroskastigi 3 eða þaðan af
hærra, og/eða fiskar sem höfðu
hrygnt áður, voru skilgreindir sem
kynþroska. Magar voru varðveittir
í 5% formalíni og að tveimur vikum
liðnum hið minnsta voru þeir flutt-
ir í 70% etanól og magainnihald
greint. Magafylli var metin á kvarð-
anum 0 til 3 (0: tómur magi, 1: hálf-
tómur magi, 2: hálffullur magi, 3:
fullur magi). Fæðudýr voru talin
og greind til hópa og/eða tegunda
og voru kvarnir notaðar til aldurs-
greiningar á fiskunum. Niðurstöður
rannsóknarinnar voru greindar með
einþátta og fjölþátta tölfræðiprófum
í forritinu Systat 11.
NIÐURSTÖÐUR
Munur var á útliti milli stofna fisk-
anna (rofgreining, F(168 931) = 8,71,
p < 0,01, 2. mynd). Rofgreiningin
flokkaði 92% fiskanna rétt til stofns
og þeir fiskar sem ekki flokkuðust
rétt flokkuðust í langflestum til-
fellum til stofns á sama svæði
(1. tafla). Þetta endurspeglaðist í
fjölþáttagreiningu þar sem mestur
útlitsmunur kom fram á milli stofna
við sjó og þeirra sem veiddir voru á
hálendi (2. tafla). Munnstaða og
líkamsdýpt fiskanna voru þeir
útlitsþættir sem voru ólíkastir á
milli svæða (3. mynd).
Mýlirfur voru áberandi í fæðu
fiska á öllum svæðum (4. mynd) og
voru mýpúpur stór hluti af fæðu
sumra einstaklinga. Grunnvatns-
marflær fundust í maga nokkurra
fiska. Sérstaka athygli vakti að mar-
flóin Crymostygius thingvallensis
fannst í maga fisks sem veiddur
var í Herðubreiðarlindum, en áður
höfðu aðeins veiðst fjórir einstakl-
ingar marflóarinnar í Þingvalla-
vatni.20 Fæða fiskanna reyndist
einnig ólík eftir svæðum (rofgrein-
ing, F80 436 = 2,44 p < 0,001), en þó
náði greiningin aðeins að flokka
rúman helming fiskanna rétt niður
til stofna (3. tafla). Mestur munur í
fæðu var milli fiska frá Presthólum
og Klappará en mest fjölbreytni í
fæðu var hjá fiskum sem veiðst
höfðu við Presthóla (4. tafla).
Aldursdreifing fiska úr þessum
fimm stofnum var ólík (ANOVA,
F(4,250) = 5,71 p < 0,001). Fiskar í
Klappará voru eldri en í Grafar-
löndum (p < 0,001) og Herðu-
breiðarlindum (p < 0,001). Enginn
munur var á milli stofna þegar
lengd fiska var borin saman ein og
1. tafla. Flokkun samkvæmt rofgreiningu á útliti fiska úr fimm stofnum i'kringum Jökulsá
á fjöllum. - Classification based on discriminant function analysis on the morphology of
small benthic Arctic charr from five populations around Jökulsá á Fjöllum.
Grafarlönd Herðubreiðar- lindir Jökulsár- gljúfur Klappará Presthólar
Grafarlönd 94% 6% 0% 0% 0%
Herðubreiðarlindir 6% 94% 0% 0% 0%
Jökulsárgljúfur 0% 0% 100% 0% 0%
Klappará 0% 0% 0% 92% 8%
Presthólar 0% 2% 2% 12% 84%
2. tafla. F-gildi úr fjölpáttagreiningu á útliti dvergbleikja sem komnar eru úr fimm stofnum i
kringum Jökulsá á Fjöllum. Há F-gildi gefa til kynna mikinn mun milli stofna. - F-values from
multivariate analysis on the moiphology of stnall benthic Arctic cltarr from five populations
around Jökulsá á Fjöllum. High F-values indicate larger difference between populations.
Grafariönd Herðubreiðar- lindir Jökulsár- gljúfur Klappará Presthólar
Grafariönd 0
Herðubreiðarlindir 7,56 0
Jökulsárgljúfur 6,79 7,65 0
Klappará 15,54 15,55 7,29 0
Presthólar 13,12 12,38 4,94 4,87 0
3. tafla. Fiokkun samkvæmt rofgreining eftirfæðuvali áfiskum úrfimm stofitum íkringum
Jökulsá áfjöllum. Prósentur gefa til kynna ihvaða hlutfollum fiskar voru flokkaðir til stofna.
- Classification based on discriminant function analysis on the diet of small benthic Arctic
charr from five populations around Jökulsá á Fjöllum.
Grafarlönd Herðubreiðar- lindir Jökulsár- gljúfur Klappará Presthólar
Grafarlönd 54% 7% 31% 4% 4%
Herðubreiðarlindir 11% 56% 30% 3% 0%
Jökulsárgljúfur 10% 10% 80% 0% 0%
Klappará 27% 6% 20% 47% 0%
Presthólar 14% 24% 14% 3% 45%
4. tafla. F-gildi úr fjölpáttagreiningu áfæðufiska sem komnir eru úrfimm stofnum íkring
um Jökulsá á Fjöllum. Há F-gildi gefa til kynna mikinn mun milli stofna. - F-values from
multivariate analysis on the diet ofsmall benthic Arctic charr from five populations around
Jökulsá á Fjöllum. High F-values indicate larger difference between populations.
Grafariönd
Herðubreiðar-
lindir
Jökulsár-
gljúfur
Klappará Presthólar
Grafarlönd 0
Herðubreiðarlindir 1,38 0
Jökulsárgljúfur 1,10 1,36
Klappará 1,56 2,51
Presthólar 3,93 3,84
0
1,35
3,40
0
5,49
111