Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags FRYSTING svilja Eitt helsta vandamál hlýraeldis er léleg hrogna- og sviljaframleiðsla hjá klakfiski. Eftir söfnun á villtum klak- fiski hrygnir aðeins hluti hrygnanna árlega og hængar framleiða lítið af sviljum sem eru auk þess misjöfn að gæðum. Kynþroski hrygna og svilja- framleiðsla hænga hefur einnig fallið illa saman í tíma og því oft lítið um svil til frjóvgunar. Leið til þess að draga úr þessum vanda er að þróa aðferðir til að safna og frysta svil úr hlýra og eiga til frjóvgunar þegar þörf er á. Þetta er vel þekkt aðferð en þó þarf að aðlaga hana fyrir hverja tegrmd. Undanfarið ár hafa verið gerðar til- raunir með sviljafrystingu úr hlýra (8. og 9. mynd) sem styrktar voru af AVS rannsóknasjóði sjávarútvegsráðu- neytisins. Gerðar voru tilraunir með mismunandi blöndur af frostlegi sem ver frumur gegn tjóni við frystingu (dimetyl sulfoxide-DMSO). Einnig var kannaður mismunandi hraði við frystingu og stærð röra (0,5 og 1,0 ml) en slíkt getur einnig haft áhrif á lifun við þíðingu. Niðurstöður sýna að viðunandi árangur náðist með því að nota 15-20% DMSO í frystingarlög og frysta rör í um 5 cm fjarlægð frá fljót- andi köfnunarefni áður en rörum er komið fyrir í frystigeymslu. Lifun við þessar aðstæður og með notkun 0,5 ml röra til frystingar var metin um 35%. Sama meðhöndlun með 1 ml röri gaf talsvert betri niðurstöðu, eða 60% lifun. Við sviljafrystingu má búast við minnkaðri lifun og hreyfanleika svilja. Sviljafrysting er þó raunhæfur kostur til að auka aðgengi að svilj- um á hrognalosunartíma hrygnanna. Fyrsti kostur mun þó ávallt vera að nota fersk svil til hrognafrjóvgunar ef tiltæk eru. Frysting svilja getur einnig verið mikilvæg tækni til að varðveita erfðaefni, t.d. ef upp koma afföll í klakfiskastofni. Lokaorð Hlýri er sjávarfiskur sem gæti hentað vel til eldis á íslandi þar sem kjörhiti hlýra er að jafnaði undir 10°C. Á liðnum sex árum hafa farið fram tilraunir með hlýraeldi undir merkjum Hlýra ehf í Neskaupstað. Lagt var upp með að byggja upp þekkingu og afla upplýsinga sem nýttust við uppbygginu hlýraeldis hérlendis. Sýnt hefur verið fram á að hlýri hentar afar vel sem eldisdýr. Hann er rólegur og vex mjög vel við lágt hitastig og mikinn þéttleika. Nokkur reynsla er komin á fjölgun hlýra við eldisaðstæður en ljóst að enn eru brýn verkefni tengd hrygn- 9. mynd. Annar greinarhöfundanna, Snorri Gunnarsson, undirhýrfrystingu hlýrasvilja. - One of the authors, Snorri Gunnarsson, preparing the cryopreservation of spotted wolffish sperm. ingu, frjóvgun og geymslu hrogna sem þarfnast úrlausnar. Framtíð hlýraeldis er enn óljós en mun ráðast að hluta af stefnu stjórnvalda varð- andi rannsóknir og áhuga fjárfesta á komandi árum, en auk þess skipta framleiðslukostnaður og afurðaverð að sjálfsögðu miklu máli. Fengist hefur mjög gott verð (>400 kr./kg) fyrir ferskan eldishlýra á markaði og gefur það fyrirheit um að mark- aðsverð geti staðið undir fram- leiðslukostnaði. 8. mynd. Sviljafrysting. Þróun aðferða til frystingar er mikilvægt skref í pví að leysa vandamál te7igd frjóvgun hrogna. Aðgengi að nægjanlegu magni svilja hefur verið takmarkandi þáttur í seiðaframleiðslu. - Cryopreservation ofspotted wolffish sperm has heen performed in order to secure viable milt when needed for fertilization. SUMMARY Spotted wolffish - An ideal candidate for fish farming in Iceland? Spotted wolffish is a promising cold- water aquaculture species exhibiting high growth rates (2-3%/day) at a temperature optimum between 4-10°C. This makes the species suitable for aquaculture in Iceland. During the last six years several feasibility studies have been performed in order to elucidate possible farming opportunities of spotted wolffish. We have focused on an important key question for future farm- ing of the species, i.e. to identify and evaluate the impact of possible differ- ences in farming characteristics in different source populations and to investigate temperature optimum for growth and food conversion for the Icelandic strain. 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.