Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn Eftirmáli Þeim sem vilja kynna sér þessi mál frekar skal sérstaklega bent á nýlega bók bandaríska hellarannsókna- félagsins NSS, Cave Conservation and Restoration.8 Bókin er nær- færin og í henni er fjallað um það sem vitað er um varðveislu hella og lagfæringar skemmda. Hand- bók bresku hellasamtakanna er á margan hátt góð.3 íhugunarvert er að samtökin taka mjög ákveðna afstöðu gegn „leynd". Orðalagið er þannig að ágreiningur virðist að baki. Skilgreining Bretanna er í mótsögn við hugmyndafræði bandarísku hellasamtakanna og ekki fyllilega í samræmi við stefnu evrópskra hellafélaga, a.m.k. ekki þeirra sem höfundi er kunnugt um (Þýskaland,37 Austurríki,5'7 Sviss, Frakkland, Belgía20). Afstaða bresku hellasamtakanna er á viss- an hátt skiljanleg í þéttbýlu landi. Viðhorf þeirra kunna að eiga við þar í landi en þau eiga ekki við í strjálbýlli löndum, þar sem eitt- hvað er af ósnortnum hellum, og alls ekki á íslandi. Kemur þar fyrst og fremst til að nánast er ógerlegt að ráðast í þær varðveisluaðgerðir, lokanir og fleira sem slík sjónarmið krefjast. Ástæðan er mikill fjöldi hella og sú staðreynd að tæknilega og skipulagslega er mjög erfitt að loka þeim. Hér á landi eru lög í þessum efnum ófullnægjandi og því miður skortir almennan skiln- ing. í þessu felst ekki ásökun - við þurfum einfaldlega að bæta okkur. Staðsetningar fjölmargra hraun- hella hafa nú verið gefnar upp í aðgengilegu formi og/eða verið fjallað um þá með þeim hætti að nærri má fara um staðsetningu.25 Allnokkrir þessara hella eru lítt snortnir og viðkvæmir og eiga eftir að skemmast á næstu árum og áratugum ef ekkert verður að gert.2^1'8-10'15'16 Umhverfi okkar íslendinga er býsna sérstakt. Strjálbýlt land, land- fræðilega ótrúlega fjölbreytt, jarð- sögulega ungt, eftirsóknarvert af ferðamönnum og um margt ein- stakt. Margar náttúruminja okkar eru afar viðkvæmar og þola illa átroðning. Við búum við frjálsleg lög og reglur um aðgengi almenn- ings og ferðamanna að eignarlönd- um. Hálendi íslands er öllum opið. Þau lög og reglur sem við búum við eru hvergi nærri eins sjálfsögð og virðast kann við fyrstu sýn. Þau krefjast sterkrar ábyrgðartilfinning- ar einstaklinga, sjálfsögunar og til- litssemi. Höfum við þá eiginleika til að bera í nægilegum mæli? Að mörgu er að hyggja þegar lög, reglur, afmörkun gönguleiða, aðgengistakmarkanir og fleira varðandi viðkvæmt land hérlendis, t.d. hverasvæði, gosminjar og hella,2'3-8'17'22’27 er íhugað. Hvað hell- ana varðar verður að taka mið af frjálsu aðgengi og oftar en ekki auðfinnanlegum hellisopum. Taka verður tillit til þeirra staðreynda að ekki er tæknilega flókið að fara um hellana, að ferðamennska eykst og vaxandi þörf er á nýjungum og hafa í huga þann mikla skaða sem orðið hefur. Við getum ekki leyft okkur að skila þeim hellum sem nýir hafa verið nefndir til sögunn- ar í sama ástandi til komandi kyn- slóða og við fengum þá „gömlu" í hendur. Við verðum að horfast í augu við að skaðinn er alvarlegur og viðvarandi. Markvissra aðgerða er því þörf. Bæta þarf löggjöfina, íhuga þarf hlutverkaskipan og ábyrgð. Skerpa þarf betur á ábyrgðartilfinningu einstaklinga og ferðaþjónustufyrir- tækja gagnvart viðkvæmum nátt- úruminjum. íhuga má viðurlög. Fyrirbyggjandi náttúruvernd ætti að vera leiðarljósið, aðgerðir til að bæta öryggi og aðgengi að koma næst - í þeirri röð en ekki öfugt. SUMMARY A serious and ongoing damage to sensi- tive formations in Icelandic lava caves is discussed. In the introduction the aesthetic value of sensitive formations is stressed. The fact mentioned that every caving trip has an impact. It is proposed that sensitive formations get a similar legal status as archaeological remains. Under the heading; the problem, the fact is discussed that most of the important lava caves, among them Surtshellir, with archaeological remains, have been seriously damaged. The fact that unrestricted public access and the preservation of sensitive formations do not go hand in hand, is discussed. The fact that publication of information concerning the specific location of a sensitive cave may lead to its damage is mentioned. The age of caves, the vulnerability of their inventory and human responsibility is discussed. In the light of the aforementioned, the impact of a recent book, called íslenskir hellar ( ref. 26), is discussed. The author's statement that damage has decreased in later years is rejected and the evidence, i.e. damage to recently found caves is mentioned. The fact, that the author met with the environmental authorities in March 2006, where he proposed that "a few dozen caves be closed before the publication of this book", meaning his very book, is criticized. The author's list of over 500 coordinates of cave entrances, among them some, but not all sensitive caves, is seriously criticized and its negative impact mentioned. The authorities have limited knowledge of caves and are overloaded with other "more important issues". The legal status of caves and their inventory is to some extent insufficient in Iceland and must be improved. Because of the aforementioned, because the infrastructure is lacking and for several others reasons the environmental authorities are not in a position to take the necessary initiative on their own. I.e. point out the important caves or take the necessary preventive actions, i.e. gating, marking off formations, access restriction, etc. There is little interest in cave conservation within the Icelandic Speleological Society and in the community. The ISS, that has hardly been functioning in later years. Neither the author of the aforementioned book, or the ISS have come forward with any proposals about which caves should be preserved or which action should be taken. The importance of modesty, respect and humbleness towards the often 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.