Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 1. rammi Hiti, selta, lagskipting, strandstraumur og blöndun Eðlismassi sjávar er mikilvægur eiginleiki sem breytist með hita og seltu. Af breytingum á eðlismassa með dýpi og í lárétta stefnu má sjá hvemig blöndun er háttað og leggja mat á strauma sem eðlismassafallandinn drífur áfram. Úthafssjór hefur seltu um 35 (selta sjávar er einingalaus stærð en S=35 samsvarar rúmlega 35 g/kg) og seltan lækkar við íblöndun fersks vatns. Eðlismassi fersks vatns hefur hámarksgildi við 4°C en þegar selta fersvatns- blandaðs sjávar er hærri en 24,7 eykst eðlismassinn við kælingu alveg niður að frostmarki og eðlismassinn vex ætíð með aukinni seltu. Þegar ferskvatn fellur til sjávar og blandast honum, verður eðlismassi blöndunnar því minni en sjávarins og segja má að blandan fljóti ofan á sjónum. Þannig verður til eðlismassafallandi bæði með dýpi (3. mynd) og langan veg í lárétta átt út frá árósnum. Þessi eðlismassadreifing kemur lágseltulaginu á hreyfingu, það myndast straumur. Þá kemur til sögunnar annar kraftur, jarðsvigskrafturinn sem sveigir straumstefnuna 90° til hægri á norðurhveli jarðar.4 Þannig verður til strandstraumur sem almennt fylgir strandlögun en aðrir kraftar, svo sem vegna sjávarfalla og vinda, hafa einnig mikil áhrif á strandstrauminn. Dæmi um strauma frá ósasvæðum má glöggt sjá á 1. og 2. mynd. Þegar ferskvatn, sem bæði ber grugg og efni í upplausn, blandast fullsöltum sjó segir seltan til um hlutfallslegt magn ferskvatns í blöndunni. Ef hvorki verður uppleysing á föstu efni í grugginu né útfelling breytist styrkur efnisins í upplausn línulega í samræmi við seltuna (4. mynd). Ef dæmi er tekið af uppleystum kfsil, sem er 250 iumol/1 í ferskvatni og 10 iumol/1 í sjó með seltu 35, þá lýsir svarti ferillinn á myndinni því þegar blöndunin ein ræður styrk. Væri kísill ennfremur að berast í upplausn, t.d. úr gruggögnum, yrðu styrkbreytingar með seltu ekki línulegar heldur væri styrkurinn á uppleystum kísil á svæði rauða ferilsins. Ef kísill væri á hinn bóginn að hverfa úr upplausn, t.d. vegna þess að kísilþörungar væru að vaxa, binda uppleystan kísil og mynda kísilskel, þá kæmu styrkbreytingar með seltu fram á svæði græna ferilsins. 3. mynd. Breytingar eðlis- og efnaþdtta með dýpi í Axarfirði 13. júni 1994, eftir að hvassviðri hafði blandað efstu 20 metrana. Þarna var sterk lagskipting. Bæði selta og hiti hafa dhrifá eðlismassann; vægi hvors þáttar á myndun lagskiptingar má meta með mælingum á seltu og hita. Styrkur næringarefnanna m'trats og kísils er mjög lágur f yfirborðslaginu en eins og um vetur niðri á 100 m dýpi. - Variations in physico- chemical properties ivith depth in Axarfjörður 13 June 1994 after a gale had mixed the 20 m deep surface layer. A strong stratification is evident. Both salinity and tempera- ture influence the density and the density changes can be evaluated from temperature and salinity data. The nitrate and silicate concentrations are very low at the surface but as in winter at 100 m depth. 4. mynd. Dæmi um breytingar á styrk uppleysts kísils þegar árvatn blandast við fidlsaltan sjó. - Examples of changes in dissolved silicate concentrations upon mixing of river watcr with sea water. 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.