Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 40
Náttúrufræðingu rinn
Þann 3. júlí árið 2007 gekk ég upp
á Hólm ásamt Sigrúnu Sigurðar-
dóttur. Fórum við um allt fjallið að
ofan, enda er það ekki víðáttumikið,
aflangt en fremur mjótt að ofan.
Uppi á fjallinu voru tvenns konar
flagkennd gróðursamfélög þeirrar
gerðar sem fjallkrækillinn sækir í,
og leituðum við nokkuð ítarlega í
þeim. Við fundum hins vegar ekki
fjallkrækil og eru því sterkar líkur á
að hann sé horfinn af þessu svæði.
Sýni sem Steindór safnaði eru varð-
veitt í plöntusafni Náttúrufræði-
stofnunar á Akureyri og eru það
stórar og þroskalegar, nokkuð þúfu-
myndandi plöntur.
Aðrir íslenskir
FUNDARSTAÐIR
Auk þeirra staða sem hér hefur
verið fjallað sérstaklega um eru
til heimildir um fjallkrækil á all-
mörgum öðrum stöðum, og sýnir
útbreiðslukortið sem hér fylgir
dreifingu krækilsins um landið (5.
mynd). Við utanverðan Fnjóskadal
er hann auk ofannefndra staða
einnig fundinn uppi á Skessuhrygg
við Höfðahverfi, á Fornastaðafjalli
og við Gönguskarð milli Fnjóskadals
og Köldukinnar. Stakur fundar-
staður er á Búrfelli á Tjörnesi1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 og
síðan eru nokkrir fundarstaðir milli
Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, nánar
tiltekið á Sandfelli,14 uppi á Múlum
við Öxarfjarðarheiði og á Bungu.12 *
Tveir fundarstaðir eru á Langanesi,
á Naustum og Gunnólfsvíkurfjalli,
og tveir sinn hvorum megin við
Vopnafjörð á Syðri-Hágangi og
Egilsstaðafjalli. Norski grasafræð-
ingurinn Johannes Lid safnaði
fjallkrækli á Skjöldólfsstaðahnjúk
við Jökuldal og á Hrafnabjörgum
við Fossvelli í Jökulsárhlíð, og eru
þau eintök í grasasafninu í Osló.
Á Austurlandi teygir hann sig inn
undir Vatnajökul, en Hjörleifur
Guttormsson hefur safnað fjall-
krækli bæði á Sturluflöt í Fljótsdal
og á Kverkfelli við Eyjabakkajökul.
Eru þá upptaldir allir fundarstað-
ir hans á Norðaustursvæðinu.
Áður var getið um fundarstaði á
Grímstungu- og Auðkúluheiðum.
Helgi Jónasson fann fjallkrækil
á nokkrum stöðum í Strandasýslu,
á Árnesfjalli 1954 og á Dröngum
1955,15 og á Kaldbak við Kaldbaks-
vík 1961. Að lokum safnaði Steindór
Steindórsson fjallkrækli á Kaldbak
á Síðumannaafrétti 1964. Sýni þau
sem til eru frá þessum stöðum eru
sérlega vel þroskuð og þúfumynd-
andi eins og einkennandi er fyrir
tegundina.
Hvarvetna á þeim stöðum þar
sem heimildir fylgja um umhverfi
krækilsins virðist hann vaxa á
rökum melum eða flagmóum uppi
á fjallsflötunum, utan í efstu brún-
um eða uppi á hæðarbungum.
Eins og áður segir er hann alls
ekki alltaf mjög hátt yfir sjó, eða
frá um 300 m á Kinnarfelli og 440
m á Hólmi í Hítardal, upp í 800 m
á Austurfjalli og um 900 m á
Bungu austan Hólsfjalla.
Heimsútbreiðsla
FJALLKRÆKILS
Fjallkrækill finnst utan íslands
einkum á tveim fjallasvæðum í
Skandinavíu og eru það austurmörk
útbreiðslusvæðisins. Einnig hefur
hann fundist á Svalbarða og Jan
May en, á nokkru svæðiávesturströnd
Grænlands en aðeins á einum stað á
austurströndinni. Að lokum er hann
þekktur í norðausturhluta Kanada,
einkum á Baffinslandi, en einnig á
Southampton- og Viktoríueyju. Alls
staðar er hann talinn sjaldgæfur og
í Skandinavíu er hann á válista í
efsta flokld, þ.e. meðal tegunda í
bráðri hættu (CR). Hér á íslandi er
hann einnig á válista, var í Válista
1 1996 metinn í flokk LR (í nokkurri
hættu).16 Við endurskoðun válistans
2007 færðist hann upp í flokk VU (í
yfirvofandi hættu) vegna vísbend-
inga sem komið höfðu fram um að
útbreiðsla hans á landinu væri að
dragast saman, eins og fjallað hefur
verið um hér í greininni.
HEIMILDIR
1. Pauli, H., Gottfried, Mv Reiter, K., Klettner, C. & Grabherr, G. 2006.
Signals of range expansions and contractions of vascular plants in the
high Alps: Observations (1994-2004) at the GLORIA master site
Schankogel, Tyrol, Austria. Global Change Biology 13 (1). 147-156.
2. Hörður Kristinsson, Eva G. Þorvaldsdóttir & Björgvin Steindórsson
2007. Vöktun válistaplantna. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 50. 86 bls.
3. Steindór Steindórsson 1961. Ný burknategund. Náttúrufræðingurinn
31. 39-40.
4. Ingimar Óskarsson 1934. Óbirt handrit um gróður í Fnjóskadal, 22 bls.
5. Eyþór Einarsson 1968. Burstajafninn í Breiðdal. Náttúrufræðingurinn
36.183-195.
6. Ingimar Óskarsson 1949. Nýjungar úr gróðurríki íslands. Náttúru-
fræðingurinn 19. 185-188.
7. Ingólfur Davíðsson 1%7. The immigration and naturalization of flowering
plants in Iceland since 1900. Greinar Vísindafélags íslendinga IV (3). 1-35.
8. Ingimar Óskarsson 1933. Nýjungar úr gróðurríki íslands III. Skýrsla um Hið
íslenzka náttúrufræðisfélag fyrir árin 1931 og 1932.39-44.
9. Ingimar Óskarsson 1943. Gróðurrannsóknir - þrjátíu ára yfirlit.
Náttúrufræðingurinn 13.137-152.
10. Hörður Kristinsson & Helgi Hallgrímsson 1977. Náttúruverndarkönnun á
virkjunarsvæði Blöndu. Orkustofnun, raforkudeild, OS-ROD 7713.140 bls.
11. Ingimar Óskarsson 1929. Nýjungar úr gróðurríki íslands, II. Skýrsla
Hins íslenzka náttúrufræðisfélags fyrir félagsárin 1927-1928. 38-48.
12. Hjörleifur Guttormsson 1969. Flórurannsóknir á Austurlandi. Náttúru-
fræðingurinn 39.156-179.
13. Steindór Steindórsson 1956. Flórunýjungar 1955. Náttúrufræðingurinn
26. 26-31.
14. Ingimar Óskarsson 1946. Gróður í öxarfirði og Núpasveit. Náttúru-
fræðingurinn 16.121-131.
15. Helgi Jónasson 1964. Frá Vestfjörðum. Flóra 2. 83-94.
16. Válisti I. Plöntur. Náttúrufræðistofnun íslands, Reykjavík 1996. 82 bls.
UM HÖFUNDINN
Hörður Kristinsson (f. 1937) lauk dr.rer.nat.-prófi í grasa-
fræði frá háskólanum í Göttingen í Þýskalandi 1966.
Hann starfaði við Duke-háskóla í Bandaríkjunum
1967-1970, var sérfræðingur við Náttúrugripasafnið á
Akureyri 1970-1977, prófessor í grasafræði við Háskóla
íslands 1977-1987, forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar
Norðurlands, síðar Akureyrarseturs Náttúrufræði-
stofnunar íslands, 1987-1999 og sérfræðingur við sömu
stofnun til 2007 er hann fór á eftirlaun.
PÓST OG NETFANG HÖFUNDAR
Hörður Kristinsson
Amarhóli
Eyjafjarðarsveit
IS-601 Akureyri.
hkris@nett.is
120