Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 40
Náttúrufræðingu rinn Þann 3. júlí árið 2007 gekk ég upp á Hólm ásamt Sigrúnu Sigurðar- dóttur. Fórum við um allt fjallið að ofan, enda er það ekki víðáttumikið, aflangt en fremur mjótt að ofan. Uppi á fjallinu voru tvenns konar flagkennd gróðursamfélög þeirrar gerðar sem fjallkrækillinn sækir í, og leituðum við nokkuð ítarlega í þeim. Við fundum hins vegar ekki fjallkrækil og eru því sterkar líkur á að hann sé horfinn af þessu svæði. Sýni sem Steindór safnaði eru varð- veitt í plöntusafni Náttúrufræði- stofnunar á Akureyri og eru það stórar og þroskalegar, nokkuð þúfu- myndandi plöntur. Aðrir íslenskir FUNDARSTAÐIR Auk þeirra staða sem hér hefur verið fjallað sérstaklega um eru til heimildir um fjallkrækil á all- mörgum öðrum stöðum, og sýnir útbreiðslukortið sem hér fylgir dreifingu krækilsins um landið (5. mynd). Við utanverðan Fnjóskadal er hann auk ofannefndra staða einnig fundinn uppi á Skessuhrygg við Höfðahverfi, á Fornastaðafjalli og við Gönguskarð milli Fnjóskadals og Köldukinnar. Stakur fundar- staður er á Búrfelli á Tjörnesi1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 og síðan eru nokkrir fundarstaðir milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, nánar tiltekið á Sandfelli,14 uppi á Múlum við Öxarfjarðarheiði og á Bungu.12 * Tveir fundarstaðir eru á Langanesi, á Naustum og Gunnólfsvíkurfjalli, og tveir sinn hvorum megin við Vopnafjörð á Syðri-Hágangi og Egilsstaðafjalli. Norski grasafræð- ingurinn Johannes Lid safnaði fjallkrækli á Skjöldólfsstaðahnjúk við Jökuldal og á Hrafnabjörgum við Fossvelli í Jökulsárhlíð, og eru þau eintök í grasasafninu í Osló. Á Austurlandi teygir hann sig inn undir Vatnajökul, en Hjörleifur Guttormsson hefur safnað fjall- krækli bæði á Sturluflöt í Fljótsdal og á Kverkfelli við Eyjabakkajökul. Eru þá upptaldir allir fundarstað- ir hans á Norðaustursvæðinu. Áður var getið um fundarstaði á Grímstungu- og Auðkúluheiðum. Helgi Jónasson fann fjallkrækil á nokkrum stöðum í Strandasýslu, á Árnesfjalli 1954 og á Dröngum 1955,15 og á Kaldbak við Kaldbaks- vík 1961. Að lokum safnaði Steindór Steindórsson fjallkrækli á Kaldbak á Síðumannaafrétti 1964. Sýni þau sem til eru frá þessum stöðum eru sérlega vel þroskuð og þúfumynd- andi eins og einkennandi er fyrir tegundina. Hvarvetna á þeim stöðum þar sem heimildir fylgja um umhverfi krækilsins virðist hann vaxa á rökum melum eða flagmóum uppi á fjallsflötunum, utan í efstu brún- um eða uppi á hæðarbungum. Eins og áður segir er hann alls ekki alltaf mjög hátt yfir sjó, eða frá um 300 m á Kinnarfelli og 440 m á Hólmi í Hítardal, upp í 800 m á Austurfjalli og um 900 m á Bungu austan Hólsfjalla. Heimsútbreiðsla FJALLKRÆKILS Fjallkrækill finnst utan íslands einkum á tveim fjallasvæðum í Skandinavíu og eru það austurmörk útbreiðslusvæðisins. Einnig hefur hann fundist á Svalbarða og Jan May en, á nokkru svæðiávesturströnd Grænlands en aðeins á einum stað á austurströndinni. Að lokum er hann þekktur í norðausturhluta Kanada, einkum á Baffinslandi, en einnig á Southampton- og Viktoríueyju. Alls staðar er hann talinn sjaldgæfur og í Skandinavíu er hann á válista í efsta flokld, þ.e. meðal tegunda í bráðri hættu (CR). Hér á íslandi er hann einnig á válista, var í Válista 1 1996 metinn í flokk LR (í nokkurri hættu).16 Við endurskoðun válistans 2007 færðist hann upp í flokk VU (í yfirvofandi hættu) vegna vísbend- inga sem komið höfðu fram um að útbreiðsla hans á landinu væri að dragast saman, eins og fjallað hefur verið um hér í greininni. HEIMILDIR 1. Pauli, H., Gottfried, Mv Reiter, K., Klettner, C. & Grabherr, G. 2006. Signals of range expansions and contractions of vascular plants in the high Alps: Observations (1994-2004) at the GLORIA master site Schankogel, Tyrol, Austria. Global Change Biology 13 (1). 147-156. 2. Hörður Kristinsson, Eva G. Þorvaldsdóttir & Björgvin Steindórsson 2007. Vöktun válistaplantna. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 50. 86 bls. 3. Steindór Steindórsson 1961. Ný burknategund. Náttúrufræðingurinn 31. 39-40. 4. Ingimar Óskarsson 1934. Óbirt handrit um gróður í Fnjóskadal, 22 bls. 5. Eyþór Einarsson 1968. Burstajafninn í Breiðdal. Náttúrufræðingurinn 36.183-195. 6. Ingimar Óskarsson 1949. Nýjungar úr gróðurríki íslands. Náttúru- fræðingurinn 19. 185-188. 7. Ingólfur Davíðsson 1%7. The immigration and naturalization of flowering plants in Iceland since 1900. Greinar Vísindafélags íslendinga IV (3). 1-35. 8. Ingimar Óskarsson 1933. Nýjungar úr gróðurríki íslands III. Skýrsla um Hið íslenzka náttúrufræðisfélag fyrir árin 1931 og 1932.39-44. 9. Ingimar Óskarsson 1943. Gróðurrannsóknir - þrjátíu ára yfirlit. Náttúrufræðingurinn 13.137-152. 10. Hörður Kristinsson & Helgi Hallgrímsson 1977. Náttúruverndarkönnun á virkjunarsvæði Blöndu. Orkustofnun, raforkudeild, OS-ROD 7713.140 bls. 11. Ingimar Óskarsson 1929. Nýjungar úr gróðurríki íslands, II. Skýrsla Hins íslenzka náttúrufræðisfélags fyrir félagsárin 1927-1928. 38-48. 12. Hjörleifur Guttormsson 1969. Flórurannsóknir á Austurlandi. Náttúru- fræðingurinn 39.156-179. 13. Steindór Steindórsson 1956. Flórunýjungar 1955. Náttúrufræðingurinn 26. 26-31. 14. Ingimar Óskarsson 1946. Gróður í öxarfirði og Núpasveit. Náttúru- fræðingurinn 16.121-131. 15. Helgi Jónasson 1964. Frá Vestfjörðum. Flóra 2. 83-94. 16. Válisti I. Plöntur. Náttúrufræðistofnun íslands, Reykjavík 1996. 82 bls. UM HÖFUNDINN Hörður Kristinsson (f. 1937) lauk dr.rer.nat.-prófi í grasa- fræði frá háskólanum í Göttingen í Þýskalandi 1966. Hann starfaði við Duke-háskóla í Bandaríkjunum 1967-1970, var sérfræðingur við Náttúrugripasafnið á Akureyri 1970-1977, prófessor í grasafræði við Háskóla íslands 1977-1987, forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar Norðurlands, síðar Akureyrarseturs Náttúrufræði- stofnunar íslands, 1987-1999 og sérfræðingur við sömu stofnun til 2007 er hann fór á eftirlaun. PÓST OG NETFANG HÖFUNDAR Hörður Kristinsson Amarhóli Eyjafjarðarsveit IS-601 Akureyri. hkris@nett.is 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.