Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 20
Náttúrufræðingurinn Krísuvíkursniðinu á aðeins 4-6 dögum, en ef straumhvirflar mynd- ast eða vindar tefja vesturrennslið tekur flæðið vissulega lengri tíma. Strandstraumsflæðið er „í skjóli" fyrir norðanvindum á Krísuvíkur- sniðinu en þegar flæðið nálgast Reykjanestá aukast áhrif norðan- vinda og einnig botnlögunar, sem hefur líka áhrif á aðra strauma svo sem sjávarfallastrauma. Af þessu hlýst aukin blöndun og vegna vinda kann strandsjórinn að dreifast og blandast mjög mikið, jafnvel berast um skeið suður með Reykjanes- hryggnum austanverðum. Vestan Reykjaness herðist tak norðanvinda á flæðinu, eins og Faxaflóarann- sóknirnar 1966-67 sýndu.2 Sjór við Norðausturland Svipuð ferli eiga sér stað víðar við landið þar sem stórfljót ná til sjávar. Á tímabilinu mars-júní 1994 voru fjórir leiðangrar farnir til rannsókna á Skjálfanda og Axar- firði. Þetta verk var unnið fyrir Orkustofnun - Landsvirkjun til að kanna a) útbreiðslu ferskvatns sem 100 Ferskvatnsþykkt, m B-8/94 26.-27. maí 1994 7. mynd. Ferskvatnsdreifing í þremur leið- öngruin (SO-3, B-8 og SO-4) um Skjálfanda og Axarfjörð vorið 1994, reiknuð d grund- velli seltumælinga frá yfirborði til botns og sett fram sem þykkt hreins ferskvatnslags. - Freshwater distribution observed in three cruises (SO-3, B-8, and SO-4) in Skjálfandi and Axarfjórður in the spring of 1994, calculated from salinity depth profiles and expressed as the thickness of a freshwater layer. rekja mætti til vatnsfalla sem renna til Skjálfandaflóa og Axarfjarðar, b) áhrif ferskvatns á stöðugleika yfirborðssjávar og næringarefnabú- skap og c) áhrif ferskvatns á vor- komu í svifi og dreifingu dýrasvifs og fiskeggja.7'8 Á útmánuðum er sjórinn á land- grunninu fyrir Norðurlandi kaldur og oft einsleitur frá yfirborði og niður á talsvert dýpi. Seltan fer einkum eftir hlutdeild sjávar sem kominn er norðan úr höfum annars vegar og hins vegar hlutdeild hlý- sjávar sem streymir norður vestan íslands og inn á norðurmið. Megin- stefna strauma á landgrunninu fyrir norðan er til austurs og þegar hlý- sjór berst þar austur á bóginn fer hann um 5,5-7,5 km/dag.1 Næst landi lækkar seltan vegna fersk- vatns sem fellur til sjávar af landi og strandsjórinn berst sömuleiðis austur á bóginn. Ástand sjávar á Skjálfanda og Axarfirði tekur því breytingum vegna aðstreymis sjáv- ar inn á svæðið vestan að og vegna streymis út af svæðinu austur fyrir Melrakkasléttu. Jafnframt breytast eiginleikar sjávar þar vegna ferla innan svæðisins, svo sem upphit- unar við hækkandi sól, ferskvatns- rennslis af landi (3. mynd), upp- gufunar og úrkomu, og ennfremur vegna blöndunar af völdum vinda og strauma. Ferskvatnsmagn á Skjálfanda og Axarfirði var metið af seltumæling- um og reyndist mjög breytilegt (7. mynd).7 Á rannsóknatímanum tók rennsli af landi, þar með talið frá Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum, miklum breytingum eftir vorleys- ingar. Vindar voru einnig með ýmsum hætti og niðurstöður athug- ana bentu til þess að bæði rennsli af landi og vindar á hverjum tíma ráði ferskvatnsmagni í Skjálfanda og Axarfirði. Viðstöðutími ferskvatns á hafsvæðinu var áætlaður 12-25 dagar.7 Annað sem kom fram í rannsókn- inni á Skjálfanda og Axarfirði varðar lagskiptingu sjávar, þ.e. hvort vegi þyngra á vorin til lækkunar eðlis- massa yfirborðslagsins upphitun vegna inngeislunar sólar eða seltu- lækkun vegna ferskvatns (1. rammi). Mat á þessum þáttum í Skjálfanda og Axarfirði sýndi að eðlismassa- breytingar vegna áhrifa blöndunar ferskvatns voru í heild margfalt meiri, þ.e. tvisvar til fimm sinnum meiri, en eðlismassabreytingar vegna upphitunar.7 í raun á sér stað samþætt þróun þar sem ferskvatn eykur lagskiptingu sem dregur úr lóðréttri blöndun. Vaxandi varma- orka sjávar við hækkandi sól, hækkar hitastig meira í ferskvatns- blönduðum sjó en fjær landi þar sem orkuskipti milli lofts og sjávar ná dýpra vegna veikrar lagskipt- ingar og upphitun á flatareiningu dreifist á meira rúmmál. Ferskvatnsmagn í sjónum hér við land og dreifing þess með dýpi er ráðandi um það hvernig háttað er lagskiptingu sem aftur ræður miklu um það hve snemma vors þörunga- blómi kviknar (2. rammi). Á hinn bóginn dregur sterk lagskipting mjög úr lóðréttri blöndun og þar með flæði næringarefna upp í yfir- borðslagið, en vikið verður að því síðar. A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.