Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 16
Náttúrufræðingurinn
eru nú á dögum viðfangsefni í
alþjóðlegri rannsóknasamvinnu, t.d.
verkefninu Land-Ocean Interactions
in the Coastal Zone (LOICZ),
http: / / www.loicz.org/.
Sömu grunnferli eiga sér almennt
stað á strandsvæðum, en hnatt-
staða og umhverfisaðstæður hafa
einnig áhrif á það hvernig vistkerfi
þróast. Þegar straumvötn falla til
sjávar og blandast söltum sjó hefj-
ast ferli sem geta haft mótandi áhrif
og lagt grunninn að frjósömum
vistkerfum við strendur og innan-
verð landgrunn. Þessi grunnferli ná
langt út fyrir svæðið næst árósnum
og þau felast í blöndun og áhrifum
ferskvatns á eðliseiginleika og í
þýðingu efna sem berast með fljót-
um fyrir lífríkið. Sjór blandaður
ferskvatni af landi er nefndur
strandsjór og einkenni hans er lægri
selta en gerist í sjónum utar á land-
grunninu. Strandsjórinn er tíðum
glöggt aðskilinn fullsöltum sjó og
getur litur sjávar borið því vitni
sem og mælingar á seltu (1. og 2.
mynd). Við ísland berst strandsjór
með strandstraumi réttsælis um
landið. Mest ber á strandsjónum
næst landi á sumrin innan 100
metra dýptarmarka. Einkum á
tveimur svæðum, vestur af Bjarg-
töngum og úti fyrir sunnanverð-
um Austfjörðum, flæða yfirborðs-
straumar á landgrunninu út frá
landi.2 Með því fyrrnefnda berst
sum ár talsvert af fisklirfum frá
hrygningarsvæðum við Suðvestur-
land yfir á landgrunn Austur-
Grænlands.
Hér verður leitast við að lýsa
undirstöðum strandsjávarvistkerfis
við ísland og skýra með dæmum úr
rannsóknum, einkum að vorlagi.
Hugað verður að þremur þáttum:
1. Eðliseiginleikum ferskvatnsbland-
aðs sjávar, strandstraumnum og
aðstæðum við strendur sem leiða
til blöndunar, svo sem dýpi,
sjávarföllum, straumum, veðri og
vindum.
2. Efnum sem eru í gruggi eða
uppleyst í ferskvatnsblönduðum
sjó. Sum eru næringarefni og
nauðsynleg frumframleiðni svif-
þörunga sem er grunnur að
fæðuvef eða fæðukeðju vist-
kerfisins.
3. Árstíðabundnum breytingum í
lífríkinu og áhrifum rennslis af
landi á þær.
2. mynd. Vetur á Norðaustur- og Austurlandi, 16. apríl 2008. Gruggugur jökuldrjramburður er áberandi á Héraðsflóa en vart greinanlegur
á Skjálfanda og Axarfirði. Myndin er frá Terra gervihnattarnemanum og birt með heimild "MODIS Rapid Response Project at NASA/
GSFC". - Winter in Northeast and East Iceland 16 April 2008. Glacial river silt clearly visible in Héraðsflói in the east but scarcely detect-
able in the northern fjords Skjálfandi and Axarfjórður. Image courtesy ofMODlS Rapid Response Project at NASA/GSFC.
96