Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 16
Náttúrufræðingurinn eru nú á dögum viðfangsefni í alþjóðlegri rannsóknasamvinnu, t.d. verkefninu Land-Ocean Interactions in the Coastal Zone (LOICZ), http: / / www.loicz.org/. Sömu grunnferli eiga sér almennt stað á strandsvæðum, en hnatt- staða og umhverfisaðstæður hafa einnig áhrif á það hvernig vistkerfi þróast. Þegar straumvötn falla til sjávar og blandast söltum sjó hefj- ast ferli sem geta haft mótandi áhrif og lagt grunninn að frjósömum vistkerfum við strendur og innan- verð landgrunn. Þessi grunnferli ná langt út fyrir svæðið næst árósnum og þau felast í blöndun og áhrifum ferskvatns á eðliseiginleika og í þýðingu efna sem berast með fljót- um fyrir lífríkið. Sjór blandaður ferskvatni af landi er nefndur strandsjór og einkenni hans er lægri selta en gerist í sjónum utar á land- grunninu. Strandsjórinn er tíðum glöggt aðskilinn fullsöltum sjó og getur litur sjávar borið því vitni sem og mælingar á seltu (1. og 2. mynd). Við ísland berst strandsjór með strandstraumi réttsælis um landið. Mest ber á strandsjónum næst landi á sumrin innan 100 metra dýptarmarka. Einkum á tveimur svæðum, vestur af Bjarg- töngum og úti fyrir sunnanverð- um Austfjörðum, flæða yfirborðs- straumar á landgrunninu út frá landi.2 Með því fyrrnefnda berst sum ár talsvert af fisklirfum frá hrygningarsvæðum við Suðvestur- land yfir á landgrunn Austur- Grænlands. Hér verður leitast við að lýsa undirstöðum strandsjávarvistkerfis við ísland og skýra með dæmum úr rannsóknum, einkum að vorlagi. Hugað verður að þremur þáttum: 1. Eðliseiginleikum ferskvatnsbland- aðs sjávar, strandstraumnum og aðstæðum við strendur sem leiða til blöndunar, svo sem dýpi, sjávarföllum, straumum, veðri og vindum. 2. Efnum sem eru í gruggi eða uppleyst í ferskvatnsblönduðum sjó. Sum eru næringarefni og nauðsynleg frumframleiðni svif- þörunga sem er grunnur að fæðuvef eða fæðukeðju vist- kerfisins. 3. Árstíðabundnum breytingum í lífríkinu og áhrifum rennslis af landi á þær. 2. mynd. Vetur á Norðaustur- og Austurlandi, 16. apríl 2008. Gruggugur jökuldrjramburður er áberandi á Héraðsflóa en vart greinanlegur á Skjálfanda og Axarfirði. Myndin er frá Terra gervihnattarnemanum og birt með heimild "MODIS Rapid Response Project at NASA/ GSFC". - Winter in Northeast and East Iceland 16 April 2008. Glacial river silt clearly visible in Héraðsflói in the east but scarcely detect- able in the northern fjords Skjálfandi and Axarfjórður. Image courtesy ofMODlS Rapid Response Project at NASA/GSFC. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.