Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 10
Náttúrufræðingurinn 9. mynd. Þróun vindcíttar, vindhraða og mesta vindhraða dagana 30. mars til 1. apríl 2006 í Fíflholtum. Gögn frá Veðurstofu íslands. - Wind speed and direction during thefires, as measured at Fíflholt. V A til suðurs í átt að Ánastöðum (1. mynd). Þegar þar hafði tekist að hefta útbreiðslu eldsins var farið í að stöðva elda til vesturs við veginn á milli Stóra-Kálfalækjar og Einholta. Þar tókst að hefta útbreiðslu þeirra um miðnættið. Það auðveldaði mjög aðgerðir að vind lægði er leið á kvöldið (9. mynd) og töldu menn sig þá hafa náð tökum á eldunum. 1. apríl Áfram logaði nokkur eldur yfir nóttina í landi Stóra-Kálfalækjar og var hann ekki slökktur fyrr en eftir hádegi. Víðar á svæðinu log- aði einnig í smáglæðum um nótt- ina og fram á morgun. Þá tók vind að herða að nýju og var vindhraði kominn yfir 10 m á sekúndu um kl. 10 og færðist hann í aukana fram yfir hádegi. Á þessum tíma sveigðist vindur einnig úr norð- austri til norðnorðausturs (9. mynd). Klukkan 14 var tilkynnt úr flug- vél yfir svæðinu að eldur logaði glatt við austurjaðar brunasvæðis- ins norðan Grænumýrarvatns. Þar höfðu eldarnir tekið sig upp og hófst þá baráttan að nýju þar til komist var fyrir þá um kl. 17. í þessari hrinu brann tunga til austurs og suðurs niður með Grænumýrarvatni, alls 3,4 km2 (8. mynd D). Þótt logað hafi áfram í glæðum á brunasvæðinu og reyk lagt frá því hér og hvar má segja að björninn hafi verið unninn að áliðnum degi 1. apríl. Mönnum var þó ekki rótt fyrr en úrkoma féll á svæðinu og bleytti í gróðri þann 3. apríl (7. mynd). Mýraeldar geisuðu í tæpa þrjá sólarhringa og fóru yfir land á 18 jörðum. í heild brann 67 km2 land- svæði en af því var um 61 km2 flóar og mýrar.2 Alls munu um 200 manns hafa komið að slökkvistarfinu og eru þetta langmestu aðgerðir sem nokkurn tíma hafa farið fram hér á landi í baráttu við sinuelda. Með þeim tókst að hindra útbreiðslu eld- anna og koma í veg fyrir að þeir bærust í bæjar- og útihús og færu yfir stærra svæði. Aðeins lítilsháttar skemmdir urðu á girðingum í eld- unum en slys urðu engin, hvorki á fólki né búpeningi.1 Útbreiðsluhraði eldanna Vegalengdin frá upptökum við Bretavatn til sjávar er 14,2 km og fór eldurinn hana á um fjórum og hálf- um tíma. Meðalhraði eldtungunnar sem sótti fram hefur samkvæmt þessu verið um 3,2 km á klst. Meðalvindhraði sem mældist að Fíflholtum kl. 8-13 var 11,1 m á sek. eða 40 km á klst. Útbreiðsluhraði eldsins undan vindi hefur því verið um 8% af vindhraða. Vindstefna á þessum sama tíma mældist 42,3 gráður, þ.e. vindur blés því sem næst af norðaustri. í samantekt um skógarelda í Kanada kemur fram að útbreiðsluhraði flestra skógarelda sé innan við 0,5 km á klst. en að dæmi séu um að eldar breiðist út með meira en 6 km hraða á klukku- stund.18 Á skóglausu landi getur útbreiðsluhraði sinuelda hins vegar orðið margfalt meiri, en hann ræðst einkum af vindi, hita og rakastigi lofts, magni og eldfimi gróðurs og landslagi. Gildi gervitunglagagna Þau fjarkönnunargögn sem hér eru notuð til að leggja mat á fram- vindu og ákafa Mýraelda eru frá tveimur gervitunglum á vegum Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Aqua og Terra, sem eru hluti af Earth Observing System (EOS).12'27 Terra var skotið á loft í desember 1999 og Aqua í maí 2002. Þau sveima í um 705 km hæð yfir 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.