Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 32
Náttúrufræðingurinn
Herðubreiðarlindir Grafarlönd
náð við ~ 4+ ára), en fiskar frá
Klappará urðu kynþroska tiltölu-
lega snemma (50% marki náð við
tæplega 3+ ára) (7. mynd). Hlutfall
hænga og hrygna var nokkuð jafnt
milli stofna, en þó höfðu hálendis-
stofnarnir heldur hærra hlutfall
hænga, eða nær 60% (8. mynd).
Presthólar
Klappará
Jökulsargljúfur
□ Mýlirfur
□ Áttfætlumaurar
□ Vatnaflær
□ Krabbaflær
□ Púpur og flugur
□ANNAÐ
4. mynd. Meðalhlutfall algengustu fæðuhópa úr fimm dvergbleikjustofiíum í kringum
Jökulsd á Fjöllum. -Average proportions ofthe most commonfood groupfrom the five small
benthic Arctic charr populations around Jökulsá á Fjöllum.
sér (p > 0,05), en að teknu tilliti til
áhrifa aldurs (e. covariant) voru fisk-
arnir í hálendisstofnunum lengri
(F(i,253) = 196,8 p < 0,001) (5. mynd).
Kynþroskastig fiska var mismun-
andi milli svæða (F(4 259) = 3,85 7
p < 0,01, 6. mynd) og var meðal-
kynþroskastig fiska á Presthólum
hærra en í Herðubreiðarlindum
(p < 0,05) og Klappará (p < 0,01).
Greinilegur munur var á milli stofna
hvenær 50% kynþroska var náð.
Fiskar frá Herðubreiðarlindum urðu
fremur seint kynþroska (50% marki
5. mynd. Samband aldurs og lengdar hjáfimm dvergbleikjustofnum sem veiddir voru í
kringum Jökulsá á Fjöllum. - The relationship between age and length ofsmall benthic
Arctic charr populations from around Jökulsá á Fjóllum.
Umræður
Dvergbleikjur í stofnunum sem
skoðaðir voru í þessari rannsókn
eru svipaðar að útliti, en engu að
síður sýnir rofgreining að munur er
á svipfari stofnanna. Eins og rann-
sóknartilgátan gerði ráð fyrir er
samsvörun í útliti fiskanna og land-
fræðilegri útbreiðslu þeirra. Þetta
gæti endurspeglað þróunarsögu
fiskanna, en líklegt er að stofnarnir
á hálendinu, í Herðubreiðarlindum
og Grafarlöndum hafi einangrast
fyrir um 8-10 þúsund árum, þegar
ófiskgengir fossar mynduðust. Síðar
hafi stofninn í Jökulsárgljúfrum
einangrast en stofnarnir á láglend-
inu getað blandast enda fiskvegir
opnir út í sjó. Þetta mætti kalla stig-
fallandi einangrun. Ekki er hægt að
útiloka að fiskar úr stofnunum að
ofan komist niður ána, en við teljum
það ólíklegt.
Fiskarnir á láglendinu reyndust
vera undirmynntari en fiskar á
hálendinu og gæti það stafað af
fæðusérhæfingu, en þekkt er að
undirmynntir fiskar éta oft mikið
af botndýrum.11'13 Þó var mjög lítill
munur á fæðu milli stofna og stofn-
arnir flokkuðust ekki saman í sam-
ræmi við þá tilgátu sem lögð var
fram í byrjun. Því er erfitt að segja
til um hvaða þættir það eru sem
orsaka þann útlitsmun sem fram
kom í rannsókninni. Hér verður að
hafa í huga að rannsóknin náði yfir
mjög skamman tíma og því óhægt
um vik að fjölyrða um fæðuval
fiskanna.
Tengsl milli umhverfis og útlits
hjá stofnum fiska eru allvel kunn.8-21
Rætt er um aðlögun í svipfarsþátt-
um fiskanna að tilteknum umhverf-
isþáttum, t.d. botn- og svifvist. í
stórum og djúpum stöðuvötnum
þar sem eindregin svifvist er til
112