Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 42
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Skuggamyndir íVíðgelmi. „Hellirinn er friðhelgur", segir Matthías Þórðarson þjóðminjavörður.23 „Vegna þeirra fornu mann- virkja sem frá er sagt í Víðgelmi, verður hann settur á fornleifaskrá ogfriðaður allur lögum samkvæmt", heldur Matthías áfram, „má hér ekki hagga neitt við neinum mannaverkum, en vonandi að þeir, sem ganga kunna um hellinn, geri sérfar um að hagga ekki heldur við hinum einkennilegu verkum náttúrunnar, t.d. ísstrýtum, steinstrýtum og steinteinum." Hugmyndir Matthíasar umfriðun gengu ekki eftir. Tilmæli hans urn umgengni voru ekki virt. Ljósm./Photo: Árni B. Stefánsson. jafnvel kemur fyrir að þær verði skemmdarvörgum að bráð.17-20 Orðið „ósnortinn" tekur til þess sem er ósnortið af okkur mönnum. Mörgum reynist erfitt að skilja það á eigin skinni. Dropstráin (1. mynd), viðkvæm- ustu minjar íslenskrar náttúru, eru fyrst til að láta á sjá. Það má vart anda á þau. Við minnstu snertingu detta þau, brotna í smátt, myljast jafnvel við fallið, eða undir fótum fólks. Verða nánast strax að sand- mulningi, svo fínum að vart eða ekki sést að þau hafi nokkurn tíma verið. Dropsteinarnir fara næst, fólk rekst í þá, eða brýtur viljandi. Tekur síðan brot og svo annað. Iðulega er erfitt að finna brotstaði og steinarnir virðast hreinlega gufa upp. Vissulega er erfitt að sætta sig við að þessi er raunin, en viðvar- andi skemmdir eru staðreynd sem við hvorki getum né megum loka augunum fyrir.10'15'16’21'22 Viðkvæm- ar myndanir hraunhellanna eru ævafornar og stórmerkilegar. Þær eru mikilvægur hluti náttúruarf- leifðar okkar og þótt þær séu jarð- fræðilega tiltölulega einsleitar, verður fagurfræðilegt gildi þeirra seint ofmetið.23-25 Aðdráttarafl hella, sem er sérkennileg blanda tilfinn- inga, m.a. spennu, forvitni og könn- unarþrár, byggist ekki síst á þessum sérstæðu, fögru og skoðunar- verðu myndunum. Varðveislugildi þeirra er þess eðlis að þær ættu að hafa lagalega stöðu fornminja.23'26-28 3. mynd. í Víðgelmi haustið 1991. Nánast hver einasti dropsteinn íhellinum hefur verið brotinn og flestir fjarlægðir. Dropstrá hellisins hafa stórlega látið á sjá, þau lengstu öll löngu horfm. Ljósm./Photo: Árni B. Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.