Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 30
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Dvergbleikja var veidd úr fimtn stofnum kringum Jökulsá á Fjöllum og myndir teknar aföllum einstaklingum. Merktur var 21 mælipunktur inn á myndirnar og gefa þeir til kynna staðsetningu ákveðinna likamshluta (sjá nánari aðferðalýsingu íSigursteinsdóttir og Kristjánsson 2005).17 - The small benthic Arctic charr were collected fromfive popula- tions. Pictures were taken of all individuals and 21 landmarked digitized on them that capture the morphology of thefish (see Sigursteindóttir and Kristjánsson 2005).17 Smátt afbrigði bleikju, svokallaða dvergbleikju, má víða finna í slíkum hraunbúsvæðum, sérstaklega þar sem lindaruppsprettur eru til staðar. Flestar hafa þessar bleikjur áþekkt svipfar, dökkan lit, eru undirmynnt- ar, með stuttan, sveran líkama og hlutfallslega stóra ugga.5'10'17,19 Dvergbleikjur finnast á mörgum ólíkum vatnasviðum og þykir ólík- legt að þær hafi þróast á einu svæði og sxðan numið land á hinum mis- munandi vatnasviðum. Líklegra er að margir stofnar hafi þróast sam- hliða, en þörf er á frekari rannsókiv um til að staðfesta það. Meðal þeirra svæða þar sem dvergbleikja hefur fundist eru lindir í grennd við Jökulsá á Fjöllum. Þar eru nokkrir stofnar dvergbleikju og má skipta svæðinu í þrennt: 1) hálendi ofan við ófiskgenga fossa (sem líklega hafa verið einangraðir í þúsundir ára), 2) svæði milli fossa í Jökulsárgljúfrum og 3) svæði neðan allra ófiskgengra fossa í Öxarfirði og Kelduhverfi. í þessari rannsókn voru skoðaðir fimm stofnar dverg- bleikju (1. mynd); tveir þeirra voru á hálendinu í Herðubreiðarlindum og í Grafarlöndum, einn stofn var neðan við Hafragilsfoss í Jökulsár- gljúfrum og tveir stofnar á láglendi nærri sjó við Presthóla í Núpasveit og Klappará í Kelduhverfi. Meginmarkmið rannsóknarinn- ar var að lýsa og bera saman útlit og vistfræði þessara fimm stofna. Unnið var út frá þeirri tilgátu að svipfar og fæðuval hálendisstofn- anna væri einsleitara en þeirra sem finnast nærri sjó. Tilgátan byggist á þeirri forsendu að stofnar á hálend- inu hafi lengi verið einangraðir. Búist var við að stofnar á sama svæði væru líkari innbyrðis í útliti og fæðuvali en stofnar á öðrum svæðum. Jafnframt var búist við að fiskar á svæðinu í miðju Jökulsár- gljúfri yrðu mitt á milli fiska í Herðubreiðarlindum og Grafar- löndum hvað varðar útlit og fæðuval. AÐFERÐIR Dvergbleikju var safnað með raf- veiðum en þá er rafmagn sett í vatn- ið í gegnum tvö skaut og er jákvætt hlaðna skautið haft í hendi. Þegar fiskar lenda í rafsviðinu lamast þeir og dragast gjarnan að skautinu. Er þá auðvelt að veiða þá upp með háf. í Klappará og við Presthóla fóru veiðar fram þann 8. september 2005. Veitt var úr Jökulsárgljúfrum 11. júlí 2006, í Herðubreiðarlindum 13. júlí 2006 og Grafarlöndum 14. júlí 2006 (1. mynd). Leitast var við að safna a.m.k. 60 einstaklingum úr hverjum stofni en í Jökulsárgljúfrum veidd- ist þó aðeins 21 fiskur. Fiskarnir voru frystir eins fljótt og auðið var en síðar þíddir aftur áður en þeir voru lengdar- (±1 mm) og þyngd- armældir (±0,001 g). Tekin var staf- ræn ljósmynd (Nicon coolpix 900) af vinstri hlið hvers fisks og til að meta útlit fylgdum við aðferða- fræði Rakelar J. Sigursteinsdóttur og Bjama K. Kristjánssonar, 2005.17 Var 21 mælipunktur merktur á mynd fiskanna (2. mynd) með forritinu tpsDig2. Forritið tpsRelw (bæði ♦ Grafarlönd □ Herðubreiðarlindir A Jökulsárgljúfur A Klappará O Presthólar 1. ás (55%) ** 1 - -1 • i-£-i2 - 3. mynd. Meðalgildi, ásarnt staðalskekkju, fimm dvergbleikjustofna við Jökulsá á Fjöllum, á tveimur ásum rofgreiningar. 1. ás útskýrir 55% breytiieikans í gögnunum en 2. ás 20%. Myndirnar á endum ásanna sýna útlit fisks, ( samanburði við meðalfisk, sem hefði hæsta og lægsta gildi á hvorum ás fyrir sig. - Average discriminant scores, with standard error, of small benthic charr from five populations near Jökulsá á FjöIIum. The discriminant axis 1 explained 55% ofvariation in morphology and axis 2 20%. The deformation grids at the end ofthe axis show the morphology offish at the extreme ends, in comparison to the average fish. 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.