Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Áhugasamir þdtttakendur ífræðsluferð Hins ísienska náttúrfræðifélags sumarið 2005 er gengið var um Grændal undir leiðsögn Eyþórs
Einarssonar og Helga Torfasonar. Ljósm.: Helgi Torfason.
Fundargestir voru 40.
Maí: Hilmar J. Malmquist;
Hlýnun Elliðavatns og áhrif á líf-
ríki. Fundargestir voru 18.
September: Leó Kristjánsson;
Silfurberg, raunvísindi og Albert
Einstein. Fundargestir voru 50.
Október: Sigmar Arnar Stein-
grímsson; Kórallar við ísland.
Fundargestir voru 50.
Nóvember: Magnús Tumi Guð-
mundsson; Sprengigos í sjó og
jöklum, hraðkæling kviku og
jökulhlaup vegna eldgosa. Fundar-
gestir voru 96.
Sumarið 2005 var boðið upp á
tvær stuttar ferðir í nágrenni höfuð-
borgarsvæðisins. Laugardaginn 28.
maí var siglingin um sundin fyrir
utan Reykjavík endurtekin frá
árinu áður. Það var siglt í góðu
veðri, stoppað á tveimur stöðum og
m.a. farið í fjöru í Viðey. Leið-
sögumenn voru Konráð Þórisson
líffræðingur, Arnór Þ. Sigfússon
fuglafræðingur og Árni Hjartarson
jarðfræðingur. Þátttakendur í ferð-
inni voru tæplega 40 manns á öllum
aldri. Seinni ferðin var eftirmið-
dagsferð um Grændal sem er einn
af dölunum ofan við Hveragerði.
Ferðin var farin fimmtudaginn 23.
júní og gekk hópur um dalinn undir
leiðsögn þeirra Helga Torfasonar
jarðfræðings og Eyþórs Einarssonar
grasafræðings. Þátttakendur voru
tæplega 20.
ANNAÐ
Á aðalfundi Hins íslenska náttúru-
fræðifélags þann 26. febrúar 2005
var fyrrverandi formaður félags-
ins, Dr. Freysteinn Sigurðsson
jarðfræðingur, gerður að heiðurs-
félaga HÍN fyrir vel unnin störf
í þágu félagsins. Freysteinn var
formaður félagsins frá 1990 til
2002. Formaður HÍN, Kristín
Svavarsdóttir, afhenti Freysteini
skjal þessu til staðfestingar.
HÍN var í hópi 10 frjálsra félaga-
samtaka á sviði umhverfismála og
náttúruverndar sem veittu einstakl-
ingi viðurkenningu fyrir einstakt
framlag til umhverfismála. Þann 6.
júní 2005 voru verðlaunin veitt í
sjötta sinn og fékk Ómar Ragnarsson
fréttamaður þau. Vönduð umfjöllun
Ómars um náttúru íslands hefur
endurspeglað virðingu hans fyrir
náttúrunni og einlægan áhuga hans
á umhverfismálum sem skilar sér í
fræðslu hans til almennings.
Um HÖFUNDINN
Kristín Svavarsdóttir (f.
1959) hefur verið for-
maður Hins íslenska
náttúrufræðifélags frá
2002. Hún lauk doktors-
prófi í plöntuvistfræði frá
Lincoln-háskóla í Nýja-
Sjálandi. Kristín er sér-
fræðingur í vistfræði hjá
Landgræðslu ríkisins.
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Kristín Svavarsdóttir
Landgræðsla ríkisins
Keldnaholti
IS-112 Reykjavík
kristin.svavarsdottir@land.is
143