Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 2003, Síða 32
Náttúrufræðingurinn 12. mynd. Haukadalur í Biskupstungum, reitur í um 25 ára gamalli breiðu þar sem lúpína hafði hörfað að mestu. Ríkjandi tegund í reitnum var vallelfting en einnig var mikið um hálíngresi, túnvingul og brennisóley, alls voru 12 tegundir í reitnum. Undir elfting- unni mátti sjá móta fyrir gömlum hípínuhnausum. - Haukadalur site, a 25 years old lupin area where the lupin had retreated leav- ing an Equisetum pratense-grassland behind with 12 plant species. Ljósm./Photo: BM. Það er þekkt að fjölærar lúpínur mynda langlífan fræforða í jarðvegi og geta því viðhaldist í vistkerfinu þótt þær hverfi um stundarsakir af yfirborði. Alaskalúpína er einnig gædd þessum eiginleika (Bjarni D. Sigurðsson og Borgþór Magnússon 2003). LOKAORÐ OG ÁBEND- INGAR UM NOTKUN LÚPÍNUNNAR Um 50 ára skeið hefur alaskalúpínan verið notuð við uppgræðslu hér á landi. Löngu er ljóst að lúpína er mjög öflug til uppgræðslu lands. Helstu kostir hennar eru þeir að hún bindur köfnunarefni með aðstoð baktería í rótarhnýðum sem gerir henni kleift að vaxa með ágætum í rýru landi. Hún þarfnast því ekki áburðargjafar. Eftir að lúpínu hefur verið sáð eða plantað í gróðurlítið land breiðist hún að fáum árum liðn- um út af sjálfsdáðum og viðheldur sér með sáningu. Lúpína er upp- skerumikil og leggur mikið lífrænt efni til jarðvegsins. Uppbygging á köfnunarefnis- og kolefnisforða í snauðum jarðvegi og myndun þrótt- mikils gróðurs og vistkerfis er því tiltölulega hröð (Borgþór Magnús- son, Sigurður H. Magnússon og Bjarni D. Sigurðsson 2001, Hólmfríð- ur Sigurðardóttir 2003). Uppgræðsla með lúpínu getur því verið mun ódýrari og árangursríkari til mynd- unar gróðurþekju en sú er byggist á sáningu grasfræs og dreifingu tilbú- ins áburðar á gróðurrýr svæði (Sig- urður H. Magnússon 1997). Eins og komið hefur fram í þess- um rannsóknum og fyrr hefur verið bent á er alaskalúpína ekki galla- laus. Hún breiðist ekki aðeins um lítt gróið land heldur getur einnig lagt undir sig gróin svæði og eytt þar ríkjandi tegundum, eins og dæmi frá mólendissvæðum á Norð- urlandi sýna. Þar sem vaxtar- og út- breiðsluskilyrði eru góð fyrir lúp- ínu myndar hún þéttar breiður og verður hún ráðandi tegund í gróðri um tíma og hefur rnikil áhrif á jarð- veg og dýralíf. Lúpína er hörð í samkeppni við lágvaxinn gróður og fækkar plöntutegundum yfirleitt í landi sem hún breiðist yfir. Eftir að lúpína hefur numið land getur reynst erfitt að hemja útbreiðslu hennar. Hún myndar fræforða í jarðvegi sem torveldar tilraunir til að losna við hana úr landi (Bjarni D. Sigurðsson og Borgþór Magnússon 2003). Líkja má áhrifum af lúpínu hér á landi við þau sem Myrica faya-tréð hefur haft á náttúrufar Hawaii-eyja. Það er niturbindandi tegund, upp- runnin á Azoreyjum og Kanaríeyj- um þar sem hún vex á eldfjallajörð. Tréð var flutt til Hawaii seint á 19. öld þar sem það var fyrst ræktað í görðum til skrauts og lækninga. 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.