Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 32
Náttúrufræðingurinn 12. mynd. Haukadalur í Biskupstungum, reitur í um 25 ára gamalli breiðu þar sem lúpína hafði hörfað að mestu. Ríkjandi tegund í reitnum var vallelfting en einnig var mikið um hálíngresi, túnvingul og brennisóley, alls voru 12 tegundir í reitnum. Undir elfting- unni mátti sjá móta fyrir gömlum hípínuhnausum. - Haukadalur site, a 25 years old lupin area where the lupin had retreated leav- ing an Equisetum pratense-grassland behind with 12 plant species. Ljósm./Photo: BM. Það er þekkt að fjölærar lúpínur mynda langlífan fræforða í jarðvegi og geta því viðhaldist í vistkerfinu þótt þær hverfi um stundarsakir af yfirborði. Alaskalúpína er einnig gædd þessum eiginleika (Bjarni D. Sigurðsson og Borgþór Magnússon 2003). LOKAORÐ OG ÁBEND- INGAR UM NOTKUN LÚPÍNUNNAR Um 50 ára skeið hefur alaskalúpínan verið notuð við uppgræðslu hér á landi. Löngu er ljóst að lúpína er mjög öflug til uppgræðslu lands. Helstu kostir hennar eru þeir að hún bindur köfnunarefni með aðstoð baktería í rótarhnýðum sem gerir henni kleift að vaxa með ágætum í rýru landi. Hún þarfnast því ekki áburðargjafar. Eftir að lúpínu hefur verið sáð eða plantað í gróðurlítið land breiðist hún að fáum árum liðn- um út af sjálfsdáðum og viðheldur sér með sáningu. Lúpína er upp- skerumikil og leggur mikið lífrænt efni til jarðvegsins. Uppbygging á köfnunarefnis- og kolefnisforða í snauðum jarðvegi og myndun þrótt- mikils gróðurs og vistkerfis er því tiltölulega hröð (Borgþór Magnús- son, Sigurður H. Magnússon og Bjarni D. Sigurðsson 2001, Hólmfríð- ur Sigurðardóttir 2003). Uppgræðsla með lúpínu getur því verið mun ódýrari og árangursríkari til mynd- unar gróðurþekju en sú er byggist á sáningu grasfræs og dreifingu tilbú- ins áburðar á gróðurrýr svæði (Sig- urður H. Magnússon 1997). Eins og komið hefur fram í þess- um rannsóknum og fyrr hefur verið bent á er alaskalúpína ekki galla- laus. Hún breiðist ekki aðeins um lítt gróið land heldur getur einnig lagt undir sig gróin svæði og eytt þar ríkjandi tegundum, eins og dæmi frá mólendissvæðum á Norð- urlandi sýna. Þar sem vaxtar- og út- breiðsluskilyrði eru góð fyrir lúp- ínu myndar hún þéttar breiður og verður hún ráðandi tegund í gróðri um tíma og hefur rnikil áhrif á jarð- veg og dýralíf. Lúpína er hörð í samkeppni við lágvaxinn gróður og fækkar plöntutegundum yfirleitt í landi sem hún breiðist yfir. Eftir að lúpína hefur numið land getur reynst erfitt að hemja útbreiðslu hennar. Hún myndar fræforða í jarðvegi sem torveldar tilraunir til að losna við hana úr landi (Bjarni D. Sigurðsson og Borgþór Magnússon 2003). Líkja má áhrifum af lúpínu hér á landi við þau sem Myrica faya-tréð hefur haft á náttúrufar Hawaii-eyja. Það er niturbindandi tegund, upp- runnin á Azoreyjum og Kanaríeyj- um þar sem hún vex á eldfjallajörð. Tréð var flutt til Hawaii seint á 19. öld þar sem það var fyrst ræktað í görðum til skrauts og lækninga. 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.