Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 62
Náttúrufræðingurinn Pálsbær, rannsóknarstöð Surtseyjarfélagsins í Surtsey. Myndin er tekin í ágúst 2003. í baksýn er eystri sprengigígurinn (Surtur). - Pálsbær, research center of The Surtsey Research Society in Surtsey. The crater Surtur in the background. Ljósm./Photo: Reynir Fjalar Reynisson, August 2003. Sveinn P. Jakobsson og Guðmundur Guðmundsson ROF SURTSEYJAR Mælingar 1967-2002 og framtíðarspá Um þessar mundir eru 40 ár síðan Surtsey reis úr sæ. í tilefni þeirra tíma- móta ætlum við að fjalla almennt um þær breytingar sem orðið hafa á flat- armáli Surtseyjar og jarðmyndana hennar af völdum sjávarrofs síðan gos- um lauk og ræða þá spá sem sett hefur verið fram um framhald sjávarrofsins (Sveinn P. Jakobsson o.fl. 2000). Hið mikla sjávarrof í Surtsey (1. mynd) hefur vakið at- hygli jarðfræðinga og hefur verið fjallað um það í fjölmörgum ritgerðum. Sigurður Þórarinsson (1966, 1968) lýsti breytingum á strandlengju eyjarinnar meðan á gosum stóð. John O. Norrman (1978, 1980, 1985) og John O. Norrman og Ulf Erlingsson (1992) lýstu með hvaða hætti sjávarrofið fór fram og hvernig Surtsey minnkaði að flatar- máli 1967-1988. Sveinn P. Jakobsson (1995) og Sveinn P. Jakobsson o.fl. (2000) tóku síðan við og hafa fjallað um rof eyjarinnar til 1998. Garvin o.fl. (2000) hafa metið breytingar á rúmmáli eyjarinnar ofan sjávarmáls. Surtseyjareldar stóðu frá 14. nóv- ember 1963 til 5. júní 1967 og eru með lengstu gosum á sögulegum 138 Náttúrufræðingurinn 71 (3.-4.), bls. 138-144, 2003

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.