Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 5
Knattkol MÁR BJÖRGVlNSSON Leiðir œvintýraleg uppgötvun knattlaga kolefnissameinda til nýrra efnahvata, hálfleiðara ------- eða „háhita" ofurleiðara? Verður hœgt að kœfa HlV-veiruna með knattkolum? Getum við pakkað frum- efnum lotukerfisins inn í knattkol? Verða knattkolspípur mikilvægar fyrir nanótækni framtíðarinnar? Eru knatt- kolslaukar stöðugasta form kolefnis? ■ FJÖLGERVINGAR KOLEFNIS Ein grunnkenning efnafræðinnar segir að eiginleikar og efnafræðileg hegðan efnis ráðist af innbyrðis afstöðu og tengingu atóma í sameindir, risalangar keðjur, fleti eða grindur. Eitl fallegasta dæmið um þetta eru tveir fjölgervingar (allotropes) kolefnis (C), grafít og demantur, en í þessum tveimur ólíku efnum er sérhvert kolefnisatóm tengt við nærliggjandi atóm með fjórum tengjum en á mismunandi hátt. 1 demanti er sérhvert kolefnisatóm tengt Ijórum atómum á hornunr fjórflötungs (tetrahedron) með einföldum samgildum Már Björgvinsson (f. 1960) lauk B.S.-prófi í efnatrœði frá Háskóla íslands 1983. Hann stundaði síðan nám í ólífrænni efnafræði við McMaster Uni- versity í Kanada og lauk doktorsprófi 1989. Már starfaði við efnasmíði í Göttingen í Þýskalandi til 1991 og hefur síðan starfað sem sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans. (.covalent) C-C-tengjum. Fjórflötungarnir tengjast svo saman og mynda kristalgrind demants (1. mynd a). Hin stífa kristalgrind demants gerir hann harðasta efni sem þekkt er. Kolefnisatómin í grafíti eru tengd saman með sterkum samgildum tengjum í sex- strenda fleti (1. mynd b), líkt og vaxkaka býflugnabús. Sérhvert kolefnisatóm er tengt þremur nágrönnum sínum, tveimur með einföldum C-C-tengjum og einu C=C-tvítengi. Tvítengin voka (resonate) þó á milli atómanna þannig að fjarlægðin milli samtengdra atóma er alltaf sú sama (1. mynd c). Góð rafleiðni grafíts ræðst af því að C=C-tengin í fletinum eru aðgreind með C-C-tengjum og því samstæð (con- jugated). Rafeindir færast þá auðveldlega um flötinn lfkt og tvítengin voka á milli atómanna. Fletirnir í grafíti raðast síðan hverjir ofan á aðra og er þeim haldið saman með mun veikari viðloðunarkröft- um, van der Waals kröftum. Fletirnir geta þá auðveldlega runnið til, líkt og spil í spilastokki, og er grafít ágætis smurnings- efni, til dæmis í læsingar. Gamall draumur gullgerðarmanna var að breyta ódýrum málmi eins og blýi í eðalmálminn gull. Þessi draumur í nútíma- búningi er ummyndun svarts verðlítils grafíts í gimsteininn deinant, draumur sem rættist árið 1955. Nokkrir myndlausir fjöl- gervingar kolefnis svo sein sindurkol (koks, coke), viðarkol (teiknikol, char- coal) og kinrok (carbon black) eru mikið notuð efni. Þessi efni hafa að meginhluta Nátlúrufræðingurinn 65 (3-4), bls. 115-125, 1996. 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.