Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 4
Mat á umhverfisáhrifum í ófestri Um alllangt skeið hefur verið brýn þörf á nýjum lögum um umgengni við náttúru landsins. Náttúruverndarlögin, einu lögin sem þar sem vernd íslenskrar náttúru er í öndvegi, eru bæði veik og úr sér gengin að mörgu leyti enda 25 ára gömul. Veikleika náttúruverndarlaganna ásamt slælegri framkvæmd þeirra má kenna um mörg þarflaus spjöll á jarðmyndunum og lífríki landsins. Ný lög um mat á umhverfisáhrif- um sem tóku gildi fyrir tæpum tveimur árum hefðu getað bætt verulega úr ófremd- arástandinu, en því miður virðist lítið hafa þokast áfram í þessum málum. Reynslan af matinu á umhverfisáhrifum sýnir að ýmsar alvarlegar veilur eru í lögunum og ekki síður í framkvæmd þeirra. Einn helsti galli laganna er sú skipan að fela framkvæmdaraðila, þeim sem á mestra hagsmuna að gæta, að meta umhverfisáhrif eigin framkvæmdar. Með hliðsjón af ríkjandi markaðslögmálum og skammtímasjónarmiðum í efnahagslífinu annars vegar og langtímasjónarmiðum að baki umhverfisvernd hins vegar er hætt við að síðarnefndu sjónarmiðin verði undir. Þetta kristallast í því að ekki er vandað sem skyldi til matsins. Nýjasta dæmið um þetta er mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers við Grundartanga. Þar voru tilburðir framkvæmdaraðila ekki meiri en svo að Náttúruverndarráð og fleiri aðilar töldu að ýmsar þýðingarmiklar forsendur og athuganir skorti svo við- unandi mat fengist á umhverfisáhrifum. Veigamikill galli við framkvæmd mats- ins snýr að faglegri hlið þess. I lögunum eru gerðar ítarlegar kröfur um þekkingu í náttúrufræðum, en þeir sem sjá um matið á vegum framkvæmdaraðila eru oftast tækni- og verkfræðimenntaðir sérfræðingar. Hilmar J. Malmquist (f. 1957) er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs og ráðgjafi Náttúru- verndarráðs í umhverfisverndarmálum á Suðvestur- landi. Hann lauk sveinsprófi í líffræði frá Háskóla íslands 1983, meistaraprófi í vatnavistfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1989 og doktorsprófi 1992. Þá eru í lögunum slæm ákvæði sem hafa í för með sér að nær öruggt er að ein- ungis örfáar efnis- námur munu í fram- tíðinni gangast undir mat á umhverfisáhrif- um. Þetta er mjög illt því að efnistaka er sú tegund framkvæmda sem hefur skilið eftir sig hvað ljótustu sárin á yfirborði landsins. Einnig er sú lagagrein óréttlát sem kveð- ur á um að þegar úrskurður skipulagsstjóra er kærður til umhverfisráðherra skuli að- eins leita umsagnar Skipulags ríkisins, framkvæmdaraðila, leyfisveitanda og sveitarstjórnar. Réttlátara væri að leita álits allra aðila sem koma að málinu og í mörgum tilfellum væri æskilegt að skjóta málum til óháðs aðila. Markmiðið með lögunum um mat á um- hverfisáhrifum er að tryggja að umhverf- isáhrif séu þekkt áður en ráðist er í fram- kvæmdir sem kunna að hafa umtalsverð áhrif á náttúru og samfélag manna. Með núverandi fyrirkomulagi næst þetta mark- mið ekki nema í undantekningartilfellum. Þá er rétt að benda á að sjálft matið á umhverfisáhrifum er grundvöllur til að byggja á ákvörðun um framkvæmdir en felur ekki í sér ákvörðun. Akvörðunin er á hendi Skipulags ríkisins og umhverfis- ráðherra. Þessir aðilar verða því að hafa skýra stefnu í náttúru- og umhverfisvernd. Fátt bendir hins vegar til að svo sé. Ríkisstjórnin hefur t.d. ekki ennþá birt stefnu sína í þessum málaflokki og þó er kjörtímabilið hálfnað. Stefna Skipulags ríkisins er óræð og í sumum tilvikum virðist málsmeðferð þar á bæ vinna gegn umhverfisvernd, eins og undirritaður hefur greint frá í fjölmiðlum varðandi fram- kvæmdir við Bláa lónið. Hér er sannarlega úrbóta þörf. Hilmar Malmquist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.