Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 4
Mat á umhverfisáhrifum í ófestri
Um alllangt skeið hefur verið brýn þörf á
nýjum lögum um umgengni við náttúru
landsins. Náttúruverndarlögin, einu lögin
sem þar sem vernd íslenskrar náttúru er í
öndvegi, eru bæði veik og úr sér gengin að
mörgu leyti enda 25 ára gömul. Veikleika
náttúruverndarlaganna ásamt slælegri
framkvæmd þeirra má kenna um mörg
þarflaus spjöll á jarðmyndunum og lífríki
landsins. Ný lög um mat á umhverfisáhrif-
um sem tóku gildi fyrir tæpum tveimur
árum hefðu getað bætt verulega úr ófremd-
arástandinu, en því miður virðist lítið hafa
þokast áfram í þessum málum.
Reynslan af matinu á umhverfisáhrifum
sýnir að ýmsar alvarlegar veilur eru í
lögunum og ekki síður í framkvæmd
þeirra. Einn helsti galli laganna er sú
skipan að fela framkvæmdaraðila, þeim
sem á mestra hagsmuna að gæta, að meta
umhverfisáhrif eigin framkvæmdar. Með
hliðsjón af ríkjandi markaðslögmálum og
skammtímasjónarmiðum í efnahagslífinu
annars vegar og langtímasjónarmiðum að
baki umhverfisvernd hins vegar er hætt við
að síðarnefndu sjónarmiðin verði undir.
Þetta kristallast í því að ekki er vandað
sem skyldi til matsins. Nýjasta dæmið um
þetta er mat á umhverfisáhrifum vegna
fyrirhugaðs álvers við Grundartanga. Þar
voru tilburðir framkvæmdaraðila ekki
meiri en svo að Náttúruverndarráð og
fleiri aðilar töldu að ýmsar þýðingarmiklar
forsendur og athuganir skorti svo við-
unandi mat fengist á umhverfisáhrifum.
Veigamikill galli við framkvæmd mats-
ins snýr að faglegri hlið þess. I lögunum
eru gerðar ítarlegar kröfur um þekkingu í
náttúrufræðum, en þeir sem sjá um matið á
vegum framkvæmdaraðila eru oftast tækni-
og verkfræðimenntaðir sérfræðingar.
Hilmar J. Malmquist (f. 1957) er forstöðumaður
Náttúrufræðistofu Kópavogs og ráðgjafi Náttúru-
verndarráðs í umhverfisverndarmálum á Suðvestur-
landi. Hann lauk sveinsprófi í líffræði frá Háskóla
íslands 1983, meistaraprófi í vatnavistfræði frá Kaup-
mannahafnarháskóla 1989 og doktorsprófi 1992.
Þá eru í lögunum
slæm ákvæði sem
hafa í för með sér að
nær öruggt er að ein-
ungis örfáar efnis-
námur munu í fram-
tíðinni gangast undir
mat á umhverfisáhrif-
um. Þetta er mjög illt
því að efnistaka er sú tegund framkvæmda
sem hefur skilið eftir sig hvað ljótustu
sárin á yfirborði landsins.
Einnig er sú lagagrein óréttlát sem kveð-
ur á um að þegar úrskurður skipulagsstjóra
er kærður til umhverfisráðherra skuli að-
eins leita umsagnar Skipulags ríkisins,
framkvæmdaraðila, leyfisveitanda og
sveitarstjórnar. Réttlátara væri að leita
álits allra aðila sem koma að málinu og í
mörgum tilfellum væri æskilegt að skjóta
málum til óháðs aðila.
Markmiðið með lögunum um mat á um-
hverfisáhrifum er að tryggja að umhverf-
isáhrif séu þekkt áður en ráðist er í fram-
kvæmdir sem kunna að hafa umtalsverð
áhrif á náttúru og samfélag manna. Með
núverandi fyrirkomulagi næst þetta mark-
mið ekki nema í undantekningartilfellum.
Þá er rétt að benda á að sjálft matið á
umhverfisáhrifum er grundvöllur til að
byggja á ákvörðun um framkvæmdir en
felur ekki í sér ákvörðun. Akvörðunin er á
hendi Skipulags ríkisins og umhverfis-
ráðherra. Þessir aðilar verða því að hafa
skýra stefnu í náttúru- og umhverfisvernd.
Fátt bendir hins vegar til að svo sé.
Ríkisstjórnin hefur t.d. ekki ennþá birt
stefnu sína í þessum málaflokki og þó er
kjörtímabilið hálfnað. Stefna Skipulags
ríkisins er óræð og í sumum tilvikum
virðist málsmeðferð þar á bæ vinna gegn
umhverfisvernd, eins og undirritaður hefur
greint frá í fjölmiðlum varðandi fram-
kvæmdir við Bláa lónið.
Hér er sannarlega úrbóta þörf.
Hilmar Malmquist