Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 42
SlGURJÓN RlST Minningarorð Sigurjón Rist fæddist á Akur- eyri 29. ágúst 1917. Hann lést í Reykjavík 15. október 1994. Sigurjón lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri 1938. Um haustið sigldi hann til Kaupmannahafn- ar til náms í haffræði. Stundaði hann námið veturinn 1938- 1939. Vegna heimsstyrjaldar- innar sem skall á haustið 1939 varð ekki af frekara námi í haf- fræði. Löngu síðar nam hann vatnafræði og vatnamælingar í ýmsum löndum. Næstu ár stundaði Sigurjón ýmis störf, þ.á m. bílaviðgerðir. Á þessum tíma tók hann líka mikinn þátt í fjallaferðum á vegum Ferðafélags Akureyrar og öðlaðist mikla reynslu í þeim. Árið 1947 hóf hann störf hjá raforkumálastjóra við vatnamælingar, sem urðu ævistarf hans. Þar kom reynslan af bíla- viðgerðunum og fjallaferðunum að ómetan- legum notum síðar. Sigurjón Rist hóf starf sitt við vatnainæl- ingar 2. janúar 1947. Veitti hann þeim forstöðu frá upphafi og allt þar til hann lét af starfi fyrir aldurs sakir 1987 eða í 40 ár. Með því hófst sú starfsemi sem nefnd hefur verið Vatnamæling- ar raforkumálastjóra og Orkustofnunar eftir að hún var sett á laggirnar 1967. Fyrstu tíu árin var hann eini fastráðni starfsmaður Vatnamæl- inga. Á þessum frumbýlingsárum vann Sigur- jón það einstæða afrek að byggja, að heita má einsamall, upp kerfisbundnar vatnamælingar í öllum landshlutum og leggja með því undir- stöðu að því víðfeðma vatnamælingakerfi sem nú spannar allt landið. Það kostaði óhemju- mikla vinnu og þrautseigju með miklum og oft erfiðum ferðalögum við kringumstæður sem nútímamenn eiga erfitt með að gera sér í hug- arlund. Síðar fékk hann fleiri til liðs við sig og bætti þá drjúgum við mælistöðvakerfið. Þetta er afrek sem seint verður leikið eftir. Fyrstur til að mæla rennsli vatna á íslandi mun hafa verið norski prófessorinn Amund Helland 1881 en fyrstur til að mæla á, gagngert með virkjun í huga, var Sæmundur Eyjólfsson þegar hann mældi Elliðaárnar 18. október 1894. Vegamálastjóri annaðist rennslismæl- 152 ingar eftir að vatnalögin voru sett 1923 allt til 1947 er þær voru færðar í umsjá raforku- málastjóra með raforkulögunum 1946. Lítið er þó til af samfelldum rennslisröðum frá fyrstu áratugum aldarinnar. Sigurjón var því brautryðj- andi í nútímalegum vatnamæl- ingum á fslandi. Brautryðjenda- starf hans felst í því að hann varð fyrstur til að koma á fót hér á landi samfelldum valnamæl- ingum. Til þess þurfa vatnshæð- armælar að vera hannaðir og byggðir til að endast áratugum saman í íslenskri veðráttu. Sigurjón vandaði mjög til mælistöðvanna og kom á fót traustu mælistöðvakerfi sem við búum að síðan. Starfi Sigurjóns fylgdu mikil ferðalög, þar á meðal um hálendið að vetrarlagi. Þegar hann hóf starf sitt var ferðatækni öll önnur og ófull- komnari en nú. Sigurjón undirbjó ferðir sínar vandlega og var í senn djarfur og varkár; eigin- leikar sem mörgum reynist erfitt að sameina. Það fóru heldur engar svaðilfarasögur af ferð- um hans í blöðum og útvarpi og lítt þurftu björgunarsveitir að hafa af þeim afskipti. Jöklar móta í ríkum mæli rennslishætti helstu valnsfalla á Islandi; ekki síst þeirra sem orkumest eru. Sigurjón varð því snemma mikilvirkur í jöklarannsóknum á íslandi. Tók hann m.a. þátt í fransk-íslenska Vatnajökuls- leiðangrinum 1951. Hann var meðal stofnenda Jöklarannsóknafélags Islands, starfaði mikið í því og var forseti þess um skeið. Eftir Sigurjón liggur fjöldi ritgerða, einkum í tímariti Jöklarannsóknafélagsins „Jökli“, og bækurnar „Islensk vötn 1“ sem raforkumála- stjóri gaf út 1956 og „Vatns er þörf“ sem Menningarsjóður gaf út 1990. Fjalla þær báðar um vatnamælingar og vatnafræði íslands. I öllum sínum störfum sýndi Sigurjón frá- bæran dugnað, ósérhlífni og samviskusemi. Hann átti sér vissulega góða samstarfsmenn sem hann ávallt bar mikla umhyggju fyrir. Hann gerði miklar kröfur til þeirra. En mestu kröfurnar gerði hann ávallt lil sjáll's sín og hann bar jafnan sjálfur þyngstu byrðarnar. Jakob Björnsson i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.