Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 95
suður- og norðausturhlíðar hennar. Hraun-
in frá þeim, og ef til vill sumum gíg-
sprungunum á Dyngjuhálsi, virðast bera
rennsliseinkenni dyngjuhrauna og verða
því ekki svo auðveldlega aðgreind frá
Trölladyngjuhraunum, enda var engin
tilraun til þess gerð. Að minnsta kosti sex
norðaustlægar samsíða gossprungur liggja
á sunnanverðum Dyngjuhálsi og ná aðeins
norðurendarnir á tveim þeim austustu inn
á kortlagða svæðið. Hraun frá þessum
gossprungum þekja mestallan Dyngjuháls
og hafa þau runnið út af honum til beggja
hliða. Austan í hálsinum hafa þau um-
kringt nafnlaus móbergsfell og runnið upp
að Urðarhálsi og Kistufelli.
Vestan undir Kistufelli er hraunstraumur
sem runnið hefur norður með þvf þegar
jökullinn var minni en hann er nú. Þetta
hraun gæti verið runnið frá gígsprungu
sem virðist teygja sig upp í suðurhlíðar
Kistufells. Á milli Kistufells og Urðarháls
hafa Dyngjuhálshraun runnið yfir og upp
að eldri eldstöðvum og kaffært þær að
mestu. Þannig liggur einn gígur með
smáhrauni við jaðar þeirra norðvestan í
Urðarhálsi og endagígarnir á norðaust-
lægri gossprungu skjóta upp kollinum sinn
hvorum megin við Dyngjuhálshraun-
strauminn á milli Kistufells og Urðarháls.
Gossprunga með stefnu frá austri til
vesturs liggur við norðausturhlíðar Kistu-
fells og eru hún og hraunin frá henni
hálfgrafin í Dyngjuhálshraun. Austast á
Urðarhálsi eru einnig tvær santhliða,
stuttar gossprungur. Það eru aðeins um
200 m á milli þeirra og sennilega hafa þær
gosið samtímis þar sem þær liggja á
brúnununt á mjög mjóum sigdal. Sjáanlegt
hraun frá þeim er mjög lítið, en það
hverfur undir jökulsáraura og hefur að
öllum líkindum aldrei verið öllu stærra.
Það virðist hér regla að gossprungur sem
liggja frá austri lil vesturs framleiði mjög
lítil hraun því að sömu sögu er að segja um
nær fjögurra kílómetra langa sprungu sem
liggur í sömu stefnu á milli Hrímöldu og
Gígaldna. Hraunið frá henni sýnir þó að
hraunin sitt hvorum megin við Hrímöldu
eru ekki jafngöntul því hraunið frá þessari
sprungu hverfur undir yngra hraun norðan
við hana en það liggur ofan á hrauntaglinu
sem runnið hefur að sunnan austur fyrir
Hrímöldu.
Annars staðar reynast Dyngjuháls- og
Trölladyngjuhraun hvarvetna yngri en þau
Krepputunguhraun og Dyngjufjallahraun
sem þau mæta (2. mynd) enda virðast eld-
stöðvar og hraun þar yfirleitt fremur ung-
leg á að líta og þar á meðal Trölladyngja
sjálf. Hugsast getur að yngstu gossprung-
urnar á Dyngjuhálsi séu frá sögulegum
tíma. Ekki er ólíklegt að einhverjar af
heimildum annála um gos í vestanverðum
Vatnajökli eigi við gos á sunnanverðum
Dyngjuhálsi eða í norðauslurhlíðum
Bárðarbungu.
■ KREPPUTUNGUHRAUN
Krepputunguhraun nefndum við einu nafni
hraunbreiðu þá hina miklu sem þekur allan
neðri hluta Krepputungunnar og einnig
umtalsverð svæði vestan Jökulsár á Fjöll-
um sunnan Dyngjufjalla. Yfirborð þeirra
er nær allt þvegið af hamfarahlaupum
Jökulsár og mjög víða er það þakið jökul-
hlaupa- eða jökulvatnaseti. Sérstaklega er
allt svæðið á inilli Dyngjujökuls og
Dyngjufjalla þakið þykkum jökuláraurum
og foksandsbreiðum svo að undirliggjandi
hraun koma óvíða í ljós, samanber jarð-
fræðikortið á 1. mynd í síðustu grein
(Guttormur Sigbjarnarson I993b). Hins
vegar er tilvist þessara hrauna undir
aurunum það ótvíræð að á 2. mynd er
svæðið allt táknað sent hraun þó að
útjaðrar þeirra við Dyngjujökul séu hrein
ágiskun.
Krepputunguhraun eru runnin frá eld-
stöðvum á sprungurein Dyngjufjalla og
lilheyra á þann hátt Dyngjufjallahraunum,
en hið sérstæða útlit þeirra og rennslis-
einkenni urðu til þess að við gerðum úr
þeirn sjálfstæðan flokk hrauna aðgreindan
frá öðrum Dyngjufjallahraunum sem
ávalll leggjast ofan á þau. Kreppu-
tunguhraun eru mjög sérstæð í útliti að því
leyti að þau eru alsett mjög stórum plagíó-
203