Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 101
8. mynd. Misgengi í Krepputunguhrauni á milli Rifnahnjúks og Kverkjjallarana. Misgeng-
ið og hraunið eru þvegin eftir jökulhlaup. - A fault in Krepputunguhraun lava between
Rifnihnjúkur and Kverkfjallarani. The fault and the lava are washed by glacier burst.
Mynd/photo Guttormur Sigbjarnarson.
Mest ríkjandi stefna í Kverkfjalla-
sprungureininni er um N32°A. Nokkuð er
þó um aðrar sprungustefnur. Á Rifna-
hnjúkssvæðinu eru sprungur með mun
meiri norðlæga stefnu og norðlæg mis-
gengi finnast einnig syðst í Herðubreiðar-
töglum. Kverkfjallasprungureinin klofnar
raunverulega í tvennt norðan við Kverk-
hnjúkaskarðið. Vestari reinin liggur f
meginstefnuna N25°A um Rifnahnjúk og
austanverða Upptyppinga (7. mynd) en sú
austari liggur í um það bil stefnuna N40°A
um Kreppuháls, Kreppufarveg við Fagra-
dalsfjall, Lónshnjúk og í Álftadalsdyngju
(L ntynd). Báðar reinarnar hafa verið
mjög virkar á nútíma en virknin dvínar til
norðurs, þar sem þær hafa tilhneigingu til
að beygja nteira lil norðlægrar stefnu.
Misgengin á sprungum þessum eru mjög
misjöfn og þau eru sigin sitt á hvað, þó að í
heildina séu þau til vesturs. Einstök mis-
gengi ná oft um 5 m hæð á Kreppuhálsi og
10-15 m á Rifnahnjúkssvæðinu (8. mynd).
Hæsta mælda einstaka misgengið var tæp-
lega 20 m sig til vesturs norður af Rifna-
hnjúk (9. mynd). Austlægar sprungur finn-
ast í Kreppuhálsi, við Rifnahnjúk og víðar
og er stefna surnra þeirra sunnan við austur,
eða í svipaða stefnu og gossprunga
Kreppuhrauns.
Dyngjufjallasprungureinin er víðast
grafin í ungleg hraun og jökulsáraura svo
að erfitt er að átta sig á heildarmynd
hennar. Hún gengur frá Dyngjufjöllum í
stefnuna N20°A suður í gegnum Gígöldur
og hverfur þar undir Dyngjujökul (1.
mynd). Bæði Hrímalda og Urðarháls eru
mikið högguð af unglegum misgengjum,
samanber jarðfræðikortið (Guttormur Sig-
bjarnarson I993b). Sú höggun gæti allt
eins tilheyrt Bárðarbungureininni, sem
skarast mjög náið við Dyngjufjallareinina
svo að fleygurinn á milli þeirra er brotinn
upp á ýmsa vegu. Mest áberandi er
sprungustefnan, sem liggur um NI0°A, en
á Urðarhálsi er stefnan frá austri til vesturs
sláandi og um 30° norðan við vestur á
Hrímöldu. Gossprungur er stefna frá austri
209