Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 89
3. mynd. Askur (a) og tvö askgró (b).
Myndin er teiknuð með hjálp spegla
gegnum smásjá. Askurinn er teiknaður
sem um langskurð væri að rœða og sjást
stutt göng framan við enda askgróanna og
enda þau í sleppibúnaði sem er tvöfaldur
hringur og sést sem tvö misstór punktapör,
en út gegnum miðju hringsins skjótast full-
þroska gróin hvert á fœtur öðru. Askarnir
mœldust 150-185 pm langir og 10-11 pm
breiðir. Askgróin eru nœstum samsíða í
búnti í askinum, með einn þvervegg og
glœran anga úr hvorum enda. Askgróin
mœldust 92-130 x 2,3-3,3 pm. Sýni úr
Kjamaskógi 5. júlí 1992.
í aðra sem heitir Pleuroceras og ber núna
nafnið Pleuroceras insulare (Johanson)
M. Monod. Ástæðan fyrir þessum flutn-
ingum milli ættkvísla var sú að aldin
sveppsins (askhirslurnar) sitja beint í
hýsilvefnum, en það einkennir tegundir
P/ewroceraí-ættkvfslarinnar, en ekki í
svörtu þykkildi ofnu úr sveppþráðunt
(stróma) sem síðan situr í hýsilvefnum, en
það einkennir tegundir Linospora-
ættkvíslarinnar. Monod (1983) gat einnig
um glæra anga á endum hvers grós, en þá
hal'ði Johanson ekki séð, enda höfðu
miklar framfarir orðið í gerð smásjáa á
þessum hundrað árunt.
■ ÚTBREIÐSLA
Tegundin hefur norðlæga útbreiðslu. Barr
(1959, 1978) getur þriggja sýna frá norð-
urhluta Kanada, tveggja frá Ellesmereey á
Salix arctica og eins frá Baffinslandi á
Salix sp. Monod (1983) bætir við einu sýni
frá Tromsö í Noregi á Salix sp. Hvort teg-
undin hefur fundist víðar er ekki öruggt.
Lind (1928) getur hennar á þó nokkrunt
stöðum á suðurhluta Svalbarða og á Bjarn-
areyju á Salix polaris og Salix herbacea x
polaris. Holm & Holnt (1994) draga hins
vegar í efa að sveppurinn sem Lind fann á
Svalbarða hafi verið P. insulare og telja
líklegra að hann hafi fundið skylda tegund,
P. helveticum (Rehm) M.E. Barr, en þar
197