Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 105
Skýrsla um hið íslenska
NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAG FYRIR
ÁRIÐ 1994
FREYSTEINN SIGURÐSSON
amkvœmt lögum Hins íslenska
náttúrufrœðifélags skal formað-
urfélagsins árlega birta skýrslu
um starfsemina í Náttúru-
fræðingnum. Þessi háttur hefur verið
hafður á allt frá árinu 1952 þegar Nátt-
úrufrœðingurinn var gerður að félagsriti
en fram til þess hafði tímaritið aðeins
verið selt í áskrift.
■ FÉLAGAR
í árslok voru félagar og áskrifendur Náttúru-
fræðingsins 1.560 og hafði þeim fjölgað um
8 á árinu. Var það í fyrsta sinn síðan 1987
sem ekki hafði orðið fækkun í félaginu.
Heldurhafði dregið úrfækkuninni hin síðari
ár, en mest var hún 1988 og 1989. Heiðurs-
félagar voru 10, eins og í upphafi árs. Einn
heiðursfélagi lést á árinu, Sigurður H.
Pétursson gerlafræðingur, en hann var um tíu
ára skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins, auk
margra annarra starfa fyrir félagið. Á
aðalfundi HÍN 1994 var Pétur M. Jónasson,
prófessor í vatnalíffræði í Kaupmannahöfn,
kjörinn heiðursfélagi HÍN, en hann hefur
m.a. verið frumkvöðull og driffjöður f fjöl-
hliða rannsóknum á Mývalni og Þingvalla-
Freysteinn Sigurðsson (f. 1941) lauk Diplomprófi í
jarðfræði frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi árið
1974. Freysteinn hefur starfað lijá Orkustofnun æ
sfðan, einkum við grunnvatnsrannsóknir, neyslu-
vatnsrannsóknir og jarðfræðikortagerð. Hann hefur
verið formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags frá
1990.
vatni og ritstjóri vísindarita um þær rann-
sóknir. Er þar haldið þeirri hefð að heiðurs-
félagar HÍN séu annaðhvort fyrrverandi
forystumenn í félaginu sjálfu eða prófessorar
við Hafnarháskóla sent stuðlað hafi ötullega
að náttúrurannsóknum á íslandi. Er vitaskuld
sérlega ánægjulegt að íslendingur í slíku
embætti skuli hafa lagt fræðunum hér á landi
svo mikið lið. Kjörfélagar voru 6 og hafði
fækkað um einn á árinu. Ævifélagar voru 16
og hafði fækkað um 3 á árinu. Almennir
félagar innanlands voru 1220 f árslok,
skólafélagar 89, hjónaaðild höfðu 16, félagar
og stofnanir erlendis 66 og hafði fjölgað urn
8, en stofnanir innanlands voru 135 að tölu.
Alls létust 9 félagsmenn á árinu, 46 voru
strikaðir út af félagaskrá vegna vanskila og
er það með minna móti urn árabil, 59 gengu
úr félaginu en 122 í það, þar af 33 á svo-
kölluðum skólakjörum.
■ STJÓRN OG STARFSMENN
Á aðalfundi HÍN, 26. febrúar 1994, voru frá-
farandi stjórnarmenn félagsins endurkjörnir,
nema hvað Gyða Helgadóttir gaf ekki lengur
kost á sér til endurkjörs. í hennar stað var
kjörin Þóra Elín Guðjónsdóttir. Stjórn
félagsins var 1994 skipuð sem hér segir:
Forntaður Freysteinn Sigurðsson, vara-
formaður Hreggviður Norðdahl, gjaldkeri
Ingólfur Einarsson, ritari Þóra Elín Guðjóns-
dóttir, meðstjórnandi SigurðurS. Snorrason.
Nýir varamenn voru kjörnir Guðmundur
Halldórsson og Helgi Guðmundsson. Endur-
skoðendur voru endurkjörnir Magnús
Náttúrufræðingurinn 65 (3-4), bls. 213-219, 1996.
213