Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 63
Tamdir fílar tímgast lítt. Þar við bætist
að ekki svarar kostnaði að hafa ungfíla á
fóðrum þar til þeir fullorðnast. Stofnar
brúkunarffla eru því endurnýjaðir með því
að fanga og temja villifíla. Þá er sell upp
rammgerð stauragirðing, kraal, inni í
skógi þar sem fflahjörð hefst við. Svo fer
fjöldi manns, allt að 2000 að sögn Hagen-
becks, á vettvang og hrekur fflana inn í
girðinguna með blysum og trumbum. Þá
eru fangarnir tjóðraðir með hjálp taminna
ffla og tekið til við að temja þá. Einn
maður (mahout á Indlandi, ooz,ie í Burma)
tekur að sér hvert dýr og fíll og fílreki
tengjast oft sterkum böndum.
VlÐHAFNARFÍLAR
A Indlandi voru fflar til skamms tíma sams
konar stöðutákn og kádiljákar, rollsar og
benzar eru nú til dags. Höfðingjar sátu ffla
sína í sérlegum hásætum. í brúðkaupi hátt-
setts indversks embættismanns 1795 komu
l'ram einir 1200 skreyltir fflar, þar af báru
um hundrað silfurhúðuð viðhafnarhásæti.
Rómverjar notuðu fíla í sigurgöngum að
loknum vel lánuðum orrustum og við
krýningu keisara.
HerfIlar
Herstjórar í Asíu lærðu snemma að meta
kosti fíla. Þeir voru fyrirrennarar skrið-
dreka, brynjaðir málmplötum á höfði og
síðum (5. mynd). Með lilkomu skotvopna
urðu fílar úreltir í hernaði, af því að
byssurnar unnu á þeim en ekki síður vegna
þess að þeir fældust hvellina og áttu þá til
að troða eigin liðsmenn undir.
Notkun fíla í hernaði barst til Evrópu
eftir að Alexander mikli Makedóníu-
konungur (356-323 l'.Kr.) komst í tæri við
herfíla Persa, sem að sjálfsögðu voru
asískir.
Snemma á 3. öld f.Kr. fóru Egyptar að
temja afríkufíla til nota í hernaði. Þeir
lifðu þá og allt fram á 2. öld e.Kr. norðan
Sahara. Hannfbal (f. 247, d. unt 183-181
l’.Kr.) beilti afríkufílum með góðum ár-
angri gegn Rómverjum í púnversku slríð-
unum. Júlíus Sesar (100-44 f.Kr.) notaði
stöku sinnum herfíla, trúlega afríska.
Sfðan virðist tamning afríkuffla hafa
legið niðri þar til um síðustu aldamót,
þegar ráðamenn í Belgíska Kongó létu
fanga fíla og temja til nota í hernaði.
Skemmtifílar
Ashurnasirpal II Assyríukonungur kom á
níundu öld fyrir Krists burð upp dýragarði
sem í voru fílar frá Sýrlandi. Unt sama
leyti voru fflar í dýragarði í Kalhu í
Fönikíu. Alexander mikli hafði með sér
asíuffla úr herleiðöngrum sínum í austri og
sýndi við hirðina í Makedóníu á 4. öld
f.Kr. Og stríðsfílar Karþagómanna voru til
sýnis almenningi á friðartímum.
Rómverjar létu fíla berjast innbyrðis eða
við naut eða menn í hringleikahúsum, auk
þess sem þeir létu meinlausari fíla leika
þar ýmsar listir. Og enn eru fílar vinsælir í
sirkusum og dýragörðum.
■ FRÆNDGARÐUR
RANADÝRA
Fflategundimar tvær eru einu eftirlifandi
fulltrúar ranadýra, Proboscidea. Þessi ætt-
bálkur spendýra var fyrrum mun tjölskip-
aðri.
Menn ráða það af beinagerð og Ueiru að
nánustu ættingjar ranadýra séu spendýr af
tveimur ættbálkum, er um flest virðast
harla ólík fílum.
Annars vegar eru sækýrnar, Sirenia, all-
stór lagardýr sem líkjast fljótt á litið
selum. Framlimir eru ummyndaðir í eins
konar hreifa, afturlimir eru engir og lárétt
sporðblaðka á stirtlunni. Ein tegund,
Dugong dugon (6. mynd), lifir með strönd-
um Indlandshafs og Kyrrahafs og kemur
sjaldan í ósalt vatn. Þrjár tegundir af ætt-
kvíslinni Trichechus lifa í árósum og uppi
í ám beggja vegna Atlantshafs. Sækýr lifa
á þangi og öðrum vatnagróðri.
Núlifandi sækýr lil'a allar í hitabelti eða
hlýjustu hlutum tempruðu bcltanna.
Fimmta tegundin. barkdýrið, Hydrodam-
alis gigas, lifði í köldum sjó, á sögulegum
tíina aðeins í Beringshafi. Vesturlanda-
búar komust á snoðir um tilvist dýrsins
171