Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 63

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 63
Tamdir fílar tímgast lítt. Þar við bætist að ekki svarar kostnaði að hafa ungfíla á fóðrum þar til þeir fullorðnast. Stofnar brúkunarffla eru því endurnýjaðir með því að fanga og temja villifíla. Þá er sell upp rammgerð stauragirðing, kraal, inni í skógi þar sem fflahjörð hefst við. Svo fer fjöldi manns, allt að 2000 að sögn Hagen- becks, á vettvang og hrekur fflana inn í girðinguna með blysum og trumbum. Þá eru fangarnir tjóðraðir með hjálp taminna ffla og tekið til við að temja þá. Einn maður (mahout á Indlandi, ooz,ie í Burma) tekur að sér hvert dýr og fíll og fílreki tengjast oft sterkum böndum. VlÐHAFNARFÍLAR A Indlandi voru fflar til skamms tíma sams konar stöðutákn og kádiljákar, rollsar og benzar eru nú til dags. Höfðingjar sátu ffla sína í sérlegum hásætum. í brúðkaupi hátt- setts indversks embættismanns 1795 komu l'ram einir 1200 skreyltir fflar, þar af báru um hundrað silfurhúðuð viðhafnarhásæti. Rómverjar notuðu fíla í sigurgöngum að loknum vel lánuðum orrustum og við krýningu keisara. HerfIlar Herstjórar í Asíu lærðu snemma að meta kosti fíla. Þeir voru fyrirrennarar skrið- dreka, brynjaðir málmplötum á höfði og síðum (5. mynd). Með lilkomu skotvopna urðu fílar úreltir í hernaði, af því að byssurnar unnu á þeim en ekki síður vegna þess að þeir fældust hvellina og áttu þá til að troða eigin liðsmenn undir. Notkun fíla í hernaði barst til Evrópu eftir að Alexander mikli Makedóníu- konungur (356-323 l'.Kr.) komst í tæri við herfíla Persa, sem að sjálfsögðu voru asískir. Snemma á 3. öld f.Kr. fóru Egyptar að temja afríkufíla til nota í hernaði. Þeir lifðu þá og allt fram á 2. öld e.Kr. norðan Sahara. Hannfbal (f. 247, d. unt 183-181 l’.Kr.) beilti afríkufílum með góðum ár- angri gegn Rómverjum í púnversku slríð- unum. Júlíus Sesar (100-44 f.Kr.) notaði stöku sinnum herfíla, trúlega afríska. Sfðan virðist tamning afríkuffla hafa legið niðri þar til um síðustu aldamót, þegar ráðamenn í Belgíska Kongó létu fanga fíla og temja til nota í hernaði. Skemmtifílar Ashurnasirpal II Assyríukonungur kom á níundu öld fyrir Krists burð upp dýragarði sem í voru fílar frá Sýrlandi. Unt sama leyti voru fflar í dýragarði í Kalhu í Fönikíu. Alexander mikli hafði með sér asíuffla úr herleiðöngrum sínum í austri og sýndi við hirðina í Makedóníu á 4. öld f.Kr. Og stríðsfílar Karþagómanna voru til sýnis almenningi á friðartímum. Rómverjar létu fíla berjast innbyrðis eða við naut eða menn í hringleikahúsum, auk þess sem þeir létu meinlausari fíla leika þar ýmsar listir. Og enn eru fílar vinsælir í sirkusum og dýragörðum. ■ FRÆNDGARÐUR RANADÝRA Fflategundimar tvær eru einu eftirlifandi fulltrúar ranadýra, Proboscidea. Þessi ætt- bálkur spendýra var fyrrum mun tjölskip- aðri. Menn ráða það af beinagerð og Ueiru að nánustu ættingjar ranadýra séu spendýr af tveimur ættbálkum, er um flest virðast harla ólík fílum. Annars vegar eru sækýrnar, Sirenia, all- stór lagardýr sem líkjast fljótt á litið selum. Framlimir eru ummyndaðir í eins konar hreifa, afturlimir eru engir og lárétt sporðblaðka á stirtlunni. Ein tegund, Dugong dugon (6. mynd), lifir með strönd- um Indlandshafs og Kyrrahafs og kemur sjaldan í ósalt vatn. Þrjár tegundir af ætt- kvíslinni Trichechus lifa í árósum og uppi í ám beggja vegna Atlantshafs. Sækýr lifa á þangi og öðrum vatnagróðri. Núlifandi sækýr lil'a allar í hitabelti eða hlýjustu hlutum tempruðu bcltanna. Fimmta tegundin. barkdýrið, Hydrodam- alis gigas, lifði í köldum sjó, á sögulegum tíina aðeins í Beringshafi. Vesturlanda- búar komust á snoðir um tilvist dýrsins 171
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.