Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 53
7. mynd. Smásjármynd af ngkkrum stærstu kornunum í súru gjóskunni semféll í gosinu í ÖræfajöUi árið 1362. Gjóskan var tekin í fjörunni við Ósland þar sem sandmaðkar grafa sig niður í hana og sýnir því vel hvernig gjóskukornin sem fara gegnum meltingarfæri dýranna líta út. Kornin hafa bœði hvassar brúnir og beitta odda. - Photograph ofsome ofthe largest grains in the light tephra layer from the 1362 eruption in Öræfajökull. The sample was taken near Ósland and gives a good impression ofsize and shape ofthe sharp- edged tephra grains eaten by lugworms. Ljósm./photo Jón Eiríksson 1994. vesturhlíðum fjallsins, einkum á milli Svínafells og Hnappa- valla. Þetta var eðjuflóð (lahar) sem er algengur fylgifiskur eldgosa í háum snæviþöktum eldkeilum. Gjóskan sem kom upp í gosinu 1362 er úr gráhvítu líparíti og má rekja hana um allt austanvert landið frá Mýrdals- sandi til Hólsfjalla, en hún barst þó aðallega til austurs og hefur vindátt verið að mestu vestlæg meðan á gjóskufallinu stóð (Sigurður Þórarinsson 1958). Talið er að stór hluti hennar hafi borist á haf út. í Öræfum er gjóskan mjög gróf og þykklin allt að 50 cm og jafnvel meiri, en hún þynnist síðan og verður fínkornóttari austur á bóginn og er um 10 cm þykk vestast á Mýmm, 5-10 cm á Höfn í Hornafirði og 2-3 crn á Stafa- felli í Lóni. Gjóskan þynnist einnig í vestur- og norðurátt frá tjallinu, en hún er 1,8 cm þykk hjá Kálfafelli í Fljótshverfi, 1,5 cnr hjá Dverghömrum á Síðu og 1-2 mm vestast í Skaftártungu og hjá Grímsstöðum á Fjöllum (Sigurður Þórarinsson 1957, 1958). Gjóskan í gosinu 1362 er talin þekja um 38.000 km2 lands og er meðalþykktin á þessu svæði 3,2 crn. Rúm- mál hennar er því um 1,2 km\ en nýfallin hei'ur hún ef til vill verið hátt í 2 km\ Hins vegar gæti samanlagt rúmmál gjóskunnar í þessu gosi hafa verið fimmfalt meira, en mestur hluti hennar barsl á haf úl eins og áður sagði (Sigurður Þórarinsson 1957). Þetta er um það bil 50 sinnum meira en í Heklugosinu 1947-48. Það er því ljóst að hér hefur verið um mjög mikið gos að ræða og þarf ekki að fjölyrða um þau örlög sem biðu byggðarinnar undir Knappafellsjökli (síðar Öræfajökli) í júnímánuði árið 1362 þegar gosið hófst. Eyddist þá Lilla-Hérað, en þar er átt við byggðina milli Breiðár- sands og Lómagnúpssands, eins og þeir hétu þá. Einnig er hermt að í Nesjum, Mýrum og Suðursveit hafi byggð lagst af, en varla nenra í eitt eða tvö ár á austurhluta svæðisins. Talið er að í Lilla-Héraði hafi 30-40 bæir farið í eyði (Sigurður Þórarins- son 1957, 1958) og 250-400 manns muni hafi farist í gosinu (Páll Imsland 1987). Jökulhlaupin munu hai'a valdið mestum manna- og skepnudauða en líklega hefur gjóskufallið ekki síður valdið tjóni. Má í því sambandi benda á að bærinn Gröf, skammt norðan við Hof í Öræfum, lagðist í eyði vegna gjóskufalls en ekki hlaups. Þetla virðist hafa verið myndarbýli og var það grafið upp á vegum Þjóðminjasafnsins á ár- unurn eftir 1954, cn þá fundust bæjar- leifarnar (Gísli Gestsson 1959). Þá fannst bygg, sem bendir til þess að þar hafi verið stunduð kornrækt (Sturla Friðriksson 1959). 161
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.