Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 53
7. mynd. Smásjármynd af ngkkrum stærstu kornunum í
súru gjóskunni semféll í gosinu í ÖræfajöUi árið 1362.
Gjóskan var tekin í fjörunni við Ósland þar sem
sandmaðkar grafa sig niður í hana og sýnir því vel
hvernig gjóskukornin sem fara gegnum meltingarfæri
dýranna líta út. Kornin hafa bœði hvassar brúnir og
beitta odda. - Photograph ofsome ofthe largest grains
in the light tephra layer from the 1362 eruption in
Öræfajökull. The sample was taken near Ósland and
gives a good impression ofsize and shape ofthe sharp-
edged tephra grains eaten by lugworms. Ljósm./photo
Jón Eiríksson 1994.
vesturhlíðum fjallsins, einkum
á milli Svínafells og Hnappa-
valla. Þetta var eðjuflóð (lahar)
sem er algengur fylgifiskur
eldgosa í háum snæviþöktum
eldkeilum. Gjóskan sem kom
upp í gosinu 1362 er úr gráhvítu
líparíti og má rekja hana um allt
austanvert landið frá Mýrdals-
sandi til Hólsfjalla, en hún barst
þó aðallega til austurs og hefur
vindátt verið að mestu vestlæg
meðan á gjóskufallinu stóð
(Sigurður Þórarinsson 1958).
Talið er að stór hluti hennar
hafi borist á haf út. í Öræfum er
gjóskan mjög gróf og þykklin
allt að 50 cm og jafnvel meiri,
en hún þynnist síðan og verður
fínkornóttari austur á bóginn og
er um 10 cm þykk vestast á
Mýmm, 5-10 cm á Höfn í
Hornafirði og 2-3 crn á Stafa-
felli í Lóni. Gjóskan þynnist
einnig í vestur- og norðurátt frá
tjallinu, en hún er 1,8 cm þykk
hjá Kálfafelli í Fljótshverfi, 1,5
cnr hjá Dverghömrum á Síðu og
1-2 mm vestast í Skaftártungu
og hjá Grímsstöðum á Fjöllum
(Sigurður Þórarinsson 1957,
1958). Gjóskan í gosinu 1362 er
talin þekja um 38.000 km2 lands og er
meðalþykktin á þessu svæði 3,2 crn. Rúm-
mál hennar er því um 1,2 km\ en nýfallin
hei'ur hún ef til vill verið hátt í 2 km\ Hins
vegar gæti samanlagt rúmmál gjóskunnar í
þessu gosi hafa verið fimmfalt meira, en
mestur hluti hennar barsl á haf úl eins og
áður sagði (Sigurður Þórarinsson 1957).
Þetta er um það bil 50 sinnum meira en í
Heklugosinu 1947-48. Það er því ljóst að
hér hefur verið um mjög mikið gos að ræða
og þarf ekki að fjölyrða um þau örlög sem
biðu byggðarinnar undir Knappafellsjökli
(síðar Öræfajökli) í júnímánuði árið 1362
þegar gosið hófst. Eyddist þá Lilla-Hérað,
en þar er átt við byggðina milli Breiðár-
sands og Lómagnúpssands, eins og þeir
hétu þá. Einnig er hermt að í Nesjum,
Mýrum og Suðursveit hafi byggð lagst af,
en varla nenra í eitt eða tvö ár á austurhluta
svæðisins. Talið er að í Lilla-Héraði hafi
30-40 bæir farið í eyði (Sigurður Þórarins-
son 1957, 1958) og 250-400 manns muni
hafi farist í gosinu (Páll Imsland 1987).
Jökulhlaupin munu hai'a valdið mestum
manna- og skepnudauða en líklega hefur
gjóskufallið ekki síður valdið tjóni. Má í
því sambandi benda á að bærinn Gröf,
skammt norðan við Hof í Öræfum, lagðist í
eyði vegna gjóskufalls en ekki hlaups. Þetla
virðist hafa verið myndarbýli og var það
grafið upp á vegum Þjóðminjasafnsins á ár-
unurn eftir 1954, cn þá fundust bæjar-
leifarnar (Gísli Gestsson 1959). Þá fannst
bygg, sem bendir til þess að þar hafi verið
stunduð kornrækt (Sturla Friðriksson 1959).
161