Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 83
lagið frá gosinu mikia í Öræfa-
jökli 1362 og annað öskulag grá-
leitt fylgjast að í jarðvegssniðum
um allt héraðið og eru því afar
þýðingarmikil leiðarlög um það
allt.
Verður nú gengið út frá Öræfa-
jökulsöskulaginu, sem héreftir
verður nefnt Ö-lagið. Með því að
nota þessa aðferð fæst að gráa
öskulagið, héreftir nefnt G-lagið,
hafi orðið lil 1242 e.Kr. Sigurður
Þórarinsson (1981) segir „freist-
andi að telja það frá 1245“.
Aldursákvörðun gerð í Hollandi
(Utc 527) gaf 780±80 14C-ár, eða
að askan hal'i fallið á árabilinu
1180-1280 e.Kr. Sýnið sem var
ákvarðað var tekið í mýri í Mjó-
sundstanga sunnan við Herjólfs-
staði í Álftaveri. Örþunnt gróður-
leifalag var tekið bæði undir og
ofan á öskulaginu og notað til
ákvörðunar. Svo sem sjá má fellur
mat Sigurðar og talan fyrir bilið
milli Ö-lagsins og G-lagsins
innan ramma l4C-aldursákvörðun-
arinnar. Leyfi maður sér nú að
skipta því reiknaða bili l4C-
aldursákvörðunarinnar í tvennt og
setja 1230 e.Kr. sem líklegt fyrir
l'all G-lagsins, telja svo frá því
120 mm (=ár) niður á öskulagið
mikla, sem hér er fjallað um og
nefnt verður L-lagið, fœst að það,
og þar með gosið við Leiðólfsfell,
hafi orðið 1110 e.Kr.
Að sjálfsögðu voru öskulögin í
jarðvegi milli þessara umræddu
öskulaga ekki talin með, þar eð
þau eru augnabliksmyndun, en
aðeins reiknað með eðlilegri,
15. mynd. Jarðvegssnið sem sýnir
afstöðu þeirra öskulaga sem hér
erfjallað um. Aðeins þau lög sem
máli skipta eru tekin með. - Soil
section showing the ash layers
dealt with here.
14. mynd. Öskulögin þrjú. Efst er Örœfajökulslagið
frá 1362 (Ö), þá gráa lagið (G) og neðst þykka lagið
frá gosinu við Leiðólfsfell (L). - The three important
tephra layers in the soil around Leiðólfsfell. Ö from
the Öræfajökull eruption of 1362, G from an un-
known source and L, the Leiðólfsfell layer from the
eruption dealt with here. Mynd/photo Jón Jónsson.
o-
cm
on uCO
COOO
fc n
n vi Q
0-1362
G-1242 c.o.
L-III2 c.a.
| | Jarðvegur - Soil
///////) Gróleit aska - Grayish ash
Iqfofrl Grófur vikur - Coarse pumice
|á: : : | Fínaska - Fine ash
| *« *. *.*«1 Misgróf aska - Mixed ash
191