Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 56
Fréttir
Glæpaveldi caukanna
Skipuleg glæpastarfsemi virðist ekki ein-
skorðuð við mannheim. A Spáni lifa gauk-
ar sem haga sér eins og mafíósar gagnvart
varpfuglum sem hafna gaukseggjum.
Gaukurinn, Cuculus canorus, varpfugl
víða á meginlandi Evrópu og á Bretlands-
eyjum, verpur í hreiður ýmissa smáfugla,
einu eggi í hvert hreiður. Gauksunginn
losar sig við egg eða unga fósturforeldr-
anna sem hafa sig alla við að fóðra hann
og virðast ekki átta sig á því að þau eiga
ekkert í króganum.
Á Spáni og víðar í Suður-Evrópu verpur
önnur gaukstegund, dílagaukur, Clamator
glandarius. Hann er stærri en gaukur og
með fjaðurtopp á höfði. Eins og gaukur er
dílagaukurinn hreiðursníkill og verpur
oftast í hreiður skjóra, oft nokkrum
eggjum í sama hreiðrið.
Skjórinn er klókur l'ugl og full ástæða til
að ætla að hann láti ekki prettast af gauks-
eggjunum. Vandi dflagaukanna er því að
koma í veg fyrir að skjóramamma varpi
þeim rakleitt úr hreiðrinu.
Tveir dýrafræðingar, Manuel Soler við
háskólann í Granada á Spáni og Anders
Mpller við Hafnarháskóla, telja að gauk-
arnir beiti skjórana kúgun. Skjórar sem
fóstra gauksunga eru látnir í friði en
hreiður sem gaukseggjum er kastað úr
verða fyrir „slysum".
Eins og vanir skúrkar meðal manna
komast gaukarnir oftast hjá því að vitni
séu að slysunum. Dýrafræðingarnir sáu
aðeins einu sinni til gauks við að eyði-
leggja skjórahreiður.
Það þótti grunsamlegt hve sjaldan skjór-
arnir snerust til varnar. Af 134 hreiðrum
sem dílagaukar urpu í og fylgst var með á
tveimur sumrum voru aðeins sjö þar sem
foreldrarnir losuðu sig við gaukseggin. Og
sex af þessum hreiðrum voru rústuð -
eggin brotin eða ungarnir drepnir en látnir
liggja, enda lifa fullorðnir dílagaukar
einkum á fíðrildislirfum.
Aðeins 15 af hinum hreiðrunum - eða
12% - voru rænd. Þar hurfu egg eða ungar
og trúlega voru krákur að verki.
Fuglafræðingarnir settu nú á svið til-
raun. Þeir leiluðu sem fyrr að hreiðrum
sem gaukar höfðu orpið í og fjarlægðu
gauksegg úr 26 hreiðrum en skoðuðu 28
önnur og létu í friði. Það gerðu gaukarnir
Ifka en 16 af hreiðrunum 26 voru eyðilögð.
Hvað er að baki svona þróun? í mörgum
tilvikum voru hreiðrin rústuð of seint til
þess að foreldrarnir gætu orpið aftur og
gaukarnir þar með fengið nýtt tækifæri.
Hér virðist því beinlínis um það að ræða
að ungar skjóranna séu í gíslingu til að
tryggja góða hegðun foreldranna.
Dílagaukar eru nýsestir að á svæðinu
sem rannsakað var, Hoya de Gaudix á
Suður-Spáni. Eftir er að sjá hvort skjór-
arnir eiga eftir að snúast til varnar.
The Economist, 337/7944, 9. des. 1995.
Örnólfur Thorlacius tók saman.
164