Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 44
I. mynd. Sandmaðkur. - The lugworm Arenicola marina
(Linné).
getur verið ljósleitari og allt að því hvítur
og er þá stundum nefndur mjólkurhali
(Lúðvík Kristjánsson 1985). Bifháraklædd-
ar lirfur sandmaðksins eru í fyrstu stuttar og
frekar gildar og halda sig að mestu við
botninn, en eftir nokkurn tíma myndbreyt-
ast þær og verða ormlaga (Thorson 1946).
■ LIFNAÐARHÆTTIR OG
ÚTBREIÐSLA
Sandmaðkur er einkum útbreiddur í
Norður-Atlantshafi, norður á bóginn til
Svalbarða og Grænlands þar sem hann lifir
bæði við vestur- og austurströndina (Wes-
enberg-Lund 1951). Hann er frekar sjald-
gæfur í Miðjarðarhafi en vel þekktur frá
154
austurströnd Norður-Ameríku.
Eins og víða annars staðar er
hann hér á landi einkennisdýr á
leirum þar sem sjávarselta er
nægileg og finnst allt í kringum
landið einkum í eðjubornum
sandi niður á um 6 m sjávardýpi
(Wesenberg-Lund 1951, Agnar
Ingólfsson 1990). Ormurinn
grefur sig niður í botninn en
hraukar hans, gerðir úr sívölum
upphrúguðum setlengjum, setja
verulegan svip á flestar leirur og
því er auðvelt að finna hann,
enda hefur hann lengi verið
þekktur við strendur landsins.
Jón Olafsson frá Grunnavík gat
hans í riti sínu um sæ- og
vatnadýr, sem hann skrifaði í
Kaupmannahöfn árið 1737, og
Eggert Ólafsson sagði einnig frá
fjörumaðki í Ferðabók sinni sem
kom fyrst út árið 1772. Síðan
hef'ur margoft verið sagt frá
dýrinu hér við land.
J-LAGA BÚSTAÐUR
Sandmaðkur hefst oftast við í
eðjubornum sandi í J-laga röri
eða gangi, sem er hluti af U-laga
kerfi, og er framendi ormsins í
öðrum enda rörsins en afturend-
inn í hinum (2. mynd). Hann grefur sig
misdjúpt niður í setið eftir aldri, en fullvax-
in dýr eru á allt að 30 cm dýpi (Thamdrup
1935, Thorson 1968). Ormurinn gefur frá
sér slím sem hann notar til þess að líma
saman setkornin í rörveggjunum umhverfis
sig og fyrir ol'an afturendann (Thamdrup
1935, Wells 1945). Sandmaðkur er að hluta
til setæta. Hann gleypir setið við framend-
ann og myndast þá smádæld eða trekt á
leirunni þar fyrir ofan. Sjór sogast hins
vegar inn um afturenda rörsins, streymir
ofurhægt fram hjá orminum og upp í
gegnum setið fyrir ofan framenda dýrsins
og tryggir að setkornin þar tolla ekki saman
(Wells 1945, 1949). Þau eru því á sífelldri
hreyfingu, en setið sígur smám saman niður
að munni dýrsins sem gleypir það. Vöðva-
>