Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 103
þau allt upp að Lindá norðan við Hvanna-
lindir (3. mynd) og austur að Kreppuhálsi.
Nákvæmustu korl sem til eru af þessu
svæði eru kort Orkustofnunar í mælikvarð-
anum 1:20 000 og með 5 m hæðarlínum.
Rannsóknir á rennslisleiðum og rennslis-
halla Krepputunguhrauna á þessum kort-
um leiða það í ljós að það er útilokað að
þau hefðu getað runnið þangað miðað við
núverandi landslag. Ég hef reynt að meta
lágmarksrennslishalla fyrir hraunin til að
geta runnið þangað. Ég geng út frá því að
hann verði að vera um það bil 5 m/km. Sé
miðað við þann rennslishalla á hrauninu
hefur flekinn vestan við Kverkljalla-
sprungureinina sigið um 60-70 m ntiðað
við llekann austan hans frá því að Kreppu-
tunguhraun runnu, en það er einnig nálægt
því að vera 1 cm á ári að jafnaði.
Misgengin á Kverkfjallasprungureininni
sýna fyrst og fremst sig til vesturs. Ekki er
með fullu vitað hvar mótsvarandi ausllæg
sig er að finna. Flest bendir þó til að þau
séu í Dyngjufjallasprungureininni, enda
virðast einkenni þess í Gígöldum, en þar
skortir á rannsóknir því til staðfestingar.
Samkvæmt þessu sígur spildan á milli
þessara tveggja sprungureina sem heild.
Hins vegar er rnjög ólíklegt að sigið sé
jafnt á allri spildunni heldur er það lík-
legra að hún vindist og jafnvel snúist,
vegna þess að stefna hennar myndar nokk-
urt horn við meginstefnu sigbeltisins og
vegna legu megineldstöðvanna á gosbell-
inu.
■ LOKAORÐ
Fjallað hefur verið um berggrunn rann-
sóknasvæðisins í þessari grein og þeirri
næstsíðustu. Hins vegar hefur lítið verið
minnst á laus jarðefni og ágang jökla,
vatns og vinda, sent er þarna meiri og
magnaðri en víðast hvar annars staðar. í
næstu grein mun ég fjalla um hamfarir elds
og ísa, vatns og vinda, en þau öfl gera
Jökulsá á Fjöllum og farveg hennar að
einni stórbrotnustu nátlúrusmíð þessa
lands.
■ HEIMILDIR
Guttormur Sigbjarnarson 1973. Katla and
Askja. Jökull 23. 45-51.
Guttormur Sigbjarnarson 1993a. Norðan
Vatnajökuls. I. Aðdragandi og skipulag
jarðfræðikortlagningar. Náttúrufræðingur-
inn 63. 109-124.
Guttormur Sigbjarnarson I993b. Norðan
Vatnajökuls. II. Jarðlagaskipan og jarð-
fræðikort. Náttúrufræðingurinn 63. 201-217.
Haukur Tómasson 1973. Hamfarahlaup í
Jökulsá á Fjöllum. Náttúrufræðingurinn 43.
12-34.
Kristinn Albertsson 1972. Jarðfræði Suð-
vestur-Brúaröræfa og Mið-Krepputungu.
Óbirt B.S.-ritgerð við Verfræði- og raun-
vísindadeild Háskóla Islands, Reykjavfk.
Ólafur Jónsson 1945. Ódáðahraun I-III. Akur-
eyri.
Sigurður Steinþórsson 1981. Island og fleka-
kenningin. Náttúra íslands, 2. útg., bls. 29-
64.
Sigurður Þórarinsson 1950. Jökulhlaup og eld-
gos á jökulvatnasvæði Jökulsár á Fjöllum.
Náttúrufræðingurinn 54. 165-191.
Sigurður Þórarinsson 1963. Eldur í Öskju.
Reykjavík.
Sigurjón Páll Isaksson 1984. Stórhlaup í
Jökulsá á Fjöllum á fyrri hluta 18. aldar.
Náttúrufræðingurinn 54. 165-191.
■ SUMMARY
ÁT THE NORTH BORDER OF
VaTNAJÖKULL. III. LAVAS AND
TECTONICS IN POSTGLACIAL TIME
In the year 1993 the two first articles of the
present series “Al the North Border of Vatna-
jökull” were published in Náttúrufræðingur-
inn. The firsl article was a description of the
preparation and the field survey for the geo-
logical studies and mapping, but in the second
the geological map was represented followed
by a description of the strata pile, with the ex-
ception of the Holocene volcanism and teclon-
ics, which will be discussed in the present pa-
per.
The Neovolcanic rift-zone of Iceland cross-
es the westernmost part of the mapped area
from the south to the north. It is characterized
by the fissure swarms from the three central
volcanoes, the mounlain ridges of Bárðar-
bunga, Kverkfjöll and Dyngjufjöll (Fig. I),