Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 99
verið fleiri. Vikrahraunið frá 1961 nær
ekki inn á kortlagða svæðið (2. mynd), en
það liggur alveg við útjaðar þess vestur af
Vikrafelli.
■ HRAUN VIÐ HERÐUBREIÐ
Landið umhverfis Herðubreið og Herðu-
breiðartögl er allt þakið hraunum frá nú-
tíma, sem sum Itver verða ekki beinlínis
rakin til sprungureinar Dyngjufjalla-
megineldstöðvarinnar. Frá Flötudyngju,
rúma 3 km vestan við Herðubreið, hafa
runnið hraun upp að henni og í gegnum
skarðið á milli hennar og Herðubreiðar-
tagla, þar sem þau mynda hálfa dyngju
sem þekur allt svæðið austur að Jökulsá og
norðaustur að Herðubreiðarlindum (2.
mynd). Þessi hálfa dyngja er skemmtilegt
dæmi um það hvernig þröngt skarð, sem
dyngjuhraun rennur í gegnum, getur birst
sem dyngjumiðja þó að hinn raunverulegi
dyngjugígur liggi þar nokkuð frá. í
skarðinu við norðurenda Herðubreiðar-
tagla hafa Flötudyngjuhraun runnið upp að
litlum eldvörpum þar sem nokkrir
smágígar liggja á sprungu frá austri til
vesturs (2. mynd). Gígarnir á Flötudyngju
eru á vestnorðvestlægri sprungu en hraun-
rennslið frá henni ber öll einkenni dyngju-
hrauna.
Norðan Herðubreiðar eru Flötudyngju-
hraun grafin undir yngri hraunstraum sem
runnið hefur frá norðlægri gossprungu á
sprungureininni sem liggur frá Dyngju-
fjöllum í áttina að Hrútsröndum og Koll-
óttudyngju. Þetta hraun umgirðir norðan-
verða Herðubreið og það hefur runnið
austur í farveg Jökulsár á milli Herðu-
breiðarlinda og Grafarlanda, þar sem það
er nefnt Lindahraun. Það er yngra en
síðasta hamfarahlaupið í Jökulsá (Haukur
Tómasson 1973) og því vart yfir 2000 ára
gamalt. Það gæti jafnvel hafa runnið á
sögulegum tíma, sem er þó heldur
ósennilegt. Annar hraunstraumur frá þess-
ari sömu gossprungu hefur fallið sunnar lil
austurs á milli Flötudyngju og Svörtu-
dyngju og alveg upp að veslurhlíðum
Herðubreiðartagla (2. mynd), svo að ekki
er hægt að sjá hvor af þessum smávöxnu
dyngjum er eldri. Óvíst er hvort Svörtu-
dyngjuhraun ná eitthvað inn á kortlagða
svæðið því að þunnfljótandi hraun frá
Dyngjufjöllum hafa runnið ofan á þau allt
uinhverfis dyngjuna.
■ HOLUHRAUN
Holuhraun nefnist 90-100 ferkílóinetra
unglegt hraun sem liggur við norðurjaðar
Dyngjujökuls. Það liggur ofan á Kreppu-
tunguhraunuin, a.m.k. að nokkru leyti, en
bæði útlits og aldurs vegna getur það ekki
llokkast með þeini. Ólafur Jónsson (1945)
leiðir nokkrunt líkum að því að það hafi
runnið a.m.k. að nokkru leyti árið 1797,
enda er það mjög unglegt í útliti. Hins
vegar er þessi aldursgreining hans ekki
studd mjög sterkum rökum og engar
frásagnir er að finna um meðfylgjandi
jökulhlaup. Holuhraun hefur aðallega
runnið frá tveim gossprungum (2. mynd)
sem sennilega hafa myndast í sama gosi.
Líklegast heldur sú syðri þeirra áfram inn
undir jökulinn. Hið gífurlega aurmagn í
vestanverðum Dyngjujökli og útlit hans
bendir til eldsumbrota þar á síðari öldum,
en þeim mun ávallt fylgja jökulhlaup.
Frásagnir eru til af mörgum jökulhlaupum
í Jökulsá á Fjöllum á tímabilinu 1655 til
1730 (Sigurður Þórarinsson 1950, Sigur-
jón Páll ísaksson 1984), en þau benda
eindregið til eldsumbrota í Dyngjujökli á
þeim tíma. Spurningunni um aldur Holu-
hrauns er því ekki fullsvarað að nn'nu áliti.
Nokkur eldri gígbrot finnast við vestur-
jaðar Holuhrauns, 500-1000 m frá jökl-
inum. Þau hafa ekki verið rannsökuð
nánar, en þau gætu tilheyrt Krepputungu-
hraunum.
■ ARNARDALSÖLDUGÍGAR
Arnardalsöldugígar liggja austan í hlíðum
Arnardalsöldu. Þarna eru gígbrot úr rauð-
brenndu og svörtu gjalli og lítil, máð
207