Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 43
Sandmaðkur
í FjÖRUMÓ OG
SURRI GJÓSKU
LEIFUR A. SIMONARSON
OG PÁLL ÍMSLAND
Tengsl milli ólíkra þátta í ríki náttúr-
unnar eru stundum nieiri en virðist í
fljótu bragði. Hvaða áhrif skyldu breyt-
ingar á stœrð Vatnajökuls hafa á lífs-
skilyrði sandmaðks í Hornafirði og á
hvern hátt tengist sandmaðkurinn gos-
inu mikla í Öræfajökli 1362?
andmaðkur er talinn til liðorma,
nánar tiltekið burstaorma, og var
honum upphaflega lýst og gefið
tegundarheitið af Carl von Linné
árið 1758. Hann nefndi orminn Lumbricus
marinus og virðist því hafa talið hann með
ánamöðkum. A það voru ekki allir sállir og
svo fór að Daninn A.S. Örsted skipaði hon-
um í aðra ættkvísl og lagði jafnframt lil ætt-
kvíslarheitið Arenicola árið 1843 og hefur
það verið notað síðan. Latneskt nafn orms-
ins er því Arenicola marina og er dregið af
því að dýrið „býr í sjávarsandi“, en á
Leifur A. Símonarson (f. 1941) lauk magistersprófi
í jarðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1971 og
licentiat-prófi frá sama skóla 1978. Hann er prófessor
í steingervingafræði við Háskóla Islands og hefur
einkum fengist við rannsóknir á tertíerflóru Islands og
sælindýrafánum frá efri hlutra tertíers, ísöld og núti'ma
á íslandi og Grænlandi. Leifur hefur um árabil setið í
ritnefnd Náltúrufræðingsins.
Páll Imsland (f. 1943) lauk B.S.-prófi íjarðfræði frá
Háskóla Islands 1973 og doktorsprófi frá sama skóla
1985. Páll hefur m.a. unnið að rannsóknum ájarðfræði
Jan Mayen. Hann er sérfræðingur við Raunvísinda-
stofnun Háskólans og vinnur einkum að rannsóknum
á náttúruvá. Páll er fyrrverandi ritstjóri Náttúru-
fræðingsins.
íslensku hefur hann ýmist verið nefndur
sandmaðkur, fjörumaðkur, leirumaðkur,
beitumaðkur eða einlaldlega maðkur. Á
seinni árum hefur nafnið sandmaðkur mest
verið notað.
■ ÚTLIT OG EINKENNI
Sandmaðkur er allstór ormur, verður allt að
22 cm langur hér við land þegar hann er
fullvaxinn (Bjarni Sæmundsson 1918), og
gildur er hann sem þumalfingur (1. mynd).
Aftasti þriðjungurinn er mjórri en framhlut-
inn og myndar afturbolinn, sem stundum er
nefndur hali (Lúðvík Kristjánsson 1985,
Agnar Ingólfsson 1990). Við átak slitnar
hann olt af dýrinu, t.d. ef fugl í ætisleil nær
taki á orminum og reynir að draga hann úr
sandinum. Sandmaðkurinn virðist jafna sig
fljótt á slíkri skerðingu og getur vaxið nýr
afturbolur í stað þess gamla. Ekki markar
lyrir höfði á framenda dýrsins og augu eru
engin og heldur ekki fálmarar. Fremst er
munnur, en engar tennur né bitkrókar eru í
honum, hins vegar getur dýrið gúlpað úl úr
sér kokinu. Burstar úr kítínhárum eru á
litlum fóttotum á framanverðu dýrinu en
ekki á aflurbolnum. Raunar eru burstarnir
tvenns konar, því að hárlaga burstar eru á
baki dýrsins en krókar eða krókburstar
neðarlega á hliðunum og kviðnunt. Rauð-
leitir tálknskúfar eru ofarlega á báðum
hliðum um miðjan líkamann. Þarmop er á
aftasta alturbolslið. Maðkurinn er mórauð-
ur eða grænsvartur á lit, en afturbolurinn
Náttúrufræðingurinn 65 (3-4), bls. 153-163, 1996.
153