Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 60

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 60
saman. Sögur fara aí' frægri fílahjörð sem í voru engir tarfar og gerði mönnum lífið leitt á um þúsund ferkílómetra svæði kringum Gondokoro, sunnantil í Súdan. Kýrnar, sem gengu undir nafninu „súffrag- ettuhjörðin", voru einkar viðskotaillar og réðust stundum á menn sem hætlu sér nærri þeim. „Það er freistandi að líla á þessa hegðun sem óhjákvæmilega afleiðingu karlaleysis (og því verður ekki neitað að ákveðna hliðstæðu má finna meðal manna), en um þetta efni er líkast til hollast að hafa sem fæst orð.“ (Carrington 1958.) Meðgöngutíminn er að meðaltali eitt ár og tíu mánuðir en fer frá ári og fimm mán- uðum í tvö ár og einn mánuð (lengri fyrir bolakálf en kvígu). Tvíburar eru fágætir. Meðan kýrin ber umkringir hjörðin hana og verndar hana og kálfinn. Nýfæddur kálfur er um 100 kg. Hann stendur upp hálftíma gamall og er á spena í tvö til þrjú ár. Hjörðin bíður þar til kusi getur fylgt henni, yfirleitt um tvo daga. Móðirin sinnir afkvæmi sínu af mikilli natni en fílapabbi tekur lítinn þátt í upp- eldinu. Nýlega hefur komið í ljós að fílar gefa frá sér innhljóð, það er hljóð af lægri tíðni en menn greina, allt niður í 14 rið. Lág- tíðnihljóð berast langan veg í þéttum skóg- um og menn grunar að fílarnir noti þau til samskipta. (Schmidt-Nielsen 1990.) Fílar eyðileggja oft eins mikið af gróðri og þeir éta. Fullorðinn fíll tekur til sín 250 til 350 kíló af fastri fæðu daglega, enda ver hann að minnsta kosti sextán stundum á sólarhring í að matast. Hann brýtur greinar af trjám, en ef tréð er of hátt ýtir hann á það með enninu og veltir því með rótum. Þetta á einkum við um afríkufíla. Ind- landsfílar láta sér yfirleitt nægja að slíta greinarnar. Gras rífur fíllinn sem fyrr segir upp með rananum. Salt þykir fflum sælgæti og þeir ferðast stundum langar leiðir í leit að því. Þeir standast ekki heldur maís, sykurreyr og fleira góðgæli sem mennirnir rækta og eru engir aufúsugestir á ökrum. Auk þess sem þeir éta ryðja þeir á ránsferðum sínum um koll ýmsum mannvirkjum, svo sem síma- staurum. Fílar í umsjá manna eiga lil að vera nokkuð drykkfelldir. í náttúrunni er fram- boð á áfengi takmarkað en fílar hafa þar komist upp á lag með að færa sér í nyt það sem í boði er. Carrington (1958) vitnar í rit frá 1875 eftir W.H. Drummond, The Large Game and Natural History of South and South-east Africa: „Sem fyrr segir er talsvert um þá á svæðinu norður al' Pongolo á sumrin. Þegar vetur nálgast leita þeir hælis lengra inni í landi. Þeir koma á sama tíma og aldin umganu-trésins þroskast, en þeir eru sólgnir í það og leita þess eflaust. Úr þessu aldini má fá sterkan áfengan drykk og fílarnir verða sætkenndir af að éta það, þeir slaga, láta öllum illum látum, öskra svo heyra má mflur vegar og berjast stundum harkalega innbyrðis.“ Sams konar háttarlag þekkist hjá asíu- fflum en þess er ekki getið hvaða ávöxtur komi þeim í hátíðarskap. Félagsskipun John Hagenbeck hét þýskur maður sem bjó f aldarfjórðung, undir lok nítjándu aldar og í byrjun hinnar luttugustu, í Indíalöndum, einkum á Sri Lanka sem þá hét Ceylon og var bresk nýlenda. Bróðir hans, Carl Hagenbeck, stjórnaði frægum dýragarði í Hamborg og hlutverk Johns þar eystra var að fanga villt dýr í garðinn. I bók sinni, Ceylon, sem út kom í íslenskri þýðingu 1939, fjallar Hagenbeck talsvert um ffla. Hann skiptir þeim í þrjár deildir eftir lífsvenjum. í fyrstu deildinni eru hjarðfílar, „en til þeirra telst mikill meirihluti allra fíla“. Fílahjörðum hafa hér verið gerð nokkur skil, og verður ekki bætt við það. Hér tekur frásögn Hagenbecks við1: „I annari deildinni má telja einstœðinga', venjulega eru það karldýr, sem af einhverjum ástæðum una sér ekki í hjörðinni eða er bolað þaðan burtu og l'ara sinna ferða einir sér. Þeir hafa venjulega sitt eigið svæði til umráða, oft frekar lítið um sig, og yfirgefa það mjög sjald- 1 Hvorki hefur verið hróflað við stafsetningu né greinarmerkjum. 168
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.