Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 86

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 86
Athyglisverð skordýr: Ylskotta ERLING ÓLAFSSON kottur eru mjög frumstæð skordýr, svo frumstæð að þær hafa enn leifar fóta á afturbol, sem talið er ______ að þær hafi erft frá forföður skor- dýranna. Slíkar fótaleifar er einungis að finna hjá allra frumstæðustu ættbálkunum. Skottur eru ýmist taldar til eins ættbálks (Thysanura) eða þeim er skipt í tvo ættbálka, annars vegar kögurskottur (Thysanura) og hins vegar stökkskottur (Archaeognatha). Tegundir beggja ættbálkanna eru mjög áþekkar. Bolurinn er langur (1-1,5 cm) og mjókkar aftur. Fálmarar eru mjög langir, þráðlaga og þrjú liðskipt skott eru aftur úr dýrunum, eitt langt miðlægt og tvö styttri hliðlæg. Sá er útlitsmunurinn helstur á ætt- bálkunum tveimur, að stökkskottur hafa áberandi stór samsett augu, skottin eru lítt hærð og eru hliðarskottin yfirleitt lítið útstæð. Kögurskottur hafa mun minni samsett augu og geta verið alfarið án augna. Skottin eru áberandi hærð og eru hliðarskottin útstæð og sveigjast jafnvel fram á við. Hér verður fjallað frekar um kögur- skotturnar. Til skamms tíma var þekkt hér á landi aðeins ein tegund þeirra. Það er hin illa þokkaða silfurskotta Lepisma sacchar- ina Linnaeus. Annars eru alls þekktar um 330 tegundir kögurskottna í heiminum. Atvik sem átti sér stað árið 1993 varð til- efni þessa pistils. Meindýraeyðir Reykja- víkurborgar var kallaður til að útrýma silfurskottum úr kjallara húss við Skipholt í Reykjavík þann 31. mars. Fyrir rælni tók Erling Ólafsson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla Islands 1972 og doktorsprófi í skor- dýrafræði frá Háskólanum í Lundi 1991. Erling hefur starfað við dýrafræðirannsóknir hjá Náttúrufræði- stofnun íslands frá 1978. hann til handargagns eitt eintak af mein- semdinni og færði höfundi til frekari at- hugunar. Kom þá í ljós að um var að ræða tegund sem hafði ekki áður fundist hér á landi. Tegundina, Thermobia domestica (Packard 1873), hef ég nefnt ylskottu á íslensku. Lífsháttum hennar og silfur- skottu svipar saman um margt. Þó er ylskottan mun hitasæknari. Best fer um hana í kyndiklefum, með hitaleiðslum og á bak við ofna. Annars lifa báðar þessar tegundir á ýmsu tilfallandi, t.d. sykri og sterkjuríkri mjölvöru, einnig pappír, vegg- fóðri og sveppþráðum sem nóg er af í rökum húsakynnum. Það er síðan af ylskottunum að frétta að herferðin gegn þeim í Skipholtinu dugði engan veginn til að útrýma þeim og mér barst aftur í hendur eintak sem fannst í sambyggðu húsi 20. október 1995. Þriðja eintakið barst mér síðan 7. febrúar 1996, en það fannst í húsi við Laugarásveg í Reykjavík. Því má álykta að tegundin sé að festa sig í sessi hér á landi. Ylskotta Thermobia domestica (Packard), fundin í Reykjavík 31. mars 1993. Hér er á ferðinni nýr landnemi sem virðist œtla að festa sig í sessi sem meindýr í híbýlum okkar Islendinga. Hún er algeng í Mið- og Suður-Evrópu en sjaldgœf norðar. Ljósm. Erling Olafsson. 194 Náttúrufræðingurinn 65 (3—4), bls. 194, 1996.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.