Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 86
Athyglisverð skordýr:
Ylskotta
ERLING ÓLAFSSON
kottur eru mjög frumstæð skordýr,
svo frumstæð að þær hafa enn
leifar fóta á afturbol, sem talið er
______ að þær hafi erft frá forföður skor-
dýranna. Slíkar fótaleifar er einungis að
finna hjá allra frumstæðustu ættbálkunum.
Skottur eru ýmist taldar til eins ættbálks
(Thysanura) eða þeim er skipt í tvo
ættbálka, annars vegar kögurskottur
(Thysanura) og hins vegar stökkskottur
(Archaeognatha).
Tegundir beggja ættbálkanna eru mjög
áþekkar. Bolurinn er langur (1-1,5 cm) og
mjókkar aftur. Fálmarar eru mjög langir,
þráðlaga og þrjú liðskipt skott eru aftur úr
dýrunum, eitt langt miðlægt og tvö styttri
hliðlæg. Sá er útlitsmunurinn helstur á ætt-
bálkunum tveimur, að stökkskottur hafa
áberandi stór samsett augu, skottin eru lítt
hærð og eru hliðarskottin yfirleitt lítið
útstæð. Kögurskottur hafa mun minni
samsett augu og geta verið alfarið án
augna. Skottin eru áberandi hærð og eru
hliðarskottin útstæð og sveigjast jafnvel
fram á við.
Hér verður fjallað frekar um kögur-
skotturnar. Til skamms tíma var þekkt hér
á landi aðeins ein tegund þeirra. Það er hin
illa þokkaða silfurskotta Lepisma sacchar-
ina Linnaeus. Annars eru alls þekktar um
330 tegundir kögurskottna í heiminum.
Atvik sem átti sér stað árið 1993 varð til-
efni þessa pistils. Meindýraeyðir Reykja-
víkurborgar var kallaður til að útrýma
silfurskottum úr kjallara húss við Skipholt
í Reykjavík þann 31. mars. Fyrir rælni tók
Erling Ólafsson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í líffræði
frá Háskóla Islands 1972 og doktorsprófi í skor-
dýrafræði frá Háskólanum í Lundi 1991. Erling hefur
starfað við dýrafræðirannsóknir hjá Náttúrufræði-
stofnun íslands frá 1978.
hann til handargagns eitt eintak af mein-
semdinni og færði höfundi til frekari at-
hugunar. Kom þá í ljós að um var að ræða
tegund sem hafði ekki áður fundist hér á
landi. Tegundina, Thermobia domestica
(Packard 1873), hef ég nefnt ylskottu á
íslensku. Lífsháttum hennar og silfur-
skottu svipar saman um margt. Þó er
ylskottan mun hitasæknari. Best fer um
hana í kyndiklefum, með hitaleiðslum og á
bak við ofna. Annars lifa báðar þessar
tegundir á ýmsu tilfallandi, t.d. sykri og
sterkjuríkri mjölvöru, einnig pappír, vegg-
fóðri og sveppþráðum sem nóg er af í
rökum húsakynnum.
Það er síðan af ylskottunum að frétta að
herferðin gegn þeim í Skipholtinu dugði
engan veginn til að útrýma þeim og mér
barst aftur í hendur eintak sem fannst í
sambyggðu húsi 20. október 1995. Þriðja
eintakið barst mér síðan 7. febrúar 1996,
en það fannst í húsi við Laugarásveg í
Reykjavík. Því má álykta að tegundin sé
að festa sig í sessi hér á landi.
Ylskotta Thermobia domestica (Packard),
fundin í Reykjavík 31. mars 1993. Hér er á
ferðinni nýr landnemi sem virðist œtla að
festa sig í sessi sem meindýr í híbýlum
okkar Islendinga. Hún er algeng í Mið- og
Suður-Evrópu en sjaldgœf norðar. Ljósm.
Erling Olafsson.
194
Náttúrufræðingurinn 65 (3—4), bls. 194, 1996.