Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 110
bjart og sólskin. Fyrst var gengið á Kross-
hólaborg en næst var staldrað í vegaskarðinu
í Klofningnum sjálfum og gengið á hólana.
Þar var svo gert hádegishlé. Þaðan var ekið
inn Skarðsströnd og í Saurbæ en þar var farið
niður í fjöru hjá Tjaldanesi (Salthólma).
Utfiri var mikið og gafst þarna ágætt tækifæri
til að skoða beltaskiftingu þangs og annars
fjörulífs, bragða á sölum og öðrum ætiþara
og kynnast sölvafjöru af eigin raun með frá-
bærri leiðsögn. Eftir kaffihlé undir bökk-
unum var ekið inn í Ólafsdal og litið á
brúarstæði þau í Gilsfirði sem í umræðu voru
um þær mundir. Þaðan var snúið heim á leið,
með áföngum í Búðardal og Borgarnesi en til
Reykjavíkur var komið upp úr kvöld-
matarleytinu. Ferðin þótti takast með ágæt-
um vel. Fararstjórar voru Freysteinn Sigurðs-
son og Guttormur Sigbjarnarson en þátt-
takendur voru 22 talsins.
Langa ferðin
Langa ferð HIN var þessu sinni farin austur í
Eldgjá 22.-24. júlí. Farið var austur Land-
mannaleið en suður Fjallabak. Til stóð að
fara inn að Langasjó en skaflar voru þar enn á
leiðinni, sem er að vísu óvanalega langt fram
á sumar, svo að ekki varð af því. Leið-
sögumenn voru jarðfræðingarnir Guðrún
Larsen og Elsa G. Vilmundardóttir. Eyþór
Einarsson grasafræðingur forfallaðist á
síðust stundu, en Einar Gíslason gróður-
kortahöfundur hljóp í skarðið í gróður-
greiningarkeppni á laugardalskvöldið, sem
þakkað er af alhug. Lagt var upp frá
Umferðarmiðstöðinni um kl. 9 á föstudag,
22. júlí, og stefnt austur yfir fjall. Veður var
hlýtt og þurrt, dumbungur í Reykjavík en
bjartviðri og hægviðri á Landmannaleið.
Afangi var á Selfossi, staldrað í vikurnámi
neðan Rangárbotna, en þar var svo gert
hádegishlé. Þaðan var ekin Dómadalsleið og
sýndi Guðrún hópnum öskusnið austan við
Dómadalsháls, sem hún hafði leyfi til frá
Náttúruverndarráði að opna í þessu skyni.
Staldrað var við Ljótapoll og skyggnst yfir
eldstöðvakerfin í nágrenninu, en kaffihlé var
tekið í Landmannalaugum. Enn var staldrað
á sjónarhæð í Jökuldölum, og litið til mó-
bergs og öskulaga, og aftur á Herðubreiðar-
hálsi, þar sem notið var útsýnis yfir Eldgjá og
Skaftá. í gististað í Hólaskjóli við Syðri-
Ófæru var komið um kl. 19. Um kvöldið var
efnl til veðurspárkeppni, en margir notuðu
tækifærið til að skoða sig um í hrauninu upp
með gili Syðri-Ófæru, en þar er víða fallegl.
A laugardagsmorguninn var lagt upp um
kl. 9 og ekið inn í Eldgjá. Veður var hlýtt,
hægviðri á suðvestan og þurrt, léttskýjað en
sólarlítið. Ekið var upp á austurbarminn og
móts við Ófærufoss. Þaðan gekk hluti hóps-
ins hið el'ra um giljaleiga inn á Skælinga og
niður að leitarmannahúsinu hjá dimmuborga-
mynduninni við Skaftá. Þaðan var gengið
aftur niður á Eldgjárbarm, en hinn hluti
hópsins hafði á meðan farið akandi niður í
Eldgjá og gengið inn að Ófærufossi. Komið
var snemma í náttstað, en þar fór fram
gróðurgreiningarkeppni um kvöldið.
Haldið var brott úr Hólaskjóli um kl. 10 á
sunnudagsmorgun og stefnt niður í Skaftár-
tungu. Veður var þá heldur svalara, suð-
austankaldi, þokuruðningur og rigning, en
uppstytta þegar vestur kom af Fjallabaki.
Farið var upp hjá Snæbýli og á Mælifells-
sand. Þar var svartaþoka, svo að naumast sá
yfir Hólmsá, sem var í talsverðum vexti. Var
því lítið staldrað fyrr en í gjaldskyldum
áfanga í Hvanngili, þar sem blöðrur ferða-
langa eru gerðar að tekjulind. Úr því fór að
stytta upp, gengið var niður að Markar-
fljótsgljúfri (Fljótsgili) að vestan en síðan
farið niður á Einhyrningsflatir, þar sem tekið
var kaffihlé við Bólstað. Þaðan var ekið
niður Fljótshlíð með áfanga á Hvolsvelli og
komið til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið.
Fararstjórar voru Freysteinn Sigurðsson og
Guttormur Sigbjarnarson. Þátttakendur voru
40 talsins.
SVEPPA- OG SKÓGARFERÐ
Sveppatínslu- og skógarskoðunarferð var
farin í samvinnu við FÍ laugardaginn 27.
ágúst í Skorradal. Leiðbeinandi um sveppi
var Eiríkur Jensson Iíffræðinguren um skóga
og tré leiðbeindi Friðrik K. Karlsson verk-
stjóri hjá Skógræktinni. Veður var skaplegt,
sæmilega hlýtt en norðaustankaldi, bjart og
þurrt. FÍ sá um fararstjórn. Þátttakendur voru
30 talsins.
)arðfræðiskoðun
Jarðfræðiskoðunarferð var farin í samvinnu
við FÍ að Laka og á Mýrdalssand 9.-11.
218