Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 70
Fréttir
Eiturefni í hvalkjöti i Færeyjum?
Síðastliðið vor voru kynntar á fundi WWF
(World Wide Fund for Nature) niðurstöður
mælinga á styrk kvikasilfurs í nýrum og
lifur frænda okkar Færeyinga (Marine Up-
date, No. 20, maí 1995). Benda þær til að
hann sé rúmlega tífalt hærri en í Björg-
vinjarbúum og fjórum sinnum hærri en
viðmiðunarmörk WFIO (World Health
Organization). Þessi hái styrkur var talinn
stafa af grindarkjötsáti þeirra Færeyinga
en það er reglulega á borðum þeirra. Sem
kunnugt er veiða Færeyingar grindina með
því að reka hana á land og slátra henni í
fjörunni og gegnir grindarkjötið mikil-
vægu hlutverki í fæðu eyjaskeggja. Neysl-
an á árunum 1970-1984 var talin vera á
bilinu 82-555 grömm á mann á viku.
Þetta er þó ekki eina hættan sem talin er
stafa af neyslu grindarinnar. Styrkur
kadmíums í lifur og nýrum frænda okkar
reyndist tvisvar sinnum hærri en við-
miðunarmörkin. Þá hefur mælst nokkuð
mikið af skordýraeitri, t.d. pesticides
lindane, dieldrin og DDT, og einnig
nokkuð af PCD-efnum.
Grindhvalir eða marsvín eru tannhvalir
sem lifa á smokkfiskum, uppsjávarfiskum
og krabbadýrum. Sem kjötætur eru þeir
efst í sjávarfæðukeðjunni og þar af leið-
andi miklar líkur á að í þeim safnist fyrir
ýmsir eitraðir málmar og þrávirk lífræn
efni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að í grind-
hvölum úr Norður-Allantshafi er styrkur
PCB-efna og ýmissa annarra óæskilegra
efnasambanda allt að sjö sinnum hærri en
viðmiðunarmörk WHO og USFDA (US
Food and Drug Administration). I útvarps-
fréttum 15. nóvember síðastliðinn var
skýrt frá nýjum niðurstöðum norskra
rannsókna er benda til þess að í kjöti hvíta-
bjarna á Svalbarða sé sexfalt meira af
PCB-efnum en í kjöli hvítabjarna í Alaska.
Við fregnir af menguðu grindarkjöti í
Færeyjum vakna spurningar um hvernig
ástandið sé með hvölum annars staðar í
heiminum. I WWF-skýrslunni er því velt
upp að jafnvel þótt öllum hvalveiðiflota
heims yrði lagt til eilífðarnóns nú þegar
myndi lramtíð margra hvalategunda ennþá
vera ótrygg sökum mengunar frá eitur-
efnum og vegna annarrar umhverfisógnar
svo sem hitnunar við yfirborð jarðar, rek-
neta, eitraðs þörungablóma o.fl.
Marine Pollution Bulletin, 30/8, 1995.
Þýtt og endursagt,
Jón Benjamínsson
178