Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 72
að hér hafi eldur framkomið og hraunspýju
eptir sig látið. Þar þessi byggð var, sjásl
enn til merkis húsatóptir og girðingar,
sérdeilis á kirkjustaðnum sem þar skyldi
verið hafa og nafnið helst við plássins að
það kallast Tólfahringur.“ Ekki virðist
órýmilegt að álykta að hér sé um einn og
sama atburð að ræða, þann er eyddi Tólfa-
hring og þann er spillti landi Skálar.
Tólfahringur eða Tólfahringar, því sú
mun vera málvenja í Skaftártungu, er land
með grónum giljareitum og aflíðandi halla
niður að Syðri-Ófæru og hrauninu frá 1783
(1. mynd). Sæmundur Hólm (1784) nefnir
meðal eyddra byggða: „et vidtlöftigt
Bygdelav i Fieldene omkring Skaptár-
gljúfur, som tydeligt beviser mange Efter-
levninger af gamle Gaarde og Gierder."
Ekki nefnir Sæmundur nafn á þessari
byggð, en þar sem hann nefnir Skaftár-
gljúfur er Ijóst að um Tólfahring er að
ræða. Sveinn Pálsson (1945) nefnir rústir á
þessum slóðum og tilgreinir kirkjustað
sem verið hafi að Réttarfelli. Víst er að þar
eru rústir ekki litlar en nokkuð skiptar
skoðanir eru um það hverskonar byggingar
þar hafi verið, en svo stórt svæði hefur þar
verið afgirt að næsta ljóst þykir að þar hafi
byggt ból verið (Jón Jónsson 1986). Stað-
reyndin er hinsvegar sú að rústirnar hafa
ekki verið alvarlega rannsakaðar. Ljóst er
jafnframt að vart verða þær taldar til
Tólfahrings og nýlega gerðar rannsóknir
þykja færa sönnur á að þær séu yngri en
eldgos það sem hér verður fjallað um (Jón
Jónsson 1985, 1989). Sveinn Pálsson fór
um þetta svæði 1794, en þá voru rústirnar í
Tólfahring flestar eða allar horfnar undir
Skaftáreldahraun. Ekki nefnir Sæmundur
eða séra Jón hvort þeir hafi sjálfir séð
1. myncl. Yfirlitskorl af vestari kvísl Skaftáreldahrauns. Hluti af jarðfræðikorti Sigurðar
Þórarinssonar (1967). - The Lakagígar lava flow (the western flow). Map hy S.
Thorarinsson 1967.
180