Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 78

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 78
8. mynd. Apalvikur úr yfirborði flóðsins. Sem nœst eðlileg stœrð. - Accretionary lava balls on the sur- face of the flow. Approx. natural size. Mynd/photo Jón Jónsson. því þetta gos meiri háttar „hraunspýju eptir sig látið“, eins og séra Jón Steingrímsson (1788) telur, hlýtur hún að hafa fallið þar fram og svo niður dal Skaftár og er því að mestu hulin yngsta hrauninu. Hvort heldur er í handsýni eða undir smásjá verður þetta hraun ekki greint frá Skaftáreldahraun- unum, hvorki því síðasta né þeim frá fyrri gosum í Eldborgaröðum. Þetta torveldar aðgreiningu einstakra hrauna á svæðinu austan Skaftár. Talning steinda í einni þunnsneið gaf eftirfarandi: Plagíóklas 46,3%, pýroxen 45,2%, ólivín 0,3%, málmur 8,1%. Dílar: plagíóklas 2,6%, pýr- oxen 1,2%. Hópdílar eru ekki óalgengir. ■ aurflóð og apall Suðvestur af margnefndum syðsta gíghól eru nokkuð áberandi slétt svæði inni á milli kargahrauns úr Skaftáreldum og mynda hólma í því (3. mynd). Fremst í einum þeirra er náma þar sem tekinn var ofaníburður í línuveginn. Þar má sjá að þetta er margra metra þykkt lag, en undirlag þess sést ekki. Efnið er svört gosmöl með grófleik mest um 2-4 cm í þvermál ásamt fínna efni allt niður í öskugrófleik. Það sem einkennir þetta efni allt er að kornin, hvort heldur smá eða stór, eru hnöttótt. Sama gildir um efsta hluta þessa lags en hann er samanbakaður í þétta steypu (7. mynd), lag sem er 40-60 cm, eða allt að 1 m þykkt, og sem brotnar í lóðrétta stuðla. Þetta síðasta þykir sönnun þess að hár hiti hafi verið í efninu þegar það staðnæmdist. Allt þykir þetta sýna að þarna sé um að ræða aurflóð (pyroclastic flow) eða öllu heldur grjót- og öskuflóð (rock and ash flow) sem að miklu leyti samanstendur af því sem á ensku er nefnt accretionary lava balls en ég hel’ valið að nefna apal' eða apalvikur, en apall er hnöttur eða kúla og apalgrýti var í minni sveit kallað grjót sem sorfið var og meira eða minna hnöttótt orðið í árfarvegum. Hvernig slíkt verður til í hraunbrún sem veltur fram mátti t.d. sjá í brún hraunsins úr Vikraborgum í Öskju ' I sambandi við notkun orðsins lapilli, sem raunar þýðir lítill steinn („diminutif‘ af lapis = steinn), er að athuga að samkvæmt Glossary of Geology (útg. Am. Geol. Inst. 1980) er það að því er virðist eingöngu haft um loftborið efni. Eins og lesandi þessarar greinar sér stangast sú skilgreining á við það sem hér er fjallað um og lendir maður því í nokkrum vanda við þýðingu. Ég hef kosið að nota hið gamla góða orð apall, en það er dregið af apel, apaldur = epli. I sænsku er orðið apel haft um villiepli enn í dag. Apalgrýti er kúlu- lagaðir steinar í öllum stærðum og venjulegastir í far- vegum straumvatna eða við sjávarströnd. Hér er talið að hraunið liafi fengið þetta útlit vegna snertingar kvikunnar við grunnvatn í gosrásinni. Það skal undirstrikað að það sem hér er nefnt apalvikur er ekki loftborið efni og verður því ekki þýtt sem lapilli ef farið er eftir hinu mikla riti Glosssary of Geology. 186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.