Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 44
I. mynd. Sandmaðkur. - The lugworm Arenicola marina (Linné). getur verið ljósleitari og allt að því hvítur og er þá stundum nefndur mjólkurhali (Lúðvík Kristjánsson 1985). Bifháraklædd- ar lirfur sandmaðksins eru í fyrstu stuttar og frekar gildar og halda sig að mestu við botninn, en eftir nokkurn tíma myndbreyt- ast þær og verða ormlaga (Thorson 1946). ■ LIFNAÐARHÆTTIR OG ÚTBREIÐSLA Sandmaðkur er einkum útbreiddur í Norður-Atlantshafi, norður á bóginn til Svalbarða og Grænlands þar sem hann lifir bæði við vestur- og austurströndina (Wes- enberg-Lund 1951). Hann er frekar sjald- gæfur í Miðjarðarhafi en vel þekktur frá 154 austurströnd Norður-Ameríku. Eins og víða annars staðar er hann hér á landi einkennisdýr á leirum þar sem sjávarselta er nægileg og finnst allt í kringum landið einkum í eðjubornum sandi niður á um 6 m sjávardýpi (Wesenberg-Lund 1951, Agnar Ingólfsson 1990). Ormurinn grefur sig niður í botninn en hraukar hans, gerðir úr sívölum upphrúguðum setlengjum, setja verulegan svip á flestar leirur og því er auðvelt að finna hann, enda hefur hann lengi verið þekktur við strendur landsins. Jón Olafsson frá Grunnavík gat hans í riti sínu um sæ- og vatnadýr, sem hann skrifaði í Kaupmannahöfn árið 1737, og Eggert Ólafsson sagði einnig frá fjörumaðki í Ferðabók sinni sem kom fyrst út árið 1772. Síðan hef'ur margoft verið sagt frá dýrinu hér við land. J-LAGA BÚSTAÐUR Sandmaðkur hefst oftast við í eðjubornum sandi í J-laga röri eða gangi, sem er hluti af U-laga kerfi, og er framendi ormsins í öðrum enda rörsins en afturend- inn í hinum (2. mynd). Hann grefur sig misdjúpt niður í setið eftir aldri, en fullvax- in dýr eru á allt að 30 cm dýpi (Thamdrup 1935, Thorson 1968). Ormurinn gefur frá sér slím sem hann notar til þess að líma saman setkornin í rörveggjunum umhverfis sig og fyrir ol'an afturendann (Thamdrup 1935, Wells 1945). Sandmaðkur er að hluta til setæta. Hann gleypir setið við framend- ann og myndast þá smádæld eða trekt á leirunni þar fyrir ofan. Sjór sogast hins vegar inn um afturenda rörsins, streymir ofurhægt fram hjá orminum og upp í gegnum setið fyrir ofan framenda dýrsins og tryggir að setkornin þar tolla ekki saman (Wells 1945, 1949). Þau eru því á sífelldri hreyfingu, en setið sígur smám saman niður að munni dýrsins sem gleypir það. Vöðva- >
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.