Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 15
1. mynd. Stjömukortið sýnir ferð halastjörnunnar Hale-Bopp frá 1. - 30. apríl 1997.
Halastjaman yfirgefur stjörnumerkið Andrómedu snemma í mánuðinum, fer í gegnum
Perseif og verður í Nautinu í byrjun maí. Hvert strik á ferlinum táknar einn dag.
þessu sinni var umferðartími hennar um
4200 ár. I febrúar 1996 fór hún hins vegar
allnærri Júpíter og við það breyttist braut
hennar það mikið að umferðartíminn er nú
um 2400 ár. Hale-Bopp verður næst jörð-
inni þann 22. mars nk., í um 200 milljón
kilómetra fjarlægð, en næst sólinni verður
hún þann 1. april, í um 140 milljón kíló-
metra ijarlægð.
Til samanburðar má nefna að halastjam-
an Hyakutake sem fór hjá sl. vetur var næst
jörðu í um 15 milljón kílómetra ljarlægð og
næst sól í um 35 milljón kílómetra
íjarlægð.
Björt og áberandi
Á móti kemur að kjami Hale-Bopp er mun
stærri en flestra þekktra halastjarna, jafnvel
allt að 40 kílómetrum í þvermál. Þvi hefúr
hún alla burði til að verða mjög björt og
áberandi. Undirritaður sá hana fyrst um
miðjan desember 1996, skömmu eftir sól-
setur, og dugði þá lítill handsjónauki til
þess að sjá hana. Nú, undir lok febrúar, er
halastjaman vel sýnileg berum augum við
góð skilyrði. Nægir að fara út úr borgar-
ljósunum til þess að sjá hana, en einnig er
hún auðfundin með litlum handsjónauka
innan úr ofbirtu borgarljósanna.
Á LOFTI ALLAN SÓLARHRINGINN
Þann 18. febrúar varð Hale-Bopp pólhverf
og sest því ekki allan sólarhringinn. Ætti
því að verða auðvelt að finna hana. Á I.
mynd er teiknaður ferill halastjömunnar frá
1. til 30. apríl. Svo sem sjá má liggur leið
hennar frá Andrómedu gegnum Perseif í átt
að Nautsmerkinu þangað sem hún kemur
um mánaðamótin apríl - maí. Samkvæmt
útreikningum ætti halastjarnan að verða
björtust undir lok marsmánaðar, jafnbjört
og bjartar fastastjömur, eða á bilinu 1 til 0
birtustig. Þess ber þó að geta að hjúpur
halastjömunnar getur orðið afar stór,
jafnvel stærri en tunglið að þvermáli, og er
áferð halastjömunnar því fremur þoku-
kennd. Um stærð halans er erfiðara að spá
með einhverri vissu.
Tungl er fullt 24. mars og nýtt þann 7.
apríl. Því ætti nægilegt næturmyrkur að
Náttúrufræðingurinn 66 (3-4), bls. 124-126, 1997.
125