Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 38
hans. Sú varð og raunin og reyndust
Líbýumenn hinir samvinnufúsustu á allan
hátt.
En nú voru góð ráð dýr. Eina starfandi
verksmiðjan í heiminum var í sameigin-
legri eigu Mexíkó- og Bandaríkjamanna
og staðsett í Tuxla í suðausturhluta
Mexíkó. Flestir sérfræðingar í notkun SIT
í viðureign við skrúfufluguna voru
bandarískir, auk nokkurra mexíkanskra.
Bandaríkjamönnum var þá bannað að
ferðast til Líbýu og samskipti Ghaddafis og
Líbýumanna við umheiminn voru ákaflega
erfíð af ýmsum ástæðum (t.a.m. vegna
loftárásar Bandaríkjamanna og Lockerby-
slyssins).
Höfundur fór ásamt öðrum til Washing-
ton til að freista þess að fá Bandaríkja-
menn til samstarfs. Það er til marks um
góða eiginleika hjá mannkyninu að þegar
alvarleg hætta, sem valdið getur ófyrir-
sjáanlegu tjóni og þjáningum, steðjar að,
gleymast allar erjur og óvinátta. Bæði
þjóðþing Bandaríkjanna og George Bush
forseti samþykktu nær umræðulaust að
leyfa sölu flugna frá Tuxla-verksmiðjunni
og að heimila bandarískum sérfræðingum
að vinna við þetta verkefni í Líbýu.
Reyndar var aldrei minnst á Libýu í þessu
sambandi heldur einungis Norður-Afríku.
Yfírmaður skordýradeildar okkar í Vín, dr.
Donald Lindquist, fór til Líbýu og varð
yfirmaður verkefnisins. Samningur var
gerður við vöruflutningadeild Lufthansa
um flutning á flugunum frá Mexíkó til
Trípólí. Og brátt fóru að berast vikulega
um 40 milljónir geldra flugna með hverri
risaþotu, 1700 í hverjum pappakassa.
Þeim var komið fyrir í kæligeymslum á
flugvellinum í Trípólí og síðan var flogið
þaðan á minni flugvélum og geldum
flugum dreift á sýktu svæðin. Mikil
áhersla var lögð á að fylgjast stöðugt með
öllum skepnum á þessu stóra svæði. Alls
var um ein milljón húsdýra skoðuð.
Þegar hér var komið sögu voru tilfelli
sýktra skepna orðin yfír 14.000 en Líbýu-
menn voru hættir að gefa upp hve margt
manna varð fyrir áreitni skrúfuflugunnar.
Við höfðum heppnina með okkur.
Veturinn 1990-1991 var óvenjukaldur
þannig að tiltölulega fáar flugur munu
hafa lifað hann af. Byrjað var að dreifa
ófrjóu flugunum í desember 1990 og
síðasta sárið af völdum skrúfuflugna fannst
í skepnu í mars 1991!
Til öryggis var þó haldið áfram að dreifa
vikulega milljónum geldra flugna fram í
október 1992 en þá var unnt að gefa út
yfirlýsingu um að Líbýa og Afríka væru
laus við skrúfufluguna.
Við höfðum fengið vilyrði frá ýmsum
ríkjum, sjóðum og stofnunum fyrir um 120
milljónum dollara til verkefnisins sem átti
að taka tvö ár. Verkinu lauk hins vegar á
10 mánuðum og það kostaði rétt liðlega 50
milljónir dollara.
■ tsetse-flugur
Tsetse-flugur, Glossina spp. eru land-
lægar um alla Mið- og Suður-Afríku. Þær
bera einfrumunginn Trypanosoma sem
veldur hinni banvænu svefnsýki í mönnum
og skyldum, jafnbanvænum sjúkdómi, „na-
gana“, í skepnum. Óbeint valda þær því að
milljónir hektara af góðu graslendi nýtast
ekki til bútjárbeitar, og það meðal þjóða
sem flestar þjást af matarskorti, einkum
prótínskorti, sem harðast kemur niður á
börnum. Á svæðum þar sem flugan er skæð
er ekki einu sinni unnt að halda uppi
ferðamannaþjónustu. Búið er að eyða
miklum tíma og fjármunum og ótrúlegu
magni af eiturefnum í að reyna að vinna
bug á tsetse-flugum. Sums staðar hefur
tekist að halda þeim í skefjum, a.m.k.
tímabundið, en hvergi að útrýma þeim með
eiturefnum til frambúðar.
Tilraunir með að beita SlT-aðferð við að
eyða tsetse-flugum hófust í rannsókna-
stofum FAO og IAEA árið 1965. Leita
þurfti leiða til að framleiða flugumar í
miklum mæli. Það var hins vegar
erfíðleikum háð vegna þess að tsetse-
flugan verpir ekki eggjum heldur fæðir
lifandi lirfur á átta daga fresti. Þær
umbreytast lljótt í púpur sem síðan eru
geislaðar. Aðalvandinn var að ala flug-
148