Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 80
7. mynd. Austurengjahver austast á Krísuvíkursvæði. Fyrír miðrí mynd flýtur skán af
brennisteinskís ofan á leirugu vatninu. Lengra úti á pollinum má sjá smábólur af
brennisteinskís. Þcgar myndin var tekin mátti glöggt sjá að þessar bólur voru stöðugt að
myndast á vatninu og rak þær undan vindi að landi. Við bakkann til vinstri á myndinni má
sjá að á einum stað hefur skán breyst í froðu. Talið er að brennisteinskísinn myndist þegar
brennisteinsvetni í gufu hvarfast við uppleyst jám í vatninu. Við þetta efnahvarf myndast
vetnisgas. Brennisteinskísinn flýtur á vatninu, þótt eðlisþyngd hans sé fimm sinnum meiri
en vatns, vegna þess að örsmáar vetnisbólur loða við hann. Mynd: Stefán Arnórsson.
brennisteinstvíoxíð (S02) við brennslu hans.
Það er skaðleg lofttegund og mjög tærandi,
þannig að brennisteinn í leir gerir hann
nánast ónothæfan til brennslu. Auk þess
spillir vinnsla hveraleirs útliti jarðhita-
svæða og náttúrulegum jarðhita.
■ UMMYNDUN OG
HOLUFYLLINGAR
Það nefnist ummyndun þegar uppruna-
legar steindir í bergi (frumsteindir) eyðast
að hluta eða öllu leyti fyrir áhrif efna-
hvarfa þeirra við grunnvatn og nýjar
steindir myndast við útfellingu úr vatninu.
Steindir sem myndast á þennan hátt nefnast
ummyndunarsteindir. Þessar steindir eru
einnig nefndar síðsteindir til að greina þær
frá frumsteindum. Orðið síðsteind er því
samheiti á veðrunar- og ummyndunar-
steindum og gefúr til kynna að þær séu
yngri en bergið sem þær eru í.
Ummyndunarsteindir koma ýmist í stað
þeirra frumsteinda sem vatnið leysti upp
eða þær falla út í holum og sprungum í
berginu. Ummyndunarsteindir í holum og
sprungum nefnast holufyllingar (8. mynd).
Ummyndunarsteindir sem myndast í basísku
bergi eru nær allar eðlisléttari en ffurn-
steindir slíks bergs. Því leiðir ummyndun til
rúmmálsaukningar sem m.a. kemur ffam í
því að holrými bergsins minnkar, bergið
verður meira eða minna holufyllt. Einnig
getur rúmmálsaukningin, sem ummyndun-
in veldur, smákvarnað bergið og gert það
laust í sér. Þesskonar berg veðrast oft
auðveldlega og myndar gjaman ávala
veðmnarfleti (9. mynd). Stundum er talað
um að slíkt berg sé morkið.
190