Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 95

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 95
með hafi mosafræðin orðið íslensk. Ekki get ég þó sagt að ég sé alltaf ánægður með íðorðanotkun höfundar. Til dæmis notar hann alltaf gróhirsla fyrir það sem oft er nefnt baukur og opkrans fyrir munnkrans eða formynni (peristom). Þá kann ég illa við að kalla þráðinn sem baukurinn situr á bara stilk sem hefur víðtæka merkingu í grasafræðinni og margir munu nota um mosastöngulinn. í þessu efni hefur hver sína sérvisku og er ekkert við því að segja en æskilegt væri þó að samræma slíka íðorðanotkun betur. Höfundur hefur jafnframt gefíð hverri tegund sem um er íjallað íslenskt heiti, svo og ættkvíslum, ættum og bálkum, og fylgir þar hefðbundnum nafngiftarreglum sem mótaðar voru af frumkvöðlum íslenskrar náttúrufræði um aldamótin 1900. Þessar reglur felast í stórum dráttum í því að hver ættkvísl fær sérstakt grunn-nafn sem tegundanöfnin eru síðan leidd af með því að tengja nafnorð eða lýsingarorð framan við ættkvíslamafnið. Þannig heitir ætt- kvíslin Bryum hnokkmosar en tegundir t.d. dýjahnokki, sandhnokki, silfurhnokki, íjóluhnokki og vætuhnokki. Yfirloitt eru nafngiftir höfundar hnyttnar og hagyrtar en kannski stundum nokkuð langsóttar og merkingartengslin ekki augljós án skýr- inga. Má geta þess að hann hefur áður ritað sérstakan bækling til skýringar á nafnavali sínu sem gefínn var út í sömu ritaröð (Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 1, 1985). Það tekur að sjálfsögðu langan tíma að festa nýju mosanöfnin í sessi og þeir lærðu munu að jafnaði taka latnesku heitin og þau íslensk heiti sem þeir hafa vanist fram yfír. Ég sakna þess að hvergi er getið um eldri nöfn (samnefni) á mosategundunum, hvorki íslensk né latnesk, en latnesk samnefni, sem notuð hafa verið í ritum um íslenska mosa, er að finna í mosaskrá höfundar: A list of Icelandic bryophyte species. Acta naturalia Islandica, nr. 30, 1983. Þó hefði verið mikið hagræði að því að hafa latnesku samnefnin í mosaflómnni því að fræðinöfn mosanna hafa tekið miklum breytingum síðustu áratugi. Þegar ég fletti umræddri mosaflóru og glugga í tegundalýsingar slær það mig nokkuð sem gamlan grúskara í tegunda- fræðum að þar virðist allt vera klappað og klárt. Varla kemur fyrir að getið sé um vafamál eða vandamál hvað varðar skil- greiningu tegunda eða nafngreiningu íslensku mosanna, sem þó hlýtur að vera mikið um. Miðað við þá vísindalegu ná- kvæmni sem einkennir lýsingar og teikn- ingar af tegundum fínnst mér þetta vera dálítill galli og ekki laust við að manni fínnist höfundur vera að villa um fyrir lesandanum með því að sleppa allri um- ræðu um þess háttar mál. Vissulega má segja að vandamálin séu aðeins fyrir lærða mosafræðinga að fást við og réttara sé að birta slíkar umræður í tímaritsgreinum, sem höfúndur hefur líka gert nokkuð af. Ég tel samt ótvírætt að nokkrar athugasemdir uni þetta efni hefðu gefíð mosaflórunni aukið vægi og jafnvel auðveldað notkun hennar sem greiningar- bókar. Það tíðkast oft í flórubókum fyrir almenning að gera nokkum samanburð á tegundum, benda á helstu aðgreiningarein- kenni og hvar hætta sé á að menn fari villur vegar í greiningu. Lokaniðurstaða þessara hugleiðinga verður samt sú að mosaflóra Bergþórs sé einstakt afrek í sögu íslenskrar líffræði og langítarlegasta rit sem til er um nokkum íslenskan plöntuflokk af samsvarandi stærð. Er vonandi að honum endist heilsa og líf til að ljúka þessu stórvirki því ólíklegt er að nokkur gæti fetað í fótspor hans í því efni. Helgi Hallgrímsson. 205
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.