Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 3
Jarðhiti á íslandi
Þetta hefti Náttúrufræðingsins er
helgað jarðhita á íslandi. Orkumál, og
þá ekki síst jarðhiti, hafa verið ofarlega á
baugi hérlendis á undanförnum árum.
Vaxandi áhersla hefur verið lögð á nýt-
ingu jarðhita, enda hefur gildi þessarar
auðlindar okkar aukist hröðum skrefum
með hækkandi verði á orkugjöfum.
íslenskir vísinda- og tæknimenn hafa
gegnt lykilhlutverki í sögu jarðhitanýt-
ingar hér á landi. Framfarir í jarðhita-
rannsóknum hafa verið stórstígar á síð-
ustu áratugum og áhugi á virkjun jarð-
hita hefur vaknað um allan heim. ís-
lendingar hafa jafnan staðið í fremstu
röð á þessum vettvangi og getað miðlað
öðrum af þekkingu sinni og reynslu.
Stofnun jarðhitaskóla Sameinuðu þjóð-
anna hér á landi er eitt dæmi um slíka
þekkingarmiðlun.
Sá forði þekkingar og reynslu, sem ís-
lenskir jarðhitafræðingar búa nú yfir,
hefur, ásamt stórbættum búnaði til
jarðhitaleitar og vatnsöflunar, valdið
nokkurri byltingu. Á síðustu árum hafa
fundist nýtanlegir jarðhitastaðir á
svæðum, sem áður þóttu ekki fýsileg til
virkjunar. Ný hitaveita á Akureyri er
nærtækt dæmi um þessa þróun. Nýting
háhitasvæðanna í Námafjalli, Svarts-
engi og Kröflu er vaxtarbroddur i ís-
lenskri orkuöflun og mun, er fram liða
stundir, verða lyftistöng i atvinnulífi
landsmanna.
Jarðhitaboranir og hitaveitur eru al-
menningi allvel kunnar af fréttum. Hitt
er ekki öllum ljóst, hve margþættri
þekkingu og rannsóknum er beitt til
þess að ná árangri í jarðhitaleit og jarð-
hitanýtingu. Því þótti eftirsóknarvert og
tímabært að taka saman aðgengilegt
yfirlit um helstu svið jarðhitafræða.
Náttúrufræðingurinn hefur þvi snúið
sér til nokkurra af fremstu sérfræð-
ingum okkar og hafa þeir sýnt málinu
þann áhuga, sem hér birtist í verki.
Við skipulagningu efnis í þetta hefti
var fátt til stuðnings — slík samantekt
hefur ekki verið gerð á öðrum tungu-
málum, svo vitað sé. Af þessum sökum
varð að halda marga fundi til þess að
ákveða hvaða atriði þyrfti að fjalla um í
þessu yfirliti og skipta þeim niður á
höfunda. I upphafi var afráðið að tak-
marka efnið við „náttúrufræðileg"
atriði í breiðum skilningi. Lesendum má
þó vera ljóst að jarðhitanýting hefur
ýmsar aðrar hliðar, t. d. verkfræðilegar
og hagfræðilegar. Útkoman úr þessari
undirbúningsvinnu er sú uppröðun
efnis, sem hér fer á eftir.
Fyrstu greinina skrifar Guðmundur
Pálmason, forstöðumaður jarðhita-
deildar Orkustofnunar. Greinin er eins
konar inngangur að þessu jarðhitahefti
og fjallar m. a. um mikilvægi jarðhitans
í orkubúskap Islendinga og annarra
þjóða. Þá eru reifaðar hugmyndir um
Náttúrufræðingurinn, 50 (3—4), 1980
145
10