Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 5
Guðmundur Pálmason:
Jarðhitinn sem
orkulind
JARÐHITINN f ORKU-
BÚSKAP ÍSLENDINGA
Nútímaþjóðfélag byggir að verulegu
leyti á aðgangi að ódýrum og varan-
legum orkugjöfum, sem knýja sam-
göngutæki og framleiðsluvélar, hita upp
eða kæla híbýli, reka fjarskiptatæki
o. fl., o. fl. Orkulindum er hins vegar
misskipt milli þjóða. fslendingar mega
teljast tiltölulega vel settir í þessu efni,
enda þótt þeir jrurfi enn að flytja inn um
40% Jreirrar orku, sem þjóðin notar.
Heildarorkukaup íslendinga á árinu
1978 voru 47000 TJ(1 TJ = lO'^Joule),
en orkureikningur jtjóðarinnar var um
58 milljarðar kr. á verðlagi 1978. Ef ekki
væru til innlendar orkulindir, en orku-
notkunin svipuð, hefði orkureikningur
orðið nálægt 100 milljarðar kr. Þjóðar-
framleiðsla íslendinga á árinu 1978 var
nálægt 550 milljarðar kr., svo að hér er
um umtalsverðan kostnaðarlið að ræða í
jrjóðarbúskapnum.
Hlutur jarðhitans í orkubúskapnum
hefur farið stöðugt vaxandi, einkum á
s.l. 10—15 árum. Á árinu 1965 var
hlutur hans um 12% af heildarorku-
notkun þjóðarinnar, en á árinu 1978 var
hann kominn upp í 33%. Engin þjóð
byggir að jafn stórum hluta á jarðhita í
orkubúskap sínum og íslendingar. Hús-
hitun er þar langstærsta notkunarsviðið,
enda fara um 40% af orkunotkun
landsmanna til hitunar híbýla. Um 70%
jrjóðarinnar býr við upphitun frá jarð-
hitaveitum á árinu 1980, og á næstu
árum mun það hlutfall hækka enn
nókkuð.
Hitaveita Reykjavíkur er langstærsti
virkjunaraðili jarðhita hér á landi og
nær saga hennar um hálfa öld aftur í
tímann, til þess er fyrstu húsin í
Reykjavík voru hituð með vatni frá
Þvottalaugunum á árinu 1930. Næsta
stóra átakið kom á striðsárunum og
síðan koll af kolli, Jrar til svo var komið
fyrir fáum árum að öll hús í Reykjavík
og nágrannabæjunum voru hituð með
jarðhita, en á því svæði býr tæpur
helmingur landsmanna. Saga Hitaveit-
unnar er bæði fróðleg og lærdómsrík og
sýnir hvernig rannsóknir og tækniþróun
geta í sameiningu leitt til farsælla fram-
kvæmda. Ný vinnslusvæði og dýpri
boranir í nágrenni borgarinnar hafa
stöðugt aukið það vatnsmagn, sem
Hitaveitan hefur haft til ráðstöfunar, og
enn er ekki séð fyrir endann á þeirri
þróun. Hitaveitan er nú eitt allra arð-
bærasta fyrirtæki landsins, frá þjóð-
hagslegu sjónarmiði séð.
í lok árs 1980 voru starfandi alls 24
hitaveitur á landinu i eigu opinberra
aðila, og að auki nokkrar einkaveitur.
Nokkra sérstöðu hefur Hitaveita
Suðurnesja, þar sem s. k. háhitasvæði er
nýtt til hitaveitu. Hár hiti og mikil selta
Náttúrufræðingurinn, 50 (3—4), 1980
147