Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 7
Nú er unnið að því sums staðar,
einkum í Bandaríkjunum, að þróa
tækni til að vinna varma úr heitu, þéttu
bergi. Á „venjulegum“ jarðhitasvæðum
er bergið lekt niður á nokkurra
km dýpi og jarðvatn getur við slíkar að-
stæður myndað hringrás þar sem það
hitnar á miklu dýpi og leitar síðan til
yfirborðs aftur vegna þess að það léttist
við upphitunina. Víða á meginlönd-
unum er berggrunnurinn nægilega
heitur, en hins vegar svo þéttur, að
vatnshringrás myndast ekki. Hug-
myndin er að reyna að búa til vatnsæðar
i berginu með samdrætti við kólnun, og
vinna á þann hátt varmann úr berginu.
Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið í
Bandaríkjunum, sýna, að þetta er hægt,
en enn sem komið er er aðferðin langt
frá því að vera hagkvæm til orkuvinnslu
í stærri stíl.
Náttúruleg jarðhitasvæði er að finna
víða á eldvirkni- og jarðskjálftabeltum
jarðarinnar. Það er ekki tilviljun, að þessi
náttúrufyrirbæri fara saman, því að öll
eru þau tengd hreyfingum í jarðskorp-
unni á mótum jarðskorpufleka, sem
hreyfast hver miðað við annan með
nokkurra sentimetra hraða á ári. Á fs-
landi er gosbeltið slík flekamót, og öll
öflugustu jarðhitasvæði landsins eru i
hinum virka hluta þess, þar sem flekana
rekur hvorn frá öðrum og gliðnun á sér
stað. Gera má ráð fyrir að jarðhiti fylgi
úthafshryggjunum á sjávarbotni, og
dæmi um slikt hafa þegar fundist. Á
149