Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 8
öðrum flekamótum rekast flekarnir á og
þar myndast gjarnan fjallgarðar. Sem
dæmi um virk belti af því tagi má nefna
hinn s. k. eldhring kringum Kyrrahafið,
sem liggur meðfram vesturströnd Suð-
ur- og Norðurameríku, yfir Alaska og
suður yfir Kamchatka, Japan, Filipps-
eyjar og alla leið til Nýja-Sjálands.
Einnig má nefna af þessu tagi beltið frá
Alpafjöllum yfir Himalayafjöll til suð-
austur Asíu, en tengd því eru m. a.
jarðhitasvæði á Ítalíu, í Grikklandi,
Tyrklandi og suðvestur Kína.
Þótt flest öflugustu jarðhitasvæðin
séu þannig tengd mótum jarðskorpu-
fleka, er einnig vitað um jarðhitasvæði
eða heit vatnskerfi, sem orðið hafa til við
aðrar jarðfræðilegar aðstæður. Er það
einkum í þykkum setlögum, þar sem
varmagjafinn er hinn almenni varma-
straumur til yfirborðs jarðar. Slík jarð-
hitakerfi hafa oftast uppgötvast af til-
viljun við boranir í leit að olíu. Sem
dæmi um slík svæði má nefna ung-
versku sléttuna og nágrenni Parísar, en
á síðarnefnda svæðinu er vatnið notað
til upphitunar a. m. k. 10.000 íbúða.
Könnunarboranir í slík setlagasvæði
hafa og verið gerðar á Jótlandi og í ná-
grenni Bejing (Peking) í Kína. Hiti
vatnsins í setlagavatnskerfum er alla-
jafna lægri en á þeim svæðum, sem
tengd eru eldvirkni.
STÆRÐ ORKULINDAR —
JARÐVARMAMAT
Erfitt er að gera sér grein fyrir stærð
þeirrar orkulindar, sem jarðhitinn er hér
á landi, vegna þess að orkulindin er
neðanjarðar, og ýmsir eiginleikar henn-
ar litt þekktir. Slíkt mat er þó nauðsyn-
legt að gera þótt ónákvæmt sé. Þeirri
spurningu er stundum varpað fram af
þeim sem lítið þekkja til, t. d. erlendum
aðilum sem eru að kynna sér orkulindir
Islands, hversu mikið megi treysta á
jarðhitann sem orkulind í rekstri stærri
fyrirtækja. Þeim hluta spurningarinnar,
sem lýtur að endingu jarðhitasvæða, má
að verulegu leyti svara með mati á stærð
orkulindarinnar á viðkomandi svæði.
Nú er unnið að slíku jarðvarmamati hjá
jarðhitadeild Orkustofnunar, og verða
hér gefnar lauslega helstu niðurstöður.
Astæða er til að leggja áherslu á að slíkt
mat þarf að endurskoða öðru hverju
eftir því sem þekkingin á eðli jarðhitans
eykst. Fyrir rúmum 25 árum gerði
Gunnar Böðvarsson fyrstu tilraunina til
að meta stærð þessarar orkulindar, en
ætla má í ljósi núverandi þekkingar að
áætlun hans hafi verið í varfærnara lagi.
Miklar nýjar upplýsingar hafa fengist
með rannsóknum og borunum á s.l. 20
árum. Þá er ástæða til að benda á, að
landrekskenningin, sem flestir jarðvís-
indamenn aðhyllast nú orðið, hefur
aukið mjög skilning á jarðhitanum og
skapað grundvöll að betra mati á stærð
þessarar orkulindar en áður var fyrir
hendi.
Frá nýtingar- og vinnslusjónarmiði er
jarðhita landsins venjulega skipt í tvo
flokka. Annars vegar eru lághitasvæði
eða lauga- og vatnshverasvæði, hins
vegar háhitasvæði eða jarðgufusvæði.
Engin skýr mörk eru milli þessara
tveggja flokka. Á lághitasvæðunum er
heita vatnið sjaldan mikið yfir 100°C
heitt og oft kaldara. Á háhitasvæð-
unum, sem öll eru í hinu virka gos- og
gliðnunarbelti landsins, er vatnshitinn á
150