Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 10
jarðhitasvæða og í kviku, sem storknar í
hraun á yfirborði. Þessi stöðugi varma-
straumur er áætlaður alls um 24.000
MWt, þar af eru um 6000 MWt meðal-
orkustraumurinn í eldgosavirkni lands-
ins (kólnun gosefna á yfirborði).
Miklu máli getur skipt hve hratt hægt
sé að vinna varmann úr heitu berginu á
ákveðnu svæði. Það fer eftir vatna-
fræðilegum eiginleikum bergsins, aðal-
lega vatnsleiðninni. Þar sem vatnið er
orkuflutningsmiðillinn til yfirborðs,
getur reynst nauðsynlegt að dæla því
aftur ofan í jarðhitakerfið að lokinni
notkun til að viðhalda jafnvægi í vatns-
búskap jarðhitasvæðis, ef um mikið álag
á jarðhitasvæðið er að ræða.
Vatnafræðilega eiginleika bergs á jarð-
hitasvæði er aðeins hægt að finna með
borunum og rennslisprófunum. Reynsl-
an hefur sýnt, að rennsliseiginleikar
bergsins eru mjög mismunandi á hinum
ýmsu jarðhitasvæðum, og á það víð um
bæði háhitasvæði og lághitasvæði. Þess
vegna eru boranir, sem eru tiltölulega
dýrar miðað við aðrar rannsóknaað-
ferðir, óhjákvæmilegur þáttur í rann-
sókn jarðhitasvæðis til að gefa nokkra
vísbendingu um vatnafræðilega eigin-
leika svæðisins.
Að baki þeim tölum, sem sýndar eru á
2. mynd, liggur skipting á landinu í
svæði með misheitum berggrunni. Há-
hitasvæðin í gosbeltinu eru einn flokkur
svæða, og sá sem hefur að geyma mestan
varmaforða á flatareiningu. Á háhita-
svæðunum er einnig vatnsgengni bergs-
ins tiltölulega mikil og vinnsluskilyrði
jarðvarmans góð. Annars staðar í gos-
beltinu má einnig gera ráð fyrir að
vinna megi jarðvarma, en lítil reynsla er
fengin fyrir því utan háhitasvæðanna. I
hinum jarðfræðilega eldri hlutum
landsins, t. d. á Austfjörðum og Vest-
fjörðum, er berggrunnurinn bæði kald-
ari og óvatnsgengari, og vinnanlegt
magn jarðvarma þvi mun minna en í
hinum yngri hlutum landsins.
I Töflu I eru sýndar helstu niður-
stöður af jarðvarmamati Orkustofnunar
að því er tekur til háhitasvæða landsins
og í grófari dráttum landsins alls. Reynt
er að meta flatarmál svæðanna, að-
gengileika, hitaástand og fleira sem
skiptir máli. Torfajökulssvæðið reynist
enn sem fyrr vera mesta jarðhitasvæði
landsins, enda stærst að flatarmáli.
Næst í röðinni er Hengilssvæðið, en
þriðja Grímsvötn. Sé tekið tillit til að-
gengileika svæðis verða hins vegar
Kröflu- og Krísuvíkursvæðin næst á
eftir Henglinum í röðinni. Nokkuð er
óvisst, hve mörg af jarðhitasvæðum
landsins eru háhitasvæði í þeim skiln-
ingi sem venjulega er lagður í það orð.'>
Telja má mjög líklegt, að háhitasvæðin
séu a. m. k. 19, en meiri óvissa er um
gerð þeirra níu sem síðast eru talin í
Töflu I.
í Töflu I er einnig reynt að meta þá
raforku, sem hugsanlegt er að vinna á
háhitasvæðunum. Miðað við vinnslu á
50 árum svarar þetta til stöðugs rafafls
3500—12000 MWe, allt eftir því hve
miklu af varmaforða hinna s. k. virku
svæða gert er ráð fyrir að ná megi upp
um borholur á háhitasvæðunum.
Til samanburðar við framangreint
mat á stærð orkulindarinnar er fróðlegt
að líta á notkun Hitaveitu Reykjavíkur.
Hún er sem fyrr segir lang stærsti not-
andi jarðvarma hér á landi, en varma-
1) Með háhitasvæði er átt við jarðhitasvæði
þar sem hitastig er yfir 200°C á minna en
1000 m dýpi.
152